Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1920, Síða 44

Skírnir - 01.01.1920, Síða 44
38 Elías Lönnrot og Kalevala. [Skírnir sem svo sjaldan bar að garðif mentaða ferðamenn, og ávinna sér traust þeirra, klæddist Lönnrot til ferðarinnar finskum bóndabúningi og kom í öllu fram sem óbreyttur alþýðumaður. Kvaðst hann vera bóndason austan úr Kyrjálalandi, er væri á leið heim til ættingja sinna í kynnisferð. G-at þeim, er ekki þektu manninn, sízt ann- að til hugar komið en að svo væri sem hann sagði, er hinn lærði magister — en það var hann orðinn þá — barði að dyrum í bóndabúningi sínum með malpoka sinn á bakinu, byssuna við öxl, stafinn í hendi, létta gönguskó á fótum og stnttu reykjarpípuna sína i öðru munnvikinu. Honum var þá líka víðast vel tekið. Þræddi hann í þess- ari ferð sinni þær bygðir, þar sem helzt var að vænta þess, að hann rækist á kvæðamenn (runolainer). En þeirra vegna var ferðin farin: að skrifa upp eftir þeim. Varð Lönnrot allmikið ágengt í þessari fyrstu ferð sinni. En umfram alt sannfærðist hann um, að enn lifðu í minni finskrar alþýðu gnóttir hinna einkennilegustu söngva, fornra og nýrra, sem nauðsyn bæri til að færa í letur, svo að þær ekki glötuðust ókomnum tímum og kyn- slóðum. Jafnframt sannfærðist hann um, að afarmargt væri sérkennilegt í fari alþýðunnar, sem verðskuldaði, að því væri meiri gaumur gefinn, daglegum siðum hennar, lifnaðar- háttum og lífsvenjum, slíku ljósi sem með því væri brugð- ið yfir hugsana- og hugmyndalíf þessara barna eyðiskóg- anna miklu bæði í nútíð og á löngu liðnum tímum. Og þess þóttist hann og vís verða, að hér væri meira en nóg æfistarf einum manni, enda var hann nú staðráð- inn í að helga sig þvi og leggja með því sinn skerf til endurvakningar finskrar menningar. Þó komst hann ekki til Kyrjálalands í þessari fyrstu ferð sinni og þótti honum það miður. En öllum vinum þjóðlegra finskra fræða í Helsingfors fanst mikið til um, er þeir urðu þess vísari, hve mikið honum hafði ágengt orðið í ferðinni, þótt ékki hefði hann komist svo langt sem áformað var. Bjó hann nú til prentunar kvæði þau, sem honum höfðu safnast í þessari fyrstu ferð hans, og gaf þau út í nokkrum heftum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.