Afturelding - 01.01.1953, Page 7
AFTURELDING
Ég var aðeins 16 ára, þegar ég skildi, að Jesús hafði
dáið fyrir syndir mínar, og ég gafst honum. Ég v-ar
villuráfandi og barst með istraumnum og fjöldanum í
allskonar syndum, áður en ég þekkti Krist sem minn
persónulega Frelsara.
Frá því ég fyrst man eftir mér, man ég, að ég bað
föður minn svo oft um peninga til að fara á bíó, fyrst
í smáum en svo í stórum stíl. Þegar pabbi neitaði mér
um peninga, aflaði ég þeirra eftir ýmsum leiðum.
Þegar ég stækkaði meira, og syndin fór að taka meira
vald yfir mér, vildi ég ganga Iengra og Iengra. Það var
með mig eins og alla aðra, við erum að leita að því, sem
gefur sálum okkar hvíld og frið, unz við finnum það einti
dag hjá Frelsara okkar, Jesú Kristi.
Nú fór ég að ganga í dansskóla og lærði að dansa.
Af því leiddi, að ég fór að sækja böllin eins mikið og
bíóhúsin.
En mitt í því, er ég var að skemmta mér í syndinni,
heyrði ég sagt frá Jesú Kristi. Hjá honum væri alla ham-
ingju að finna, frelsi og líf frá öllum syndavenjum.
Mágur minn hafði farið á samkomur hjá Hvítasunnu-
mönnum, og Drottinn frelsaði hann. Hanti sagði, hvílík
breyting hefði orðið á lífi sínu. Og allir sáu það líka.
Ég hlustaði á vitnishurð hans og fór að íhuga það,
sem hann sagði.
Var það satt, að Kristur gæti frelsað? Var það salt,
að nú færi mágur minn aldrei meir út í heiminn til að
skemmta sér? Mér fannst það ótrúlegt og ég beið þeirrar
stundar, þegar ég sæi hann ganga á gömlu staðina aftur.
En sú stund kom ekki og er ekki komin enn í dag.
Mágur minn var frelsaður maður, það leyndi sér ekki.
til að trúa því að maðurinn beri í sér sál, og hún fari til
annars staðar, þegar hann deyr.“ Hann neitar þannig
tilveru sálarinnar og gerir það hlægilegt. Þegar talað
er um anda mannsins, segir Rutherford, þá er aðeins átt
við andardrátt hans, sem fer út í geiminn um leið og
maðurinn deyr.
Þetta sem hér hefur verið skrifað er tekið úr bókum
Russellsinna eða „Vottum Jehóva“, hvort nafnið sem
við notum heldur. Það er gott að vita nokkur skil á því,
hvað er á ferð, þegar mönnum eru boðnar bækur frá
„Vottum Jehóva“ eða öðru nafni „Varðturninum."
A. E.
mig.
Gísli Ilpndriksson.
í
En allt fyrir það fannst mér þetta vera fyrir ofan skiln-
ing minn. Mér fannst það hrein og bein vitlevsa og of-
stæki.
Hvernig gat það verið, að ungur maður, eins og hann
var, gæti átt fullnægju í því að sækja kristilegar sam-
komur, biðja lil Guðs og lesa hans orð?
En svo kom dagur í mínu lífi, er ég ákvað að fara á
samkomu. Ég fór með föður mínum og móður. Þau voru
þá hæði búin að taka á móti Frelsara sínum og skírð
niðurdýfingarskírn.
Samkoman leið og Jiað hafði mikil áhrif á mig, sem
talað var. í lok samkomunnar var fólk hvatt til að koma
fram til fyrirbænar, eins og venjulega. Ég ákvað að
ganga fram og Iáta biðja fyrir mér.
í fyrstu fann ég enga breytingu. En svo var það ungur
maður, sem sagði mér, að ég skyldi hiðja sjálfur. Hann
hað svo með mér, og þegar ég fór að biðja, fann ég
livernig friðurinn umlukti hjarta mitt. Skildi ég þá, að
hér var eitthvað meira að fá, en annarsstaðar.
Nú var samkomunni slitið, og ákvað ég að koma á
næstu samkomu. Þetta gerði ég. Þessi samkoma var lík
hinni fyrri. Ég fór aftur fram til fyrirbænar. Nú var ég
djarfari í bæn minni en áður. Ég bað Jesúm innilega að
frelsa mig og gera mig að sínu barni í sannleika. Hann
neitaði mér ekki um þessa bæn. Það stendur líka þannig
í orði Guðs: „En ef vér játum syndir vorar, þá er hann
trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar
og hreinsar oss af öllu ranglæti.“ (I. Jóh. 1,9).
Kristur frelsaði mig á undursamlegan hátt og skírði
mig í Heilögum anda sama kvöld. Ég get ekki lýst þeim
friði, öryggi og gleði er fyllti sálu mína. En ef þú, sem
lest þetta, gefur þig Kristi á hönd og lætur frelsast get-
ur þú fengið að reyna þetta sama. Reynsla er hetri en
frásögn.
7