Kyndill - 01.03.1934, Blaðsíða 13
Ríkisauðvald
ríkisrekstur
Kyndill
í fyrrnefndri bók (Klofningur auðvaldsins) skýrir
Otto Leichter þýðingu og tilveru ríkisauðvaldsins á
þennan hátt;
Þegar ríkið leggur hlutafé í banka, veitir honum
ríkisábyrgð og annan fjárhagslegan stuðning, vegna
þess að bankinn er ekki lengur starfshæfur vegna álits-
hnekkis og fjárhagslegs taps einka-auðvaldsins (sbr.
tslandsbanka sáluga). Þegar ríkið stýrir fjárhagslegum
samböndum og viðskiftum við önnur ríki, annaðhvort
með einkasölum eða öðrum víðtækum ráðstöfunum,
er grípa inn í alþjóðaverzlunina, vegna þess að gamla
skipulagið, venjuleg undirstaða auðvalds-verzlunarhátt-
anna hefir brugðist, reynst ónothæft. (Verzlunarsamn-
ingar með „beztu-kjara“-ákvæðum o. þ. h.) — Þegar
ríkið verður að grípa inn í og gera ráðstafanir um
vöruverð, — án þess þó að koma á raunverulegri
skipulagningu um skiftingu lífsgæðanna, — að eins
vegna þess, að einokunarhringir auðvaldsins upphefja
reglur eða lögmál einka-auðvaldsins um verðmyndun.
— Þegar ríkið verður að hlaupa undir bagga : meö
einkafyrirtækjum, vegna þess að rekstursstöðvun er
ómöguleg nema með gífurlegu verðmætis- og fjár-tjóni.
— Þegar alls konar fyrirtæki og stofnanir komast ’,á
þennan hátt undir opinbert eftirlit og stjórn og þeim
fer ávalt fjölgandi, og jafnframt eru fjárhagslega þýð-
ingarmikil atriði, og áhrif á stjórn fjármálanna dregin
meir og meir úr höndum einstakra auðmanna undir
stjórnarhatt ríkisins. — Þegar fjárhagslegir örðugleikar
11