Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1908, Side 6

Æskan - 01.01.1908, Side 6
4 ÆSKAN. Sjáið gegnum ljósalundinn Lukkuvonir greinum á, Sjáið engil ofan líta Efsta stofni trésins frá. Iðgrænt tré í ykkar hjarta A að þróast, börnin kær, Hvert að vaggi á léttum limum Ljósi fögru nær og fjær; Hugur, fótur, hönd og tunga Hlýtur skýrt að láta í té, Hvort þið enn í ykkar hjai'ta Eigið þvílíkt jólatré. Keppist eftir því að þakka Þetta fagra jólatré, Með þvi þið þess gjarnan gætið Góða breytni að láta í té, Þá mun inst í ykkar hjarta Iðgrænt lífstré himni ná, Hverju englar ljóssins landa Lýsa sinni þóknun á. Á. J. Nafnið H. P. Duus er börnunum mjög ástfólgið og foreldrarnir samgleðj- ast börnunum. sínum yfir því, að jóla- hátíðin og þýðing' hennar er með þessu ógleymanlega glæddí hjörtum barnanna. 7/i 1908. Á. J. Börn að kveðast á. Börnin á Hóli, Jón og Inga, höfðu sér til gamans á vetrarkvöldunum að kveðast á. Þessum ákveðningi er svo háttað, að sá sem svarar, verður að finna visu sem byrjar á sama staf, sem sú vísan endar á, sem næst var kveðin á undan. Þau áttu fyrst erfitt með þetta, en vaninn gefur listina; þau urðu smám saman leikin í þessu og lærðu svo margar lausavísur sem þau gátu, svo enginn gæti »kveðið þau í kútinn«, eins og það var kallað; en sá var kveð- inn í kútinn, sem gafst upp við að finna vísu á móti. Þau byrjuðu löngum á þessarri vísu: J. Komdu nú að kveðast á, kappinn, ef þú þorir; gjörðu vel við þessa þrjá, það eru landar vorir. I. Rösklega hún gengið gat, gutlaðist upp úr fötunni; aumingjarnir eiga mat eftir hana á götunni. J. Iila bítur brýndur fleinn, betra er stríð en friður; á vatni syndir sérhver steinn, sekkur greniviður. I. Ratað liefir raunaveg, renna tár á vanga, yfirburða ekkjuleg er hún litla Manga. J. Auminginn sem ekkert á, einalt kinn má væta; sæll er sá, sem sjálfur má sína nauðsyn bæta. I. Allir fuglar út við ílóð eggjum vei’pa sínum, dilla eg þér, dóttir góð, dúfu-unga mínum. m

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.