Afturelding - 01.12.1942, Side 12

Afturelding - 01.12.1942, Side 12
72 AFTURELDING Fyrir nokkru síðan las ég í ferðasögu frá Pale- stínu, að Betlehem væri blóði drifnasti staður jarðarinnar. Þegar ég las þetta, fanst mér and- stæðunum ljósta saman í huga mér. Betlehem, þar sem hinir helgu spámenn Guðs höfðu löngu fyr- ir sagt, að Frelsarinn skyldi fæðast, og fæddist. Betiehem, faðingarsiaður Friðarhöfðingjans, upp- sprettan að öllu, sem satt er og fagurt, öllu, sem er göfugt og gott í málsins beztu merkingu, að þar, einmitt þar, skuli blóð hafa litað jörðina meira en nokkurstaðar annarsstaðar í þessum blóði flekkaða heimi. Furðuleg mótsetning! 1 sannleika undarlegur Guð. Því er það ekki undarlegt, að náttúrlegum manni finnist ráð hans stundum óskiljaidegt. Hann er, eins og Sören Kirkegaard segir, and- stæðnanna og mótsagnanna Guð, í veru og verki — fljótt á litið. Um leið og ég hafði lesið þetta um Betlehem, mintist ég þess, sem Gyðingur einn sagði mér, að Betlehem þýddi: brauðhúsið, stað- urinn, þangað sem maður gæti gengið til þess að sækja vín og sæði í nægtum, yfirhöfuð »staður- inn, þangað sem maður getur farið til þegs að fylla allar þarfir sínar í dýrð«. Þetta hefir líka orðið sígildur sannleikur fyr- ir mannkynið. — Vissulega finnast margir stað- ir, þar, sem viðurkenndir menn reyna að túlka gátur tilverunnar. Þar næra menn anda sinn að vísu. Samtíð okkar iðar af miklum mönnum, sem múgurinn lítur upp til í dag og dýrltar nálega sem »guði«. sinnar. Út úr kirkjunni ómaði orgelhljómur og sálmasöngur: »Oss er í dag Frelsari fædd ir«. En inni í hjörtum bræðranna heyrðu þeir óma: >Hann er Frelsari minn, hann er Frelsari minnc. B. Bentzen. — B. J. En seg mér, hvað er allt þetta borið saman við Betlehem! Næstum ekki neiit. Aðeins dauft mána- skin, borið saman við þá dýrð, sem ljómar frá Kristi — réttlætissólinni, og fólki hans, söfnuð- inum. Þetta verður sagnfræðingurinn að játa og vísindamaðurinn að viðurkenna. Jesús er og verðnr það, sem hann kvaðst vera: brauð lífsins, frá Betlehem, Brauðhúsinu, brauð- borginni. Þetta er hann, af því að Guð var í bon- um, og friðþægði heiminn við sjálfan sig. Hann burtnam fjandskapinn og lagði svo grundvöllinn að öllu sönnu friðarverki í heiminum. I sjálfum sér grundvallaði hann friðarríki á jörðu, friðþægði andstæðurnar í tilverunni og í manninum, já, í sköpuninni og alheiminum. Og þar sem Orð hans og Andi er, þar er friðarríkið þegar, í raunveru- leika. Og þrátt fyrir það, þótt drunur spreng- inga og öfl undirdjúpsins séu enn að verki á jörðu hér, þá er þetta allt fyrir þann sem trúir, áfangi að baki. Það er vegna þess, að lögmál syndarinn- ar og dauðans er orðið óvirkt í þeim manni, sem er orðinn helgaður Guði, fyrir lífssambandið við Jesúm Krist. Því að Jesús er hinn lifandi og upp- risni Frelsari, og gefur þeim viðvarandi líf, sem trúir á hann. 1 gegnum alla þá vinnur hann að friðarverki sínu á jörðinni þrátt fyrir alt. Þess vegna er mest um vert fyrir okkur að trúa á leiðtoga okkar Jesúm Krist, sem farið hefir út sigrandi og til þess að sigra. Þetta er því nauðsyn- legra, sem bersýnilegra er, að endir aldanna er yfir okkur kominn. Þess er nú þörf fremur en nokkru sinni, að trúa á kraft krossins, endur- fæðast og eignast nýtt líf. Við skulum því ekki láta afvegaleiðast af neinskonar blekkingum eða villu, en haida okkur því fastar við hinn einfalda veg, sem öfl undirdjúpsins verða voldugri. Það er þetta, og miklu meira, sem Betlehem, /

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.