Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1920, Side 17

Skírnir - 01.01.1920, Side 17
Skírnir] Jóhann Sigurjónsson. 11 nokkrum viðburðum með skáldlegri hugkvæmni, gert sum- ar persónurnar skýrari og fyllri (t. d. Mörð), stórspilt öðr- 'Uin (Skarphéðinn leikritsins, leiðitamur, treggáfaður fauti, er hvorki að tungutaki né skapferli neitt í ætt við Skarp- héðin sögunnar). En sem heild er Jeikritið Njála í öðru formi og ekki sjálfstæð sköpun Jóhanns Sigurjónssonar. Framan við dönsku útgáfu leiksins stendur: »Hand- lingen er bygget over et Motiv fra Njals Saga«. Þó að staðið hefði: »Handlingen taget fra Njals Saga« hefði bað samt naumast verið rétt skýring á sambandi leiksins og sögunnar. Skáldið hefir sótt svo að segja alskapaðar dramatiskar sennur í Njálu (Heimsókn Flosa til Hildigunn- ar eftir víg Höskuldar, brennuna á Bergþórshvoli) og sumt, það sem fegurst er í orðskiftum leiksins, skrifað upp úr sögunni (Vel má ek gera þat til skaps föður míns at brenna inni með honum. — Ek var ung gefin Njáli °- s. frv.). Það verður að gera glögga grein á leikriti eins og Þessu, og svo sögulegum leikritum eins og t. d. Sigurðí Slembi Björnson’s. Það er ekki snillingurinn heldur sagna- ritarinn Snorri, sem hefir skráð þessa fátæklegu, slitróttu frásögu af Sigurði slembidjákna í Heimskringlu. Stór- skáldið hefir hér blásið lifsanda í dauðar sagnir og skap- aö meistaraverk sitt svo að segja af engu. Allir vita hverjir hafa samið Oliwer Twist og The Picture of Dorian Grey, engir þekkja þá, sem hafa gert sJónleiki úr þessum frægu sögum. Venjulega er slíkt gert af einhverjum, sem standa leikhúsunum nærri, sem hafa smekk og lag á að koma cllu vel fyrir á leiksviði. En það er víst fádæmi, að þeir, sem geta skapað af sjálfum ser finni fullnægingu í því, að sníða verkum annara skálda nýtt form. Að mínum dómi hefir Jóhann Sigurjónsson oft verið nfmetinn, bæði á íslandi og í Danmörku. Merkir ritdóm- arar hafa jafnað verkum hans til leikrita Björnson’s og

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.