Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1915, Side 48
44
ólafur s. thorgeirsson:
aS framan, dóttir Jóns Hálfdánarsonar bónda á KlasbarSa í
Út-Landeyjuunm í Rangárvallasýslu.— ÞórSur nam hér land
og bjó hér gó'Su búi í nálægt 40 ár. Hann var greindar-
maöur og skáldmæltur í betra lagi, einnig góður smiöur og
yfirleitt í áliti og afhaldi á meSan hann liföi. — Hjón þessi
eru nú bæði dáin fyrir nokkrum árum.
Þetta sania ár mun Guðmundur gullsmiður Guðmunds-
son hafa komiö til Utali. Settist hann a'ö í bæ þeim, sem
Lehi heitir ('framb. LíhæJ og bjó hann þar á meöan hann
Iiföi. Hann átti danska konu, og viS henni þrjá sonu, sem
lítiS og helzt ekkert hafa haft samneyti viS íslendinga.
ÁriS 1857 kom út hingaS Loftur Jónsson; var Jón faSir
hans Árnason, ættaSur úr Landeyjunum. Loftur tók hér
land og var talinn í beztu bænda röS meSan hann lifði.
Hann átti fyrir fyrri konu GuSrúnu Halldórsdóttur, ekkju
eftir Jón Oddsson bónda í ÞórlaugargerSi í Vestmanneyjum,
sem druknaSi þar viS eyjarnar í kringum 1834. GuSrún var
ættuS af Skeiöunum. — SíSari kona Lofts heitir Halldóra,
dóttir Árna bónda aö Undirhrauni í MeSallandi, Arngríms-
sonar á Hraunbæ í Álftaveri, Árnasonar hreppstjóra í Botn-
um í Meðallandi. — Loftur var hinn mesti heiSursmaSur í
hvívetna, og bezti smiSur bæSi á tré og járn. Hann dó af
slysi hér í Spanish Fork 1874.
Sama áriö kom hingaS Jón Jónsson, Oddssonar frá Þor-
laugargerSi í Vestmannaeyjum. Var hann stjúpsonur Lofts
og því í för meS honum. Jón nam hér land og hefir búiS
hér síðan og farnast fremur vel. Hans kona, Anna GuS-
laugsdóttir frá KetilsstöSum í Mýrdal, Eyjólfssonar í Mör-
tungu, Þórarinssonar á Seljalandi, austur á Síöu. — Jón og
Anna lifa enn, hann 77, en hún 73 ára aS aldri.
Enn fremur var og í för meS Lofti Magnús Bjarnason;
fæddur 3. Ágúst 1813, en dáinn 1904, 89 ára aS aldri. Var
hann sonur prestsmága-Bjarna, sem svo var kallaður, fyrir
þá sök, aö liann átti börn meS tveim prestadætrum á sínum
yngri árum og áSur hann giftist móSur Magnúsar, sem, eftir
því er næst verSur komist af æfisögu hans, var hvorug
prestsdóttirin. -— Kona Magnúsar hét ÞuríSur, dóttir Magn-
úsar bónda á Brekku í Landeyjunum. Iíún lézt I. Febrúar