Æskan

Volume

Æskan - 24.12.1905, Page 11

Æskan - 24.12.1905, Page 11
JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR. 27 kinnarnar hans. Aðrirgáfu honum fimm aura — en bakarakonan gaf honumvið og við köku. Pettaþótti Jóni litla vænt um, því ekki er hægt að neita því, að honum þótti góðar kökur. En alla pen- ingana, sem hann fékk, lét hann mömmu sína fá og hún setti þá niður í spari- byssuna hans. »Þú fær þá alla aftur, Jón litli, þegar þú ert orðinn stór«, sagði hún. Jón var ekki sérlega upp með sér af þeirri von, það var svo hræðilega langt þangað til. — Það var nú öðru- vísi völlurinn á honum, þegar sýslu- mannsfrúin gaf honum einu sinni heilan fiinmtieyring og sagði: Pú getur keypt þéreitthvað fyrir þctta, auminginn minn!« Jón var þá <S ára gamall. Aldrei hafði Jóni dottið i hug, að kaupa mætti fyrir þá peninga, sem gefn- ir væru. Hann hafði ávalt geiið móður sinni þá, og aldrei dotlið annað i hug. I’að var svo sem sjálfsagt. — Nú þar á móti stóð hann fyrir framan bakarabúð og horfði inn um gluggana. Hann hafði höndurnar í huxnavösunum og' var auð- séð á honum, að hann hafði ærið að hngsa. »Ivauptu þér eitthvað!« hljóm- aði í eyrum hans. »Ein piparkaka og cin sætabrauðskaka, það verða 10 aur- ar! Sukkulaði fvrir 10 aura!« Það kom vatn í munninn á Jóni. »Svo fær mamma 30 aura«. Jú, Jón lilli kunni að reikna út. Frúin hafði sagt: »Kauptu þér eilthvað fyrir þetta!« Hann iekk hjartslátt, er hann gekk inn í búðina. I’að var ekki laust við að hann skamm- aðist sin. Fyrir hverjum þurfti hann þess eiginlega? Enginn þekti hann i þessari búð. Það var samt skrítið: Atgreiðslustúlkan virðir hann vandlega fyrir sér og segir: »Nú, nú, alt af þurf- ið þið að bruðla út peningum fyrir sæl- gæti!« — Alt af! — skárra var það nú, eins og hann nokkru sinni hefði bruðl- að út peningum áður. Hann svaraði engu, en nuggaði hægra fótinn meðvinstra fætinum og leit upp stórum augum; en það var ekki mikið af sólskini í þeim að sinni. Þegar hann hafði fengið kramarhús- ið sitt, hljóp hann út úr búðinni blóð- rauður i framan, og þaut niður eftir götunni. »Hefirðu stolið nokkru?« kallaði stór stráksláni á eftir honum. Stolið! — Sveiattan! Þegar Jón var kominn út fyrir bæinn leitaði hann sér að afviknum stað og fann hann við háan garð einn þar í króknum. Jú, gotl var að því bragðið. Þetta var hreint og beint hátíða matur! En ekki var það nú lengi á leiðinni. Jón þurkaði sér á treyjuerminni um munninn. En svo var líka ánægjan bú- in! Það er þó leiðinlegt að hafa ekki nerna 30 aura handa mömmu, liugsaði hann. Hægt og ömurlega heldur hann á- fram. Alt í einu heyrði hann aumk- unarlegan grát. Hvaðernú? Jónkem- ur auga á 2 börn sem hnipra sig sam- an í skjóli við garðinn; berfætt voru þau og enn ver lil fara en sjálfur hann. — Litli drengurinn var að gráta og stúlkan var mjög stúrin í bragði. »Hvað gengur að ykkur? spyr Jón og nemur stað-

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.