Æskan

Árgangur

Æskan - 24.12.1905, Síða 7

Æskan - 24.12.1905, Síða 7
JÓLABLAÐ ÆSKUNNAH. 23 Buqlinn minn litli. Ungi ástvin minn, oft á sönginn þinn marga stund eg hjartans feginn hlýddi, þegar signdi sæ sól í vorsins blæ og hauðrið roðnum rósamöttli skrvddi. Ofar eymd og þraut upp við blálofts skaut hergir þú af ijóssins helgu lindurn; syngur sólaróð saklaus ástarljóð uin frelsi’ og vor í fullkomnustu myndum. Ó, að mætti eg unz að lýkur veg himindjúpsins hátign innstu skoða, barns í blíðri trú berast líkt og þú á himinvængjum heilags morgunroða. Einar P. Jónsson. i.illa Pöra, sem vildi vera ketlingur. (Smásaga handa yngstu lesendunum). '9 að eg væri orðin lítill ketlingur!« sagði Þóra litla einu sinni, þegar hún var að myndast við að læra. hÞá þyrfti eg ekki að ganga á skóm, og gæti ver- ið laus við að læra að lesa, og að vera stilt eins og mamma segir, að eg eigi að vera. Svo þyrfti eg aldrei að vera angurvær út af því að eg hefði verið ó- þæg, því ketlingarnir þekkja það víst ekki! — »Að þú verður angurvær, kem- ur til af því að þú hefir sál«, sagði Jórunn, gatnla barnfóstran. »Þá kæri jeg mig ekkert um að hafa sál!« sagði Þóra litla. »Þegar þú hefir magaverk, hvort viltu þá heldur vera laus við verkinn eða magann?« spurði Jórunn, »Náttúrlega við verkinn, því magann má eg ekki missa. — En segðu mér, þegar mér er ilt innan um mig, kemur það ekki til af því, að eg hefi borðað eitthvað, sem er óholt fyrir mig?« »Auðvitað, og þegar þú ert angurvær, þá er það af því að hafa gert eitthvað ljótt, og þá flnnurðu til i sálunni. Nú skilur þú, að þú átt að óska, að þú værir orðin laus við hið illa, en ekki við sálina«. »Já, en eg vildi nú samt að eg væri orðin ketlingur, og það helst strax, ef eg gæti«. »Jæja«, sagði móðir Þóru litlu, sem sat í næsta herbergi og hafði heyrt alt. — »Það er þá bezt að láta eins og þú sért ketlingur. Þú þarft þá ekki að kæra þig um skylduverkin hennar Þóru litlu, og bara hugsa þér að þú sért ketlingur«. »Og þarf eg þá ekkert annað að gera en að leika mér allan daginn?« kallaði Þóra litla upp yflr sig af gleði. »Nei,

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.