Kyndill - 01.03.1934, Blaðsíða 8
Kyndill
Ríkisauðvald
ríkisrekstur
af þjóðartekjunum. Starfsorkan er vara, sem er verð-
lögð eftir markaðsgengi og verkamaðurinn er launþegi.
Reynsla þeirra 15 ára, sem liðin eru síðan sovétstjórnin
vann sinn pólitízka sigur í Rússlandi og trygði sér
völdin, hefir sýnt okkur hvernig hagsmunabarátta stétt-
anna heldur áfram, þó að undirstéttin hafi pólitísk yfir-
tök, og enn fremur hvernig átökin milli nýja og gamla
skipulagsins hafa birzt í millibilsástandinu — skipulagi
.ríkisauðvaldsins.
Eftir nokkurra ára „stríðskommúnisma", sem ennpá
er rekinn af flestum deildum III. Internationale utan
Rússiands, par á meðal hér á landi, hurfu rússnesku
leiðtogarnir (árið 1921) að hinni svokölluðu NEP-stefnu,
p. e. nýrri stefnu á fjármálasviðinu, sem gaf einkaauð-
valdinu meira olnbogarúm en verið hafði.
Síðar var gerð tilraun að nálgast socialismann aftur
meir en áður með 5 ára áætluninni.
Síðustu árin hefir alt gengið í bylgjum. Ríkiseign á
jörð er orðin veruleiki og samyrkjan breiðist ört út,
en frelsi bóndans til verzlunar hefir fengið nýja viður-
kenningu.
Hvað verkamennina snertir, hefir próun síðustu ára
rökstutt pá kenningu Karls Marx, að starfsorkan væri
vara — markaðsvara. Sovétstjórnin undir handleiðslu
Stalins hefir umskipulagt launakerfið pannig, að launa-
mismunur verkamannahópanna hefir aukist einmitt með
hliðsjón af markaðshorfum og sölumöguleikum. Við
petta bætist svo, að áhrif verkamannanna á framleiðsl-
una á hverjum vinnustað hefir farið pverrandi í Rúss-
<6