Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.01.1920, Qupperneq 38

Skírnir - 01.01.1920, Qupperneq 38
 32 Elías Lönnrot og Kalevala. [Skírnir Austur-Finnlandi. í Paikkarí fæddist Elias árið 1802 og var 4. barnið í röðinni af alls sjö. Nokkurum dögum eftir fæðingu sveinsins var farið með hann til skírnar og ein af grannkonum fengin til þess að íiytja hann til prestsins. En vegurinn var langur og veðrið slæmt og sveinninn grét alla leiðina í umbúðum sinum. Varð alt þetta til þess, að konu-garmurinn, sem barnið flutti, stein- gleymdi á leiðinni þeim tveimur prýðilegu nöfnum, sem faðir þess hafði sagt, að barnið skyldi skírast. Var nú úr vöndu að ráða. Konan tjáði presti óhapp sitt að hafa gleymt nöfnunum og beiddist liðsinnis hans. Varð það loks að samkomulagi með þeim konunni og prestinum, að sveinninn skyldi kallast Elías. Segir sagan að foreldrum barnsins hafi mjög mislíkað nafngjöfin. Síðari tímar hafa aftur þózt sjá fingur forsjónarinnar í þessu atriði, fagran fyrirboða þess, að hann skyldi verða spámaður fyrir þjóð sína, sem svo fagurlega hafi komið á daginn. Á heimili Paikkarí-klæðskerans skipaði örbirgðin önd- vegi lengst af. Alger bjargarskortur var þar enda ósjald- séður gestur. Mjólkursopi og brauð, þar sem oftast var berki blandað í mjölið til drýginda, var venjulegasta viðurværið og það einatt af mjög skornum skamti. Elías litli var snemma í ýmsu ólíkur öðrum börnum, ógnarleg rola, sem ekki hraut orð af vörum tímum saman. Hið eina, sem hann virtist hafa nokkuð gaman af, voru bæk- ur, en þeirra var ekki mikill kostur á heimilinu, nema helzt guðsorðabóka. En alt, sem Elías litli las, festist honum svo í minni, að hann kunni það reiprennandi utan- bókar, enda las hann sömu bækurnar aftur og aftur. Sér- staklega valdi hann til þess þær stundirnar, sem hin börnin voru að leikum. Þá kleif hann upp í tré með einhverja bókina og geymdist þar timum saman. I tali var hinn annars svo fámálgi sveinn einkennilega skýr og greindarlegur, svo að orð hans vöktu snemma athygli manna og festust þeim í minni. Aldrei heyrðust kvört- unarorð af vörum hans, þótt oftlega kendi hann sultar. Einhverju sinni beiddi hann svangur móður sína um bita
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.