Afturelding - 01.12.1942, Qupperneq 4
64
AFTURELDING
AFTURELDING
kemur út annan h,vern mánuð og verður 70—80 síður
á ári. Argangurinn kostar kr. 2,00 og greiðist 1. maí.
Verð I Vesturheimi 50 cents og á Norðurlöndum kr.
3,00. — 1 lausasölu kostar blaðið 35 aura hvert eintak.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Eric Ericson.
Ritstjórn og afgreiðsla: Hverfisgötu 44, Reykjavík.
Sími 524 2. — Prentsmiðja Jóns Helgasonar.
— ÚTGEFANDI FILADELFIUFORLAGIÐ. —
Svo lofaði hann lærisveinum sínum að senda
þeim Heilagan Anda, til þess að þeir öðluðust
kraft og djörfung til að fara út með fagnaðar-
erindið og kristna allar þjóðir jarðarinnar og skíra
þá, sem gerðust trúaðir á hann, til nafns Föður-
ins, Sonarins og hins Heilaga Anda, og kenna
þeim að halda það, sem hann hafði boðað þeim.
Þess vegna hvílir sú skylda á öllum, sem hafa
gefist honum að boða öðrum fagnaðarerindið.
Gefi Guð oss öllum náð að reynast honum trú
til dauðans. Hann hefir lofað oss krafti af hæð-
um, til að sigrast á sérhverri þraut í erfiðleikum
lífsins.
Bráðum kemur Jesús aftur til að kalla
sinn blóðkeypta skara heim í dýrð himnanna.
Ertu tilbúinn kæra sál, að mæta honum. Prófa
þig sjálfan, hvort þú munir vera í tölu fávísu
meyjanna, sem enga olíu höfðu og urðu eftir í
myrkrinu fyrir utan, þegar hinar gengu inn í
brúðkaupssalinn. Opinb. 19, 7—9; 22, 17, 20, 21.
Guð gefi oss öllum, sem lesum þessar línur,
náð til þess að verða þá í tölu hinna hyggnu
meyja, sem höfðu olíuna á lömpum sínum, þegar
Jesús kemur aftur.
Svo óska ég öllum lesendum Aftureldingar
gleðilegra jóla og nýjárs í Jesú nafni.
Sæmundur S. Sigfússon.
Ó, lítið upp, Krists vinir kœru!
ó, lítið upp, Krists vinir kæru! Hann kemur í skýjum brátt.
Og englana sína sendir að tafna í hverri átt.
Þeir safna þá lífs og liðnum og lyfta í hæðir blá,
til fundar við Drottinn drottna, að dýrð hans þeir megi sjá.
ó, ertu brottferðar búinn? Því búast við kalli þú mátt.
ó, verður þú fundinn þess verður, og viðbúinn, dag sem
nátt?
Ef ljósið af Drottins ljósi er lifandi i hjarta þór,
þá finnur þig Frelsarinn góði, til föðurhúsa þig ber.
B. J. þýddi.
Fet fyrir fet.
Sagan gerist í einni stórborginni í Vestur-Ame-
ríku, nokkrum vikum fyrir jól.
Ungur maður gekk löturhægt upp eftir einni
aðalgötu borgarinnar. Hann lítur við og við i
sýningarvörurnar í stórverzlununum, en heldur
þó áfram, án þess að gei'a þeim noklturn veruleg-
an gaum. Því að hvað getur það hjálpað atvinnu-
lausum manni og félausum að veita þeim hlut-
um athygli, sem kosta eitthvað!
Já, þangað var hann kominn! Hann, sem var
nú einmitt að stíga af skipinu til að útvega sér
ábyggilegt og vel launað starf í landi — svo að
hann gæti birgt sig og haft dálítið afgangs. Það
er að skiija: peninga til að senda heim til for-
eldra sinna; hann hafði heitið þeim því, þegar
hann fór, að nú skyldi hann sjá um, að þau skyldu
úr þessu hafa nóg að bíta og brenna, því að hann
ætlaði að bæta úr öllum fjárhagsörðugleikum
þeirra. En hann hafði bara haft svo lítið afgangs
á skipinu. Hann gat ekkert sent heim. Þar fór
allt í súginn hjá honum. Nú var hann genginn
af skipinu, til þess að koma þar ár sinni betur
fyrir borð — í landi, því hann vildi gjarna efna
orð sín við foreldrana.
En það var hægra að segja en gera að fá ein-
hverja vinnu. Honum virtist alstaðar vera fullt
af fólki. Enginn þurfti hans við og á skipið var
löngu kominn nýr maður í hans stað. Hann var
búinn að eyða hverjum eyri og eyða öllu, sem
verja mátti í peninga. Hann var grár og rytju-
legur eins og þokan í kringum hann og dagarn-
ir fram undan honum. Og svo sökk hann á kaf
í þokukenndar hugsanir. Hvað var nú lífið í raun
og veru? Sjónhverfing! Hann vildi svo gjarna fá
að sjá eitthvað af heiminum og smakka á því,
sem hann hafði að bjóða. En það voru hillingar,
unaðsfagurt land, en nú leit helzt út fyrir, að
hann fengi ekki að koma inn í það. Það var sjón-
hverfing ein! Hann vildi svo gjarna efna öll heit-
in við pabba og mömmu um svo margt. Hann
hélt, að sér mundi ganga allt að óskum. En líf-
ið leyfði það ekki. Hann stóð ekki við orð sín,
allt var þokufullt og grátt. »Ekki neitt«. Hann
var sjónhverfing sjálfur og framtíð hans virtist
vera það líka, því að hún lofaði engu. Hún var
svo ömurleg, svo ömurleg.
Iíonum féllst hugur. Var lífið þess vert að lifa