Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1896, Blaðsíða 28
—22—
Ágrip af landnámssögii
Vestur-Islendinga.
Landnám Islenthngii hjer í landi er nii orðið 23 gam
alt. I>að byrjaði með því, að fáeinir menn flutlu frá Is-
landi vestur um haf til Bamlarikjannu sumarið 1870 og
tóku sjer bólfestu á smácy þeirri, er Washington Islaml
nefnist, í Michigan-vatni, út frá norðausturhorni Wis-
consin-ríkis. Og helzt þar enn dálítil Islendingabyggð.
Nokkur fyrstu árin eptir að vesturfarir íslemlinga hófust
var bærínn Milvvaukee, Wis., nokkurskonar aðalstöð Is-
lendinga í Bandaríkjum, og árið 1874 hjeldu J»eir þar.
að dæml landa sinna heima, hátíð til minningar itm Jnis-
und ára byggð Islands, fyrstu íslenzku þjóðhátíðina sem
haldin hefur verið í Ameríku. Sama ár voru þrjár til-
raunir gerðar til að stofna nýlendur fyrir jslendinga.
Sumum leizt bezt á Alaska, öðrum u Shavvano County
í Wisconsin og enn öðrum á Nebraska. Til Alas’ka fóiu
3 menn með aðstoð Bandaríkjastjórnar til landskoðunar,
en meira varð ekki af peirri nvlendustofnan. Til Sha
wano County fluttist þar á móti dálítill hópur, en sú
byggð hjelzt ekki við nema stuttan tíma. Af íslenzku
landnámi í Nebraska varð og því nær ekkert. Fáir
Islendingar aðrir en þeir, er urphaflega fóru þangað til
að slcoða lamlið, settust þar að. f>að var í Lancasler
County og )>ar í grenndinni, og |>ar eiga fáeinir Islend-
ingar >nn heima. l'.n þegar áður en )>essar tilraunir
voru gerðar til að mynda íslenzkar nýlendur í Bandaríkj-
um höfðu menn i stórhópum tekið að flytja sig frá Islandi
til C.’anada. k'yrst komu nálægt 70 m.inns árið 1S73,