Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Blaðsíða 40
18
ar hjartað er svo hreint og létt, að það hefur
enga aðra löngun en þá að hugsa.
Sjörinn kyssir og kjassar ströndina blíðlega,
og hljóðið í öldunum er svo sorgblítt og seið-
andi, rétt eins og þær séu að grátbiðja okkur
um að lofa sér að verma sig viö bálið okkar.
Endur og sinnum tekur út yfir hið jafna og stöð-
uga samræmi þeirra söngur gáskafullrar og
glettinnar öldu, sem er hugaðri en allar hinar
og læðist fast upp að okkur. Ragim líkir öldun-
um við yngismeyjar, og grunar þær um að þær
langi til að faðma okkur og kyssa.
Hann liggur flatur á sandinum, snýr fram
að sjönum og einblínir áhyggjufullur út á hið
dimma, hyldjúpa haf, og stingur olbogunum í
sandinn og skorðar höfuðið á milli löfanna.
Loðna sauðskinnsliúfan lians er aftur á hnakka,
og það blæs blíðum andvara af hafinn, er leikur
um háa, hrukkötta ennið á honum.
Hann hugsar og ályktar, og fæst ekkert um
livort ég hlýði á hann eða ekki, og gefur mér
alls engan gaum, rétt eins og hann sé að tala við
sjöinn.
,,Sá, sem guði er trúr, kemur í paradis. En
hvað á svo að gera sér í liugarlund um hinn,
sem eigi þjónar guði og spámanninum ? Ef til
vill er hann í þessu brimlöðri, eða ef til vill f
þessum hrævarelds-neistum, er sindra um sjöinn
—hver getur sagt
Hinn dimmi, útþandi himinn birtist; geisla-
örvarnar bruna þvert yfir loftið frá tunglinu og
guilfalda skýhnoðrana, grafkyrra og grysjötta.
Xú er það loksins svifið upp jTfir gnýpur og
tinda fjallanna. I fyllingu, og eins og það sé