Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1920, Side 85

Skírnir - 01.01.1920, Side 85
ísland 1919. 79 Skírnir] stjórnarrayndun tókat ekki og situr því gamla stjórnin. í desem- ber fóru fram nýjar kosningar, og varð þá allmikil breyting á skipun þingsætanna. Af öðru því, sem á árinu gerðist, má geta þess, að stofnað var í Reykjavík félag til að halda uppi samvinnu og samúð milli ís- lendinga austan hafs og vestan. Er annað slíkt fólag einnig stofn- að meðal Vestur-íslendinga. Veitti Alþingi fólaginu nokkurn styrk °g var síðan maður fenginn hóðan til fyrirlestrahalds í íslendinga- bygðum vestra. Þá má geta þess, að í septemberbyrjun var opnuð í Reykja- vík fyrsta almenna, íslenzka listsýningin. Voru þar sýnd 90 verk, eftir 15 hófunda, þar af 1 Vestur-íslending: 67 málverk og teikn- ingar, 22 líkneski og 1 hústeikning. Enufremur má taka það fram, að í Reykjavík var komið upp á þessu ári Radíumstofnun, og söfnuðust til þess með samskotum nm 150 þúsund kr. og fekk stofnunin um 200 milligr. af radium. A þessa ári var einnig fyrsta doktorspróf haldið við háskólann. Varði þar cand. jur. Páll E. Ólason rit um Jón Arason og hlaut doktorsnafnbót í heimBpekilegum fræðum. Sama nafnbót var um leið veitt prófessor Jóui J. Aðils í heiðurskyni. Einn atburður var og á þessu ári, sam nýlunda þótti. Var Þá fyrst flutt flugvól til Reykjavíkur, af nýstofnuðu flugfólagi. Voru nokkrar flugsýningar hafðar og flogið með farþega um ná- grenni bæjarins. A þessu ári var landsyfirrótturinn lagður niður lögum sam- k^æmt, og er stofnaður hæstiróttur f hans stað. 31. marz var hald- inn f Predensborg fyrsti alíslenzki ríkisráðsfundurinn, og voru þar bæði t’orsætisráðherra og fjármálaráðherra, og báru þeir upp fyrir konungi stjórnarfrumvörpin. Bókaútgáfa hefir aukist mikið aftur á þessu ari, en hun hafði mmkað mikið undanfarin ófriðarár. Að lokum ber að geta þess, þó slíkt se nu ekki talið með stór- ^iðburðum hjá »mentuðu fólki«, að á þessu ári varð dómsdagur, þ. e- a- 6. reykvíksku dagblöðin höfðu það eftir »mjög merkum« ame- rí8kum stjörnufræðing, að heimsendir yrði 17. des. Greip þá ótti °g angist margan mann, sem ekki þóttist hafa sinn innra mann í Þeim sparifötum, sem bæfðl slíkum hátíðisdegi. Þó urðu fá stórtíð- indi um daginn, nema að hið mesta stórviðri gekk þá yfir að minsta ko8ti Suðurland víðast. Og þegar þetta er skrifað, er það haft »eftir áreiðanlegum heimildum« að dómsdegi só frestað »um óákveðinn tíma«.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.