Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1920, Side 13

Skírnir - 01.01.1920, Side 13
Skírnir] Jóhann Sigurjónsson. 7 Hér eru aftur sömu andstæður á ferðinni og í síðasta þætti Fjalla-Eyvindar. Ast Steinunnar er henni alt og námshugur Lofts vekur afbrýðisemi hennar, — hún hatar bækurnar hans, vildi helzt geta brent þeim. »Þú heimtar, að eg hugsi sí og æ um þig og framtíðina, allar stundir dagsins«, segir Loftur við hana. »Eg verð þess var, þó þú ekki nema lítir inn í stofuna. Það er næstum því orðið eins og ákæra, nú upp á síðkastið. Eg get naum- ast risið undir því lengur. Hugsanir mínar verða að vera frjálsar«. Aftur er hér sá munur, að Loftur hefir aldrei elskað Steinunni, aðeins girnst líkama hennar. »Ekki var það endurminningin um sál þína, sem hélt mér andvaka á nóttunum«, segir hann. Loftur er ungur og metnaðarríkur, hann brennur af lærdómsþorsta. Kvöld eitt kemur hann að Steinunni þar sem hún stendur nakin úti i ánni fyrir neðan Hóla, og eys yfir sig vatninu. »Eg hefi aldrei séð neitt, sem hefir haft jafn-djúp áhrif á mig«, segir hann. »Eg skalf af hræðslu«. í holdlegum bruna nær hann tökum á henni °g ginnir hana til ásta við sig. »Þú hefir kent mér að öjóta gleði syndarinnar«, segir Steinunn við hann. »Hræðsl- an var eins og þoka í kringum mig — hún stækkaði þig °g hamingju mína. Astaratlot þín voru herskarar gegn samvizku minni. Þegar eg hugsaði til móður minnar, roðnaði eg af blygðun og í sömu andránni gat eg grátið af hamingju*. Þetta er forsaga leiksins. Þegar hann hefst, er Loft- Ur orðinn þreyttur á Steinunni og þegar í fyrsta samtali þeirra sést, hve sorgarefni leiksins er átakanlegt. Steinunn er þunglynd og stórlynd, fátæk og ein síns liðs. Hún hefir gefist Lofti og nú heldur hún dauðahaldi í hann. Hún er eÍQ af þeim konum, sem elska aðeins einu sinni og sem með ást sinni hreppa gæfuna eða glata henni. En um loið og ást Steinunnar vaknaði, varð Lofti byrði að henni, þyngri og þyngri með degi hverjum. Astríða hans kólnar, hann fjarlægist hana, sekkur sér niður í bækurnar, flýr ht í einveru námsins. Hann gerist harður við Steinunni ■°S er albúinn þess að hrekja hana frá sér, — þá er dyr-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.