Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Blaðsíða 98
76
heldur fimm; og þó ég hefði átt þau, þá hefði ég
látið þau fyrir mat, því ég er enn hungraðri en
ég er þreyttur, Hin stórkostlega starfsemi í
kring um mig vekur vonina um að fá eitthvað
að gera. Ég veit, að það er Jackson Park, sem
er hér rétt hjá, og þar eru þúsundir manna að
verki við sýningar-byggingarnar. Þar æ.tti að
vera hægt að fá vinnu. Ég sé hlið eitt opið, og
treð mér þar inn í fákænsku minni. Þá kemur
gæslumaður hliðsins að mér og spyr kui-teislega:
„Láttu mig sjá ,.ticket“-ið þitt“.
,,Ég hef ekkert ,,ticket“—svaraði ég.
Hann reiðist öðar, gengur að mér með hót-
andi látbragði og grimd í röddinni og segir:
„Snáfaðu þá hurtu, óhræsis flækingurinn
þinn, eða ég kasta þér út“.
Ég stend á rétti mínum, sem borgari, og tjái
honum; að ég sé að leita að vinnu, og voni að fá
hana hjá emhverjum verkstjóranum.
„Þetta er ekki tíminn til að sjá verkstjór-
ana; þeir eru allir að vinna. Ef við leyföum
körlum eins og þér inn hér, þá yrði komin á
okkur óværð af flækingunum eftir einn klukku-
tíma. Kondu kl. 7 í fyrra málið, ef þú vilt, og
reyndu, en ég segi þér fyrirfram, að það er ekki
til neins fyrir þig að svo stöddu“.
Það var komin snjóslydda, sem, ásamt sótinu
í loftinu, loðir fast við mann. Yfirhöfnin mín
slitna var orðin helmingi þyngri en lmn átti að
sér, og strætisforin hullar slepjuleg upp úr lek-
andi stígvélunum við hvert fótatak. I tvo
klukkutíma eða meir geng ég frá manni tii
manns, á! milli margra nýrra bygginga, og hið
um atvinnu. Þeir seara allir hér um bil á sömu