Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1920, Page 28

Skírnir - 01.01.1920, Page 28
22 Hvenær er Jón Arason fæddur? [Skírnir einkum, er engar aðrar sagnir eru fyrir hendi, en stutt- orðir annálar, er Jóns biskups fyrst getið 15021), og er hann þá nefndur prestur, og talinn f yrstur dómenda af 10 prestum. (Dr. P. li E. Olasyni virðist hafa skotist yfir þetta bréf). Sá Jón prestur Arason, sem þar er taiinn fyrstur presta í dómi, sem Gottskálk Hólabiskup útnefndi, getur ekki verið neinn annar en Jón biskup, því enginn honum samnefudur prestur þekkist um þær mundir í Hóla- biskupsdæmi, eða yfir höfuð á Islandi. Þessi prestur er líka í registrinu hiklaust talinn Jón Hólabiskup, dáinn 1550. Jeg hefi spurt útgefanda Fornbréfasafnsins, dr. Jón þjóðskjalavörð Þorkelsson, hvort ártal þessa bréfs væri nokkuð vafasamt, eða hvort nokkuð væri toi tryggilegt við það að öðru leyti, en hanu kvað nei við því, en hréfið væri, eins og ótal mörg önnur bréf, prentað eftir fremur ungri afskrift. Sé þetta því Jón biskup Arason, sem hafa verður fyrir satt, þá er auðsætt, að hann er vígður fyr en 1507, eins og alment er talið, og að framan er sagt. Það er líka auðsætt, að hann hefir hlotið að vera eldri en 18 ára 1502 eins og hann ætti að vera, sé hann fæddur 1484 því i kaþólskum sið má eigi vigja menn til prests yngri en 24 ára2 * * * * *), og svo var ríkt á kveðið um þetta, að ef svo skyldi vilja til, að einhver hefði fengið prestsvígslu fyr, skyldi hann missa af embættinu.8) Þó er ekki óhugs- andi, að út af þessari reglu hafi verið brugðið einstaka sinnum í klerkafæð, eins og gert var hér fyrst eftir siðaskiftin, þegar vígja varð 18—20 ára unglinga til prests. En um aldamótin 1500 er ekki getið sérstaklega um neina klerkaneyð, þó síðari pestin væri þá reyndar nýlega afstaðin, enda er ') Fornbréfasafn VII, nr. 575, bls. 600—01. 2) Canon 975. Subdiaconatus ne conferatur ante annum vicesimum primum completum; diaconatus ante vicesimum secundum completum; presbyteratus ante vicesimum quartum completum. Tílvitnanirnar í canoniskan rétt hefi eg fengið bjá Meulenberg presti í Landakoti. ’) Canon 2374. Qui ante canonicam ætatem ad ordines accesserit, est ipso facto a recepto ordiue suspensus.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.