Sameining alþýðunnar - 01.05.1938, Side 16

Sameining alþýðunnar - 01.05.1938, Side 16
14 Sammáng alþýðunnar landinu af öðru, 05? gerir hann lohs að sínum máttuga, alþjóða degi. 1 sögunni »Móðirin« lýsir Mcixim Gorki því, er verkamenn við eira verk- sm’ðju í Rússlandi fóru í fyrsta skipti kröfugöngu 1. maí, Það var fámennur hópur hinna huguðustu, er skipaði sér undir fána dagsins. Marg;r fylgdu í humátt á eftir, flestir lokuðu sig inni, stóðu í gluggum, eg horfðu skelkaðir á. Hermenn keisarans réðust, á kröfugöng- una, tvístruðu henni og tóku foringjana fasta. Svipað er upphafið á sögu 1. maí í hverjum bæ og hverju landi. 1. maí endurspeglar sögu verklýðssamtakanna, fórnir þeirra, vöxt og sigra. Alþýðan er í fyrstu hikandi við að beita samtökum sínum feimin við að auglýsa mátt sinn. Það kostar átak hjá mörgum einstakling að stíga fyrstu spcrin út á götuna 1. maí, ganga inn í fylkinguna og verða fullveðja maður í baráttu alþýðunnar. Það kostar að ákveða sig,. slíta af sér vef fordóma og tregðu, yfirvinna barna- skapinn og hræðsluna. en um leið og sporið er stigið, er maður frjáls. Og ein- mitt þetta innra frelsi, djar-ft og fagn- andi, er einkennandi við 1. maí. Saga hans er í stórum dráttum sagan um það, hvernig alþýðan í hverju landinu af öðru vaknar til meðvitundar um sinn eigin kraft, sigrast á gömlum hleypi- dómum, finnur mátt sinn vaxa og lær- ir- að beita honum til sigurvinninga fyr- ir nýjum hugsjónum og frelsi sínu. Og loks verður 1. maí að sterkasta vopninu í höndum alþýðunnar. En við þurfum ekki endilega að skynja 1. maí sögulega, til að finna mátt hans. Við þurfum ekki annað en að ganga í fylkingu alþýðunnar einn 1. mai, einhversstaðar, vita að okkar fylking er aðeins lítið brot af þúsundum öðrum, sem skipa sér undir fána þsssa dags, um allt, land og öll lýðfrjáls lönd. Við þurfum aðerns eitt skipti að finna h;nn alþjóðlega, mátt 1. maí, og eftir það get- ur ekkert skyggt framar á örugga vissu okkar um það, að alþýðan sigri heim- inn. Eg gleymi aldrei þeim fyrsta maí, er ég iifði í Mo<skva, þegar hin sigrandi alþýða, fylk'ng eftir fylting, hundruð þúsunda, gengu eftir Rauða torginu, fram hjá leghöll Lenins, samhuga, vold- ug alþýða. Mér fannst, þessi fylking ekki ganga út- af torginu, heldur inn í. fram- tíðina, fagnandi, sigrand', og ég heyra fótatök hennar æ hraðari, og ákveðnari. Og alþýðan i Moskva fannst mér aðeins vera fremsta fylkingin og eftír hana kæmi hver af annari, öll alþýða heims- ins, í cslitinni sigurför lengra og lengra inn í framtíðina,. Ég fylltist ósegjanleg- um fögnuði, og hefi aldrei lifað jafn sælan dag. Ég skynjaði í einni svipan, að það gœti ekhert komið fy.rir, sem liindrað getur sigurgöngu alþýðunnar i ríki frelsisivs, svo sterk voru áhrif fyrsta maí, og ég er þess jafn vies allt- af síðan. Og þettia er engin opinberun eða skáldskapur, heldur m'ög einí'öld reynsla, sem er samfara því að eignast skilning á mætti hinna alþjóðlegu sam- taka verkalýðsins 1. maí. Þetta er ekki annað en lifa 1. maí, e;ns 0(g hann í raun- inni er. En er þá ekki máttur verklýðssamtak- anna að fjara út, síðustu árin, er ekki fyrsta maí stolið úr höndum verkalýðs- ins hjá einni þjóðinni eftir aðra? öneit- anlega hefir fasismanum tekizt um stund að buga samtök verkamanna i nokkrum löndum. En völd fasismans eru sundurgrafin og hol innan og það er að- eins tímaspursmál, hvenær hann hryn-

x

Sameining alþýðunnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameining alþýðunnar
https://timarit.is/publication/397

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.