Afturelding - 01.09.1940, Blaðsíða 8

Afturelding - 01.09.1940, Blaðsíða 8
A F T U R E Ix 1) I N G. starfinu út um sveitirnar, einkum akurvinnunni. Á einum stað sá ég, sagði sr. Pethrus, marga skóla- bekki vera að setja niður jarðepli undir umsjón kennara og kennslukvenna. Það var ánægjulegt að sjá áhuga æskunnar á þessu starfi. Eistland. Kirkja seld á uppljoði á 605 kr. og gerö að rúss- neskri sögunarmyllu. Frá fréttaritara Stokkhólms-tíðinda. Tallinn 8. júní. Á eyjunni ösel haía Rússar koimið upp hernaðar- stöð, og þar var kirkja seld á uppboði í gær. Nokk- ur hluti safnaðarmeðlimanna voru Þjóðverjar og hafa nú fluzt til Þýzkalands, en aðrir hafa. flúið land. Af því að söfnuðurinn var í skuldum, þá var kirkjan seld á uppboiðsþingi. Sannvirði kirkjunnar var kr. 5000,00. Allir þeir, sem bjuggu í grennd- inni komu þangað til að vera við uppboðið og sjö voru þeir, sem kepptu um boðið. Loks var boðið kr. 605,00. Og nú á að breyta kirkjunni í sögunar- myllu, er á að saga fyrir Rússa, því að þeir eru nú að byggja hermannaskála á eynni o. s. frv. — Innanstokksmunir kirkjunnar voru seldir sér í lagi fyrir mjög lítið verð. Stokkhólm, Svíþjóð. Grundvöllurinn lagður að hvítasunnukirkjunni nr.2 Kl. 18—20 á þriðjudaginn var grundvöllurinn lagður að hinni annari Hvítasunnukirkju í Stokk- hólmi í horninu á Gotlandsgötu og Gautagötu. Hún rúmar 1300 manns. 1 sömu byggingunni eru líka íbúðarhús, sex íbúðir. Við grundvöllunina múraði sr. Alfred Gustaf- son, prédikari Södermalms frísafnaðar, sem byggði kirkjuna, skjalaskrín unlir hornið. Á þau skjöl var ritað meðal annars hagskýrsla safnaðarins, tíu árs- skýrslur, yfir þau fyrstu tíu árin, sem sofnuður- inn starfaði, útdráttur úr gjörðabók yfir ályktun og erindi, sem snerta aðdragandann að kirkjubygg- ingunni og framgang hennar, dagblöðin og blað Hvítasunnuhreyfingarinnar Evangelii Hárold, og ýmislegt annað, svo sem ljósmynd af stjórn kirkju- byggingarinnar, prentuð skrá yfir nöfn meðlima safnaðarins o. m. fl. Frísöfnuður Södermalms hafði áður eigi getað fundið neinn hentugri stað á Söder, en hið fyrrv. kvikmyndaJeikhús á Mosebacketorgi 16—18 og þar vantaði alla dagsbirtu, meðal annars. Það var farið að undirbúa kirkjubygging'una þegar 1930 í sömu 56 stærö og nú. Sr. Gustafson, kunnur frá upphafi hvítasunnuhreyfingarinnar og fovrstöðumaður fyr- ir Södermalms frísöfnuði, frá því er hann hóf starf sitt, hefir alltaf með lifandi áhuga og anda unnið að því að hvítasunnukirkja væri reist á Söder.. Þeir, sem ásamt honum hafa stutt að framkvæmd verksins, eru fyrst og fremst verksmiðjueigandi David Persson, stórkaupmaður Ernst Wahl o>g for- stjóri Axel Erikson, og eru þeir allir í safnaöar- stjórninni. Húsameistari Adrian Peterson hefir gjört upp- drættina að kirkjunni. — Forsmiðurinn að kirkj- unni var húsameistari Hans. Hansson. Hótelið »Fönix-krónprin8Ínn« verður þriðja kirkja Hvítasunnuvinanna í Stokkhólmi. Hvítasunnumenn í Stakkhólmi fastréðu með sér milljónar-kaup síðasta þriðjudag, og mun margur vissulega verða til að geta þess. östermalms frí- söfnuðurinn, sem allt að þessu hefir haft K. F. U. K. að samkomusal, hefir sem sé stofnað hluta- félag og fest kaup á stærsta matsöluhúsi höfuð- borgarinnar: Fönix-höllinni, þ. e. hinu alkunna Fö'nix-kronprin.se'tv; nú á að breyta því í samkomu- sal handa Hvítasunnuvinunum. öll fasteignin er með í kaupunum og fjöldinn allur af ýmislegum íbúðarhúsum. Það eru þó einkum matsöluhúsJð sjálft, sem söfn- uðurinn á að fá umráð yfir. Fyrsti veitingasalur í Fönix-matsöluhúsinu á að breytast. í áheyrenda- sal og eiga þar að vera sæti handa 1500 manna; auk þess á að gera hina veitingasalina að bæna- sal, afgreiðslusal o. fl. Hinn svo, nefndi baksalur verður handa smásamkomum, er tekur um 300 manns í sæti. Allt á að vera, tilbúið til innflutnings 1. okt. þ. á. Það heyrir og til þessa máls, að eig- andi fasteignarinnar, Paul Meier forstjóri, fékk söfnuöinum 10,000 króna Hammoind-orgel að gjöf,. rafmagnsorgel matsöluhússins Fönix. Frísöfnuður Östermalms, sem er í náinni sam- vinnu við Fíladelfíusöfnuðinn, er eigi nema fjögra ára, en þó eru meðlimir orðnir 500. Þessi öra f jölg- un í söfnuðinum hefir nú lengi haldið byggingar- málinu vakandi, en árferðið gert ómögulegt að byggja af nýju. Forstöðumaður er sr. Elis Lind- skog og annar prédikari sr. Anders, Andersson. Það má geta þess, að Fíladelfíu-söfnuðurinn hefir um þessar mundir greitt síðustu afborgun af því láni, sem söfnuðurinn tók, er hann byggði

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.