Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1905, Blaðsíða 7

Æskan - 01.11.1905, Blaðsíða 7
ÆSKAN. 15 ræðu neitun læknisins dugði engin rök- semdarfærsla; hið eina, sem liún ávann, var að fá leyíi til að fylgja syní sínum á sjúkrahúsið. Stundu síðar stóð sjúkravagninn fyrir utan dyrnar, og Frits var lagður í sjúkra- körfuna með mestu varúð. Systur hans kvöddu hann grátandi. og nú var Frits ekið eftir hliðargötunum tii sjúkrahúss- ins, á meðan kirkjuldukkurnar hoðuðu mönnum jólafögnuðinn. Hið fyrsta sem drengurinn sá, þegar hann kom inn, var jólatréð, sem stóð í miðjum salnum. »Sko, mamma«, sagði hann, og reyndi af veikum mætti að brosa, »nú hefi eg samt fengið jólaré«. Á eg að gefa þér eitthvað af trénu?« spurði Fríða, hjúkr- unarkonan, vingjarnlega. Hún leitaði á milli greinanna og rétti honum svo eina af lituðu jólastjörnunum, og á hana var prentuð ritningargrein. »Getur þú lesið rítningargreinina?« spurði liún, »Ójá, það get ég A7el«, sagði hann, og til að sannfæra hana um dugnað sinn, las hann hátt og greinilega orðin: »AIt verður þeim til góðs er elska guð«. (Niðurl.). Ungar konur. Frægur kennimaður enskur sagði einu sinni í ræðu: »Ef einhver stúlka er fagureyg og kvik og kát, kann að staga sokka, bæta föt og sauma kjólinn sinn, hirða potta og pönnur, gefa svínunum, mjólka kýrnar, og tekur duglega ofan í við óspektar- hnokkana, bræður sína, en hegðar sér þó ATel á mannamótum — þá er það stúlka, sem hver hygginn og lieiðarleg- ur niaður hlýtur að tclja sig sælan að fá fyrir konu. En tilgerðarlegu og iðju- lausu stúlkurnar, ástleitnu, sem eru fölvar, eins og þær Aræru tæringarveikar, sólgnar í skáldsögulestur og skrautgjarn- ar, eru ekki hæfari lil hjúskapar en ný- liðruð unghæna er til að talca að sér að annast tuttugu hænuunga. .Og þó eru slíkar stúlkur alt of alt algeng sjón. Hið sanna er, að þér þurfið, stúlkur góðar, að rækja betur eldhússtörfin, en gefa yður minna við heimsóknaslúðrinu, þér þurfið að leggja meiri stund á likams- iþróttir, en liggja minna á leguhekkjun- um, þér ættuð að fást meira við matar- tilhúning, en minna við það að glamra á píanóið. Þér þurfið að horða meira, en lesa minna af skáldsögum. Andið að j7ður frelsisins lireina, hressandi lofti, verið hlátt áfram, náttúrlegar og starf- samar«. (,,Væbnereu“). Ummæli um vinviðinn. Einu sinni fyrir mörgum þúsundum ára síðan gekk dýrlingur einn á sól- heitum sumardegi út á alfaraveginn. Þegar hann var orðinn þreyttur, setti hann sig niður á stein til að hvíla sig. Hann kom þá auga á litla, fagra plöntu við fætur sér. Honurn leizt svo Arel á liana, að hann ásetti sér að taka liana upp með róLum, hafa liana h<?jm með

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.