Afturelding - 01.12.1942, Síða 3

Afturelding - 01.12.1942, Síða 3
Fridar- KÖFD- IN.GINN. • C3 7?á5- »I>vl að barn er oss fætt, Sonur er oss gefinn; á. hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla; nafn hans skal kalla Undraráðgjafi, Guðhetja, Eillfðarfaðir, Friðarhöfðingi. Mik- ill skal höfðingjadómurinn verða og friðurinn engan enda takat. Jes. 9, 6.—7. Þetta er einn af spádómum Jesaja spámanns um hinn fyrirheitna Frelsara Jesúm Krist. Guð sendi Son sinn í heiminn til þess að frelsa lýð sinn frá syndum þeirra, og til að stofna eilíft frið- arríki. Konungdómur Hans mun engan enda taka. Konungar jarðarinnar munu þjóna honum og færa honum dýrð sína á hinni nýju jörð. Því að Guð mun skapa nýjan himin og nýja jörð, og þar mun eilífur friður og réttlæti Guðs búa. Þar fá öll Guðs börn að vera, allir þeir, sem elska Jesúm og þjóna Honum trúlega hér á jörðu. Nú eru talin vera 1942 ár, síðan Jesús fæddist í þennan heim. En, hann fæddist ekki í konungs- höllinni og ekki í konungsfjölskyldunni, þó Hann sé Konungur konunga og Drottinn drottnanna, heldur fæddist hann af fátækri mey. Móðir hans vafði hann reifum og lagði hann í jötuna. Þann- ig var ráðstöfun Guðs. Hann, sem lifði í dýrðinni hjá Föðurnum frá eilífð, afklæddist dýrð sinni, tók á sig þjónsmynd og íklæddist mannlegu holdi. Hann gerðist fátækur vor vegna, þótt hann rík- ur væri, til þess að vér auðguðumst af fátækt hans. »Hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða, hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum; og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir«. »Hann kom til eignar sinnar, en hans eigin menn tóku ekki við honum; en öllum, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeirn, sem trúa á nafn hans«. Gyðingar, sem voru Guðs útvalda þjóð, vildu ekki kannast við hann sem Frelsara sinn, af því syndin hafði blindað svo hugskot þeirra, að þeir gátu ekki veitt orðum hans viðtöku og trúað á hann, þó að þeir væru sjónar- og heyrnarvottar að öllum þeim miklu dásemdarverkum, sem hann gerði meðal lýðsins. Og þó hann talaði til fólks- ins undursamlegri huggunar- og uppörfunarorð en noklcur annar hefir gert. Þeir, sem áttu að upp- fræða þjóðina í Guðs orði og undirbúa hana til að taka á móti Frelsara heimsins, þegar hann kæmi, þeir hötuðu hann fyrir það, að hann sagði þeim sannleikann um sjálfa þá. En Guð Faðir, sem veit allt, hann vissi fyrir, hvaða viðtökur hans elskaði Sonur mundi fá hjá þjóð sinni. Þess vegna opinberaði hann það spá- mönnunum fyrirfram: Að hann ætti að fæðast í borginni Betlehem af Maríu mey, vera getinn af Heilögum Anda« Að hann ætti að verða hataður og ofsóttur og líða hinn smánarlegasta dauða á krossi vegna synda mannanna. Að hann ætti að friðþægja fyrir syndir mannkynsins með blóði sínu- úthelltu á krossinum. Að hann ætti að verða lagður í gröf en rísa upp á þriðja degi og birtast lærisveinum sínum, til þess að fullvissa þá um, að hann lifir og er með sínum allt til enda ver- aldar.

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.