Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1920, Page 43

Skírnir - 01.01.1920, Page 43
Sklrnir] Elías Lönnrot og Kalevala. 37 bonum þá fágun í framgöngu, í háttum öllum og umgengni, sem honum hafði ekki gefist í klæðskerahreysinu í Paik- karíþorpi. Þegar svo langt var liðið á námstíma Lönnrots vi5 Ábo-háskóla, að ekki var ótekið af venjulegum háskóla- prófum annað en kandídatsprófið, gerðust þau tíðindi í Ábo, að eldur breytti borginni á skömmum tíma í ömur- tegar brunarústir (í september 1827). Háskóli varð því 6Qginn haldinn þann vetur og námsmenn og kennarar- ar tvístruðust í allar áttir undir veturinn. Lönnrot var því nauðugur einn kostur að leggja læknisfræðinámið alveg á hilluna í bili. En til þess nú að hafa einhver Qot tómstunda sinna, afréð hann að verja vetrinum til þess að kynnast finskum þjóðlegum fræðum betur en áð- Ur og til ferðalaga, er kæmi fram á vorið, í því skyni, að safna finskum hetjukvæðum og öðru því, er lyti að fornum finskum fræðuro, því að hann þóttist þess vís, að mikið hlyti enn að lifa af sliku meðal alþýðunnar, ef einhver vildi verða til að leita það uppi. Um veturinn rannsakaði hann ýtarlega alt, sem til varð náð um þessi efni, bæði af prentuðu og óprentuðu, °g við það efldist löngun hans til að leggja af stað í rannsóknarferð á eigin býti. Þegar kemur fram á vetur- inn, er hann orðinn altekinn af þessari hugsjón, er upp frá því mætti telja lifshugsjón hans öllu fremur, að ger- a®t safnandi finskra þjóðkvæða og sérhvers annars, er brugðið gæti birtu yfir líf og hugsunarhátt þjóðar hans á löngu liðnum tímum. í maí um vorið 1828 lagði Lönnrot á stað í þessa rannsóknarferð sina, hina fyrstu af ótal mörgum síðar. Fór hann fótgangandi um Tavastaland og Savolaks og var tilgangur hans sá, að komast allar götur austur til finska hluta Kyrjálalands (Kareien), þar sem hann vissi verá mesta von góðrar kvæða-uppskeru. Því að þaðan vissi hann að var runnið ýmislegt ai því bezta þess kyns, sem þegar var komið fram. Til þess að komast sem bezt inn á alþýðu manna í þessum strjálbygðu héiuðum, þar

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.