Afturelding - 01.09.1940, Page 2
AFTUBELDING
AFTURELDING
kemur út annan nvorn mánuð og verður 70—80
síður á ári. -— Argangurinn kostar 1,50 og greiðist
14. maí. Borga má með ónotuðum irímerkjUm. —
Verð í Vesturheimi 50 cents og á Norðurlöndum 1,50.
— 1 lausasöiu kostar blaðið 25 aura h,vert eintak.
Otgefandi Flladelfíuforlagið.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Eric Ericson.
Ritstjórn og afgreiðsla: Hverfisgötu 44, Reykjavík.
Slmi 524 2. — Prentsmiðja Jóns Helgasonar.
að uppruni þeirra og þýðing var óviss. Elzta heiti
á annari bók Esdras var Opinberun Esras eða
Spádómar Esras. En þekktari er hún með heit-
inu Fjórða bók Esras.
1 núverandi mynd sinni samanstendur bókin af
englaopinberunum, fjölda af sýnum, sem boða oss
leyndardóma siða beimsins og lokasigur réttlæt-
isins. Esdras lýsir hinu fjórða dýri sem erni, er
hefjist úr hafinu. Bann hafði tólf fjaðravængi og
þrjú höfuð. Að þessi arnarsýn er framhald af fjórða
dýri Daníels verður greinilegt af 11, 39: :>Ert það
ekki þú, sem ert eftir af hinum fjórum' dýrum,
sem fengu völd í veröld minni, svo tímum þeirra
skyldi lokið vegna þeirra«, Af þessu sjáum við,
að sýn þessi fjallar um hinztu daga: fjórða dýrs-
ins, og að ævi þess er á enda innan skamms um
þessar mundir. örninn hafði tólf vængi og þrjú
höfuð.
Hér sjáum við Evrópu, eins og hún leit út við
lok heimsstyrjaldarinnar. Vængirnir tólf tákna hin
minni ríki í Evrópu: Rúmeníu, Búlgaríu, Serbíu,
Danmörku, Holland, Belgíu, Frakkland, Spán,
Portúgal, Grikkland, Austurríki, Sviss. Höfuðin
þrjú eru: Rússland, Þýzkaland, og Italía. Enda
þótt Tyrkland lægi að nokkru leyti í Evrópu um
þessar mundir, tilheyrir það Asíu, og um enda-
lok þess er rætt í sambandi við »þurrkun Eufrats«.
Þessi þrjú höfuð samsvara efalaust hinum þrem
illu öndum, sem Opinberunarbókin talar um, og
sem eiga að fara og safna löndum og þjóðum til
baráttu á hinum mikla degi hins almáttuga Guðs.
»Og örninn talaði til fjaðra sinna og sagði: Vakið
ekki aliar í einu. Sérhverri ber að sofa é sínum
stað og vaka, þegar skyldan krefur. — Og rödd-
in kom ekki úr höfðunum, heldur frá miðju líkam-
ans«. Þessi orð lýsa útliti Evrópu við lok heims-
50
styrjaldarinnar, sem átti að vera endalok allra
s.tyrjalda. Allir héldu, að friður og velmegun myndi
ríkja í heiminum um langan tíma, og þess vegna
væri óþarft að vera vakandi eða vökull. Nú sofn-
uðu. þjóðirnar hver á sínum s.tað í öryggi, er reynd-
ist tál. Veitið því athygli, að þessi öryggistilfinn-
ing var ekki komin frá höfðunum þrem, sem nutu
hvíldar, og höfðu ekki enn hlotið sinn ætlunartíma,
heldur frá þjóðunum sjálfum eða líkama arnarins.
»Og ég sá, að úr þessum fjöðrum uxu hliðar-
fjaðrir. Þær urðu litlar og óálitlegar. Ég taldi
þessar hliðarfjaðrir, og sjá, þær voru átta talsins.
Strax eftir Versaillesfriðinn breyttist landabréf
Evrópu og hliðarfjaðrirnar komu í ljós. — Þær
voru: Pólland, Ungverjaland, Júgóslavía, Tékkóslc-
vakía, Albanía, Lettland, Latvía og Elstland.
Síðan lesum við, að þessar átta, f jaðrir eða smá-
ríki muni hverfa smám saman eitt eftir annað,
unz ekkert sé eftir að lokum, og að af vængj-
unum tólf muni sex hverfa. Alveg nýlega höfum
við séð einræðisríkin leggja undir sig Tékkósló-
vakíu og Albaníu. Sjálfsagt munum við lifa það
að sjá liin sex innlimuð á sama hátt. (Greinin er
skrifuð áður en Póllandsstyrjöldin brauzt út). Nú
höfum við séð, að Eistland, Latvia og Lettland,
Frakkland, Belgía, Holland og Danmörk hafa ver-
ið hertekin.
1 þessum sama kajntula hjá Esdras er einnig
talað um, að tvær litlar fjaðrir muni vaxa, er
brátt muni hverfa. Þetta má með sanni heimfæra
á Memel og Danzig.
»Og ekkert var eftir á líkama arnarins nema
höfuðin þrjú og sex litlir vængir«. 11, 23. Eftir
þessu að dæma lítur út fyrir, að sex hinna tólf
vængja eða ríkja muni verða innlimuð, eftir að
einvaldarnir hafa brotið undir yfirráð sín smá-
ríkin átta eða »hliðarfjaðrirnar«. Af þeim eru
Austurríki og Pólland þegar horfin úr tölu sjáif-
stæðra ríkja. Landabréf Evrópu mun þannig sýna
höfuðin þrjú, eða Þýzkaland, Italíu og Rússland,
ásamt sex ríkjum öðrum.. Það er engum vafa und-
irorpið, að þær sex þjóðir, sem eftir verða eru:
Iíolland, Belgía, Danmork og Frakkland. Noregur
og Svíþjóð tilheyra Evrópu að sönnu. en þau til-
heyrðu aldrei Rómaveldi.
»Og eftir þetta horfði ég, og sjá, höfuðið, sem
var í miðið, hvarf skyndilega og sást ekki fram-
ar, á sama hátt og vængirnir. En hin höfuðin tvö
voru eftir, og höfuoið hægra, megin gleypti í sig
höfuðið, sem var vinstra megin«. I eftirfarandi