Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1920, Page 45

Skírnir - 01.01.1920, Page 45
'Skírnir] Elías Lönnrot eg Kalevala. 39 — á eigin kostnað. Því að ekki leizt bókaútgefendum fyrirtækið svo arðvænlegt, að þeir vildu leggja fé sitt i það. Nefndi hann safnið einu nafni Kantele — en svo nefnist finski alþýðu-strengleikurinn, sem leikið var á þeg- ar kvæði voru flutt. — í safni þessu voru jöfnum hönd- um prentuð eldri kvæði og yngri, því að tilgangurinn með átgáfunni var aðallega sá, að styðja með því að útbreiðslu flnskrar tungu og færa mönnum heim sanninn um, hvað áin fátæka finska alþýða ætti í fórum sínum andlegra fjársjóða. En jafnframt því sem Lönnrot vann að útgáfu :þessara kvæðahefta, bjó hann sig nú kappsamlega undir ljúka við háskólanám sitt, til þesa að geta óskiftur gef- ið sig við þessu hugðarefni sínu þangað til lífvænleg staða byðist sér. Vorið 1830 lauk hann kandidatsprófi í læknisfræði, en tveim árum seinna einnig »medicine-licentiatexamen« til þess að geta lokið doktor-prófi í læknisfræði. Það gerði úann þá lika skömmu síðar. Doktorsritgerðin var »Um töfralyf Finna«, og sýnir hún hvernig hann leitast við að sameina þjóðleg og vísindaleg áhugaefni sín. Erfitt reyndist að vekja almennings-áhuga á þessum Þjóðlegu fræðum, sem Lönnrot hafði nú gefið hjarta sitt. Kemst hann svo að orði í formála 4. heftisins af »Kantele«: »Mörgum kynni nú að þykja ég breyta óhyggilega og iáta mér oflítið um eigin hagsmuni hugað, er eg eyði t{ma mínum og mjög litlum efnum, til þess að grafa upp Þessa fornu kviðlinga og koma þeim á prent, enda hefi eg hlotið fyrir það snuprur ýmissa góðra manna. Má vel vera að eg eigi ekki betra skilið. Eg hefi þá lika stundum látið mér detta í hug, að hverfa alveg frá þessu starfi, eem einvörðungu býr mér fyrírhöfn og kostnað. því er nú einu sinni svo farið, að manni reynist erfitt að hverfa frá því, sem er í eðli hans ríkast, þvi að »naturam expellas furca, tamen usque recurret1)*. En þótt almennings-áhuginn væri lítill á þessum efnum, stóð Lönnrot ekki einn uppi með áhugamál sitt. Ýmsir af vin- ‘) »£>ótt náttúran sé lamin meb lurk leitar liún heim nm eiöir“.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.