Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1928, Qupperneq 1

Æskan - 01.02.1928, Qupperneq 1
XXIX. árg. Reykjavík — Febrúar 1928. 2. blað. ✓ Mesti sundgarpur Islands. Þið þekkið öll söguna um Kjartan Ólafsson. Hann var einn af fræknustu sundgörpum forfeðra okkar. Einu sinni þreytti hann sund við Ólaf konung Tryggvason, og reyndist honum jafn- snjall. Yar þetta vel gert, því að Ól- afur konungur var svo frækinn íþrótta- maður, að fáir stóðu honum á sporði. Annar mesti sundgarpur í fornöld var Grettir Ásmundarson, útlaginn ó- gæfusami. Hann var dæmdur til þess að lifa í útlegð og enginn mátti hjálpa honum, en allir máttu drepa hann. Hann fór huldu höfði um óbygðir landsins og komst loks út í Drangey. Meðan hann var þar, vann hann eitt hið mesta afreksverk í íþróttum, sem við þekkjum. Hann syndi aleinn og fylgd- arlaus úr Drangey til lands. Þetta var um vetur og kalt í veðri. Þrátt fyrir það komst Grettir klaklaust til lands. Því kvað Stephan G. Stephansson: „Mörg er sagt að sigling glæst, sjást frá Drangey mundi. En Grettis ber þó höfuð hæst úr hafi á Reykjasundi“. Jeg hefi nefnt hjer aðeins tvo sund- garpa, af því að þeir talca öðrum svo langt fram. Sund var mjög ahnent í þá daga hjer á landi. Það kunnu flestir, jafn- vel þrælar. Þótti það vanvirða mikil að vera ósyndur. Það var sjálfsagt að láta strákana læra það og telpur líka. Erlingur Pálsson, sundkappi. En þetta fór af. íslendingar gleymdu sundíþróttinni. Langan tíma, mörg hundruð ár, kunnu mjög fáir íslend- ingar að synda. Það þótti jafnvel stór undur, ef einhver kunni það. Nú er þetta, sem betur fer, aftur að breytast. Mönnum hefir skilist, hve

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.