Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1920, Side 46

Skírnir - 01.01.1920, Side 46
40 Elías Lönnrot og Kalevala. [Skirnir um hans í hóp lærðra manna skildu gagnsemi þessa starfs hins unga læknis fyrir menningarþróun og bókmentalíf þjóðar sinnar. Tólf slíkir menn bundu nú félagsskap með sér í þeim tilgangi fyrst og fremst að styðja að framgangi þess verks, sem hér var hafið af Lönnrot. Með þeim hætti varð til »hið finska bókmentafélag« (stofnað 16. febr. 1831), félag, sem hefir haft samskonar áhrif á menta- og menningarlíf finsku þjóðarinnar sem íslenzka systirin á alt menningarlif sinnar þjóðar. Þar fékk Lönnrot þann bakhjarl við að styðjast í starfi sínu, sem hann gat illa án verið til lengdar, — bakhjarl áhugasamra mentaraanna með næmum skilningi á nauðsyn starfsins,— sem veitti nauð- synlega tryggingu fyrir framhaldi þess og góðum árangri. Fyrsti forseti félagsins varð Melartin háskólakennari (seinna erkibiskup), lærdómsmaður hinn mesti, en Lönnrot fyrsti ritari þess. Meðal þúsunda félaga sinna geymir finska bókmentafélagið nöfn allra þeirra manna, sem fræg- astir hafa verið taldir með hinni finsku þjóð síðan er það var stofnað og fram á þennan dag; enda hefir ekkert fé- lag þarlent, átt meiri og betri þátt í þróun og vexti finskrar menningar á 19. öld en það. Og það er þá líka þetta ágæta félag, sem frá stofnunardegi sínum styður Lönnrot öllum fremur í starfi hans, styrkir hann til ferða- laga hans og sér um útgáfu rita hans. [Framh.]

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.