Kyndill - 01.03.1934, Blaðsíða 12

Kyndill - 01.03.1934, Blaðsíða 12
Kyndill Ríkisauðvald ríkisrekstur í Danmörku t. d. óska jafnaðarmenn |>ess og berjast fyrir því í samræmi við sína stefnu og hugsjón, að Landmansbankinn sé raunverulegur ríkisbanki, pó að þetta sé enginn socialismi undir núverandi skipulagi, heldur ríkisrekstur eða rikisvald, en einka-auðvaldið óskar hins gagnstæða, sem sé að ríkið selji hlutabréf •bankans, svo hann verði einkabanki. Frá sjónarmiði jafnaðarmanna er hin nýja skipun um eftirlit og stjórn gjaldeyrisins í Danmörku mikilsvarð- andi nýsköpun eða umbót, sem danska einka-auðvaldið dæmir og hefir volduga baráttu gegn, þó að flokkar peir, sem eru auðvaldsflokkar, gætu vel gengið með til •að koma slíku á, af því aðstæðurnar kröfðust pess, pá óska þeir að stofnun þessi sé upphafin eða a. m. k. gerð þýðingarlaus. 1 samræmi við þetta sjáum við að fascist- ar i Italíu geta vel gert ýmsar neyðarráðstafanir, t. d. stutt og styrkt banka, sem standa nærri glötunarbarm- inum, en þeir stofna hvorki né styrkja fleiri ríkisfyrir- tæki en nauðsyn krefur. Sá er mismunur fascista- og sovét-stjórnar, þó að báðar vilji styrkja hið pólitíska ríkisvald til hins ýtrasta, að hlutverk og fyrirætlan fascismans er einmitt að vernda og viðhalda arðránsmöguleikum einka-auðvalds- ins með kúgun verkalýðsins. Okkur er því óhætt að slá því föstu, að ríkisrekstur, stofnun rikisauðvalds, eða tilraunir í þá átt, eru ekki gerðar samkvæmt óskum auðvaldsins eða yfirstéttar- innar, heldur vegna ytri aðstæðna, knýjandi nauðsynjar að halda atvinnulífi og verzlunj í gangi. 10

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.