Afturelding - 01.09.1940, Síða 12

Afturelding - 01.09.1940, Síða 12
A F X U R Ji L D I N G hugsa um þá og bið fyrir þeim. Eg varð svo glöð, þegar Jakob kom aftur til Guðs. Ég held, að þaö allra sorglegasta, sé að vera horfinn frá Guði. Því að hann elskar alla svo mikið. Getur það verið, að þeir viti það ekki. Tómas virtist halda, áður en hann kom, að faðir hans væri sér reiður. Mig lang- ar mikið til að sjá týndan son hlaupa beint í faöm- inn á Guði. En sennilega fær enginn að sjá það, nema englarnir«. »0g hvað ætlar letinginn að gera nú? Sennilega verður hann .foreldrum sínum byrði. Eða ætlai hann að fara að vinna ærlega vinnu?« Rödd herra Edvards var dálítið hörkuleg, er hann sagði þetta, svo Millí horfði undrandi á hann. »Meina.r þú Tómas, frændi? Ertu reiður við hann? En hann sagði mér, að hann ætlaði að fá sér vinnu undir eins. Maxwell ætlar að koma. hing- að á morgun og tala við þig um hann«. »Jæja þá það, ætlar hann, ef til vill, að gera hann að undirskógarverði«, sagði herra Edvard með hálfgerðri gremju í röddinni við þessa hugsun. Frh. Litla stitan sigraii patitia sinn. Eftir Bror Jakobsson. Hinn stóri barnahópur var þegar saman kominn sunnudagsmoirgunn einn snemma. Við vorum að syngja- byrjunarsönginn, og börnin sungu með lífi og sál. Þar kom litli sólargeislinn, stúlkan, sem var vön að sitja á fyrsta bekk. Andlit hennar ljóm- aði eins og venjulega. Hún heilsaði kennslukonunni, leit upp til mín og var rnjög ánægð að sjá. Ég tók eftir henni sunnudag eftir sunnudag. Stundum kom hún í tæka tíð, en oft of seint, og auðséð var, að hún hefði grátið. Dag nokkurn á kennarafundi fékk ég að vita hvernig hún hafði það. Kennslukonan bað okkur að biðja fyrir móð- ur stúlkunnar, að hún frelsaðist, og sagði um leið, að við skyldum þakka Guði fyrir frelsi föður litlu stúlkunnar. Svo sagði hún frá eftiríarandi: Litla stúlkan kom í bekk hennar fyrir tveim ár- um siðan. Það var af hendingu, að hún kom þang- að. Þegar foreldrarnir, og sérstaklega faðirinn, sem var stakur vantrúarmaður, fylgjandi þeim flokki, sem ofsækir kristindóminn, fékk að heyra að stúlk- an hafði komið í sunnudagaskólann til okkar, þá varð hann svo reiður, að hann bannaði henni að 60 fara þangað meira. En þó hún væri ekki nema á þriðja ári þá, reyndi hún að fylgjast með, hve nær væri sunnudagur og þá fór hún á fætur og bað mömmu sína að klæða sig til þess að fara í sunnudagaskólann. Faðirinn sagði reiður: »Það verður ekkert úr því!« En litla stúlkan grét og bað og bað og grét, þangað til að hjarta föðursins mýktist, og hann lofaði henni að fara aðeins í þetta sinn en ekki oftar. Þetta endurtók sig sunnudag eftir sunnudag. Faðirinn bannaði henni, en stúlkan grét og bað og sigraði. Þegar kennslukonan kom heim úr sumarfríinu, þá kom boð frá mömmu stúlkunnar. Hún sagði þá, að maðurinn sinn hefði verið veikur og legið á sjúkrahúsi, og þar hafði hann fengið tækifæri til að hugsa um líf sitt og snúa sér til Drottins og frelsast, áður en hann dó. Hann hafði sent boð eftir kennslukonunni, en hún var þá í burtu, svo hann gat ekki fengið að tala við hana. En áður en hann dó, bað hann um kveðju sína til hennar og þakkaði henni fyrir, hvað hún hafði gert fyrir litlu stúlkuna sína. »Og«, sagði hann, »nú gleðst ég yfir því að fá að mæta henni á himnum«. Litla stúlkan hafði grátið sig til sunnudagaskól- ans hvern sunnudag, því Ijómaði hún af sigurfögn- uði, er hún kam heim. Og þetta varð til þess> að pabbi hennar frelsaðist og öðlaðist eilíft lif. Það borgar sig að vinna börnin fyrir Drottinn.

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.