Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1920, Page 36

Skírnir - 01.01.1920, Page 36
30 Elías Lönnrot og Kalevala. [Skírnir ar og þjóðleg íinsk fræði verði undirstaða œenningar- innar. I sama anda stöifuðu lærisveinar Porthans, Kristfrið Ganander, Erik Lencquist og Jakob Tengström, síðast erkibiskup (f 1832), og seinna þeir Gustav Renvall, kenn- ari í finsku við háskólann, en síðar sóknarprestur, og Reinhold von Becker, sögukennari við háskólann. En til fulls tekur ekki að lifna yfir áhuga manna á að hefja til vegs og virðingar í landinu tungu þá, sem meiri hluti landsmanna talaði, fyr en hin mikla breyting verður á stjórn- legum högum landsins árið 1809. Það ár losnar Finn- land úr margra alda sambandi sínu við Svía og kemst í staðinn í samband við Rússa. Eðlilega hlaut þessi breyt- ing að verða mjög áhrifarík, og sérstaklega liin þjóðlega vakning við það að fá byr undir báða vængi, svo ómögu- legt sem var að Finnar gætu nokkru sinni samlagað sig Rússum á sama. hátt og Svíum áður. Nú varð það meira að segja beint lífsskilyrði fyrir Finna að taka að vinna að hreinni þjóðernis-vakningu í landi sínu, þótt það hlyti að bitna á Svíum fyrst og fremst og verða meðfram bar- átta gegn sænskri tungu og sænskri menningu þar í landi. Það var hverju orði sannara sem ágætismaðurinn Arvid- son mælti í því sambandi: »Svenskar áro vi icke mera, Ryssar kunna vi aldrig blifva, dárför máste vi vara Finnar*. Mikil áhrif á hreyfingu þá, sem hér var í þann veg að vakna, hafði koma Danans fræga, Rasmusar Kristjáns RasKs, tii Finnlands árið 1818. Þótt dvölin væri aðeins nokkrar vikur í Ábo, tókst honum að glæða eld áhugans í brjóstum ýmissa finskra lærdómsmanna, svo að hann gat ekki aftur sloknað. Fyrstu rithöfundarrir á finska tungu, sem nokkuð kveður að, urðu þeir Jákob Juteini (Judén), síðast bæjar- stjórnarritari í Wipuri (Viborg, f 1855) og Carl Axel Gott- lund (f 1875). Juteini var lærisveinn Porthans og setti sér að æfitakmarki að vinna að þróun finskra bókmenta á móðurmálinu og vann trúlega að því alla æfi. Hann

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.