Sameining alþýðunnar - 01.05.1938, Side 26

Sameining alþýðunnar - 01.05.1938, Side 26
24 Samieinincf alþýðunnm' samtaka hans liði og sýna mátt sinn. 1. maí 1938 mun verða talinn merkis- dagur í þróunarsögu verkalýðshreyfing- arinnar hér á landi, vegna þsss að sam- einingarvilji fólksina í alþýðusamtökun- um er orðinn svo sterkur, að engin öfl innan verklýðssamtakanna megna aö hindra það, að alþýðan gangi sameinuð í ósigrandi fylkingu þennan dag um göt- ur Reykjavíkur og beri fram kröfur sín- ar um aukin réttindi og aukna menningu. Aldrei hefur verið meiri þörf á því en einmitt nú, að sameinuð alþýðan sýni mátt sinn til að vernda samtök sín. At- vinnuhorfur alþýðúnnar í Reykjavík hafa sjaldan verið verri en nú. Pað er því sjálfsögð skylda hvers vinnandi manns að fylkja sér fast og einbeitt um kröfur sínar um a,ukna atvinnu, til að forða alþýðuheimilum, frá skorti og neyo. Alþýoúmenn og konur! Mæt/ð öll í kröfug'öngu verklýðsfélaganna 1. maí og gerum hana að stærstu og voldugustu kröfugöngu sem, sést hefir hér í b.e. DRAUGAFLÓTTIJMV. »NaMnn kom, ég af móðnr- skauti og nakinn mun ég aftur þangad fara. — -— E'r ekki itf mannsins á jörðinni herþjón- usta — og dagar hans sem dag- ar daglaunmnanns? Hyldjúp örvænting lýsir sér í þessum orðum. Pað er stórbóndinn Job, sem kveinar yfir því að mjssa allt, — allt nema sjálfan s'g. Auðsöfnunarvonirnar kvelja hann afturgengnar. Fagnaðarboðskapur felst í þess-um orð- um. Það er öreiginn, sem fagnar því að eiga sjálfan sig, þegar hann er nak- inn, og að deyja jafn þeim efnaða. Herþjónusta lífsins er kvöl fyrir Job, en réttur hins vinnandi öreiga, — eini möguleikinn til að njóta sín milli vöggu og grafar og láta meðbræðurna njóta þess, að maður hafi lifað. Daglaunamennskan er smánin, sem Job er þyngst og gerir hann að þræl i eigin augum. ★ Enn er sú vanmáttarkcnnd ólæknandi böl í hjarta kynslóðarinnar, sem reist hefur höfuðborg og flesta kaupstaði landsins upp úr smáþoirpum, og dregið þjóðinni meiri björg úr sjó en kynslóðir heillar aldar höfðu áður gert, — Kyn- slóð öreiga skapar nýtt Island og lærir þó að fyrirverða s,'g mieð Job fyrir nekt sína og' fyrir að breytast úr sjálfstæðum bændasonum í daglaunamenn. Þetta er blygðun, sem brennimerkir brjóstið ævilangti. Fáir vilja sýna á sér brennimark. En sá fer ekki heill til bar- áttu, sem getur ekki gengið það nakinn. ★ Hlátur og blygðun eltia hvort annað í íslenzkri lund, og hláturinn er sterk- ari, því að hann vekur kjarkinn. Islenzk þjóðtrú, sem ömrnur okkar voru íull- vissar um, táknar þetta á skemmtilegan hátt: Pað er ekki t.i.1 svoi argur draugur, að hann flýi. ekki, ef allsnakinn maður ræðsti beint framan að honum. Vinnandi stétrtir landsins berjast vio drauga um framtíð sína, — drauga, auð- valdsins, drauga sín á meðal og drauga í eigin brjósti. Alþýðan á landið, þegar þeir eru flúnir. Á þeim, vinna hvorki byssustingir né sprengjur, enda berst hún ekki með vopnum fasistanna, — hún gengur fram í. nekt sinni og berst hörðum höndum. Og þá sannast það, að óvættir himins og heljar hræðast ekk- ert: eins og hinn nakta mann. Bjórn Sigfússon.

x

Sameining alþýðunnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameining alþýðunnar
https://timarit.is/publication/397

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.