Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1920, Page 61

Skírnir - 01.01.1920, Page 61
Skirnir] Ritfregnir. 55 ákaflega erfitt sð vita hvenær telja má fullsannað, og ekki sízt í þessum efnum. Þeim, sem kynna sór fyrirbrigðin samvizkusamlega, og eru þó á báðum áttum um það hvort skoðun spiritista um fram- hald lífsins só fullsönnuð, eða telja aðra skoðun líklegri, á að vera það frjálst og ámælislaust. Það er ekki siður, að æðrast út af því, þó menn greini á í vísindalegum efnum. Þar sem sannanir eru ekki fullnægjandi fyrir einhvern, velur hann þá skoðunina, sem hon- um fellur bezt, og þaö á að vera nóg. Mór finst eitthvaö bogið við það, aS geta ekki siglt ótrauður lífsins sjó, jafnvel þó maður fengi »enga ábyrgð keypt í eilífðarsjóð«. Höf. skilur slíka menn auðsjáanlega ekki vel. Lesi menn t. d. það sem hann ritar um áhugaleysi Huxleys á rannsókn dularfullra fyrirbrigða, bls. 183—187. Hann kallar það »mótþróa gegn rannsókn dularfullra fyrirbrigða«. En Huxley bannar engum aS fást við þær, Hann segir: — »en Sannleikurinn er sá, að eg get ekki fengið mig til þess að láta mór ekki standa á sama um þetta mál«. Hann var hreinskilinn. Svona var hann nú gerður. Og eflaust var það skaði fyrir rannsóknirnar, að svo ágætur liðsmaður bættlst ekki í hópinn. En á að ámæla honum fyrir það? Eru allir vísindamenn skyldir aS fást við öll viðfangsefni, sem vinir þelrra telja mikilsverS, hvort sem þeir hafa áhuga á þeim eða ekki? Slikt er fjarstæða. Vísindunum er pað kollast og mannkyninu í heild sinni, að hver vinni að því, sem kann hefir mestan áhuga á. Og mór finst það ætti ekki að vera svo örðugt að átta sig á því, sem raun gefur vitni, aS upplag tnanna er mismunandi, svo að ekki verður sami áhugi á öllu heimt- aður af öllum. Eg fyrir mitt leyti efast ekki um, að Huxley »með sínum skörpu og sólbjörtu vitsmunum« hefir verið fljótur að átta s'gi þegar hann kom yfir um, og að hann hefir verið talinn hlut- gengur þar, eftir alt, sem hann hafði afrekaS hórna megio. Elns og mór finst það ósanngjarnt að heimta af mönnum, að þeir rannsaki það, sem þeir hafa engan áhuga á, eins ffnst mór það fjarri lagi, að heimta af öllum, sem eru t. d. sannfærðir um annað Ef, að þeir gerist postular og gangi í skrokk á hverjum Tómasi er þeir ná til (sbr. bls. 259). Eg veit ekki til að slíkt só heimtað í nafni vísindanna alment, eða ætti að heimta. Postular finst mór þeir einir eiga aS vera, er finna til þesB köllun, og þó heldur færrl '®n fleiri, þvf að þeir gefast misjafnlega. En óþolinmæði höf. og sumra skoðanabræðra hans, sem sumstaðar kemur fram í garð þeirra, sem eru hálfvolgir gagnvart spiritlsmanum, eða á ann- an skoðun, mun koma af þvf, að spiritisminn er ekki óblandin vís-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.