Æskan - 01.06.1924, Page 3
Æ S K A N
43
»Ó, það verður gaman!«
»Jó, og þá getur þú unnið þér inn
fáeina skildinga handa henni mömmu
þinni. Ég skal hjálpa þér, líta eftir snör-
unum þinum líka, af því þú hefir ekki
tima til að koma hingað, nema öðru
hverju«.
Ketill veiddi þrjá stóra urriða.
Knútur bað hann að lofa sér að taka
upp einn þeirra. Hann hélt lengi á hon-
um og leit á, vó hann í hendi sér og
strauk hann. »Svona stóran, fallegan,
feitan og sívalan fisk hefi ég aldrei séð«.
»Hér eru vænar bröndur, drengur
minn. Ég hefi fengið marga, sem vógu
fullar átján merkur«.
Þeir komust heiiir á húfi heim aftur.
»Nú held ég að sé mál að fá sér mat-
arbita og svo fer þú heim; það gerir
ekki betur en að þú náir heim að
Landi í björtu«.
E*að varð að samkomulagi, að Knút-
ur skyldi eiga fria þrjá sunnudaga til að
heimsækja móður sína. Einhver vinnu-
konan eða dóttir bónda sat þá hjá þá
dagana.
Það var sunnudagur. Knútur var
heima hjá móður sinni. Hann var bú-
inn að sýna heuni skrínið og hún tók
það til gæzlu.
»Veiztþú nokkuð um Ketil, mamma?«
»Já, ég þekki hann vel«.
»Er hann viti fjarri?«
»Vifi fjarri! Hvað ertu að segja?«
»Hann Hermóður frá Útbæ sagðiþað«.
»Hm! Og því fer svo fjarri! Ketill er
bæði vitur og góður maður«.
»En hvers vegna er hann einbúi?
Hann forðast fólk og talar varla orð,
segja þeir«.
»Ó, það er raunasaga«, sagði Ásta og
vildi helzt ekki á það minnast.
»Segðu mér eitthvað frá honum,
mamma!«
»Hm! ja, ég veit ekki. — það er næst-
um gleymt nú, sem betur fer. Ketill
hefir fengið að reyna ógæfu og sorg.
Endurminningarnar eru farnar að blikna.
Ketill er sem dauður fyrir löngu; það
er lítið á hann minst nú. Við skul-
um láta þá gömlu sögu gleymast með
öllu; það er langbezt. Guð blessi Ketil
og gefi honum hvild«.
»Mamma, geturðu ekki sagt mér sög-
una, hvað sem öðru líður?«
»Jú, ég gæti það ógn vel, en börn
hafa ekki gott af að heyra alt, alls ekki
alt, sem ilt er og þungbært; en aðalat-
riðin skal ég segja þér.
Ketill var góður drengur, fríður, vel
vaxinn og vel metinn; en hann var hús-
mannssonur. Hann var leynilega trú-
lofaður Helgu hinni fögru frá Ingstöð-
um. Faðir hennar, Steinn, var forríkur,
einráður og fullur ofurdrambs. Hann
hafði sitt fram í öllu; ef einhver vildi
eigi beygja sig fyrir honum, þá tók
hann þann hinn sama og barði til ó-
bóta, því að hann var rammur að afli sem
skógarbjörn og grimmur sem úlfur.
Þegar hann komst á snoðir um, að
Helga feldi hug til Ketils, þá varð hann
bálreiður og kvaðst skyldi drepa þau
bæði. Helga var þétl í lund og vildi
ekki undan láta. Eitt sumar var hún í
seli með búsmalann. Hún sat ekki hjá,
heldur var hún í selinu og búverkaði.
Einu sinni fundu menn hana dauða
skamt frá selinu. það var lálið heita
svo, sem hún hefði fyrirfarið sér sjálf,
en enginn trúði því. Þeir, sem kistu-
lögðu hana, sögðu, að þeir hefðu séð
mikinn áverka á höfði hennar, eins og
eftir rokna högg. Allir höfðu fyrir satt,
að faðir hennar hefði myrt hana; en
Steinn slapp, því að engar sannanir voru
ef til vill fyrir hendi, og svo var hann
ríkur.
Ketill varð því sem næst vitstola af
sorg og gremju. Það varð að hafa gæt-
ur á honum lengi á eftir. En einu sinni
slapp hann úr gæzlunni og hljóp hann
þá í einum spretti heim að Ingstöðum.
Hann hitti Stein úti á túni.