Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1920, Side 22

Skírnir - 01.01.1920, Side 22
16 Dr. Panl Carus. [Skirnir Þegar Carus sendi mér sína merkilegu bók The Soul of Man, og eg fann hvergi sálina í henni, fór mér likt og sagt er um Napoleon, er hann spurði Laplace, hvar guð væri á stjörnukortinu, og spurði Carus hvort engin sál væri þá til. Hann svaraðí: Ekki svo vísindalega verði séð eða sannað. Vér vísindamenn þekkjum ekki annað en lífskerfin og þeirra afkomu, en engan substans. Guðshugsjón mín er líka vísindaleg, hún er synthesis, ein- ing og inntak hins gjörvalla..... I öðru bréfi segir hann: »Þér eruð á miuum gömlu vegamótum og trúið mjög á hið dulræna; það er gott fyrir sig, en vér þekkjum ekkert þess konar vísinda- 1 e g a og annað megum vér ekki kenna, fyrir oss sýnist alt vera relativt eða hvað öðru háð á einhvern hátt . . • Eg sendi yður nú samt þýðing mína af v.Silesiusi« (hinum þýzka mystiker). — — fíér sem víðar bólar á því, sem dr. Carusi var stundum borið á brýn, að hann hefði aðra trú sem prívatmaður og aðra sem vísindamaður; var þá og materialisminn í almætti sínu. Hver veit nema hann, eins og svo margir aðrir, hafi vilst og borist lengra en þeir vildu eða vissu sakir hins mikla vísindahroka Þjóð- verja á öldinni, sem leið.---Carus trúði þó fast á telos (tilgang eða markmið), en ekki man eg til að hafa séð þá kenningu hjá Haeckel (í veraldargátu hans). Ekki heldur frjálsræði (libera voluntas), sem Carus gcrh’ glögga greiu fyrir, þar sem hann bendir á hvatir og upp- eldi, sem breyti mönnum og framkomu þeirra svo gjör- samlega. Carus virtist hvergi vera blindur fylgismaður nokk- urra heimspekinga; samtíðamenn sína mat hann oft ekki mikils, og sízt hinn marglofaða Herbert Spencer, sem hann segir að hvorki hafi lesið né skilið Kritik Kants né Pro- legomena. Vin sinn William James þótti honum væut um, en þó vildi hann ekki fallast á hans pragmatismus og því síður hans pluralismus. Hann fylgdi fast fram Kants heimspeki í sumum greinum,en setti vissan formalismus móti Kants idealisma eða númenalisma. Form og eiginleik

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.