Afturelding - 01.01.1953, Blaðsíða 16
AFTURELDING
Hin mikla sýn.
Arið 1628, sunnudag næstan íyrir jól, sá séra Magnús Pétursson
sýn þá, sem liann segir frá hér á eftir.
Um kvöldið, fyrrnefndan sunnudag, var mikið regnveður. Mér
varð þá gengið út úr bæ mínum, eftir að ég var nýkominn heim
úr stuttri ferð, í ljósaskiptunum. Varð mér þá á i hastarlegri
hræði, að formæla veðrinu, sem sannarlega hefur verið innblástur
þess vonda, og get ég hvorki né vil fleira um það skrifa. Aví,
J)ú banvœna vefirátta! Ó, minn, Guð, ég játa fyrir þér mína synd.
Þú gjörþekkir vegu allra manna. Ó, þú hjartnanna og nýrnanna
rannsakari, láttu mig finna náð hjá þér, og gakk ekki i dóm
við mig. Líttu eigi á minn saurugleika, heldur á hreinsandi hlóð
þins elskulega sonar Jesú Krists og gjör mig eiliflega sáluhólpinn.
Þegar ég nú gekk vestur fyrir bæinn i áður nefndu þungu skapi,
varð mér iitið upp á himinhvelfinguna til suðurs. Brá þá fyrir mig
miklum Ijóma, og í þeirri hirtu sýndist mér stór skinandi maður
eða mannsmynd vera, en þó miklu hjartari en sú mikla birta,
er ég sá og var sem geislar stæðu af honum allt um kring. And-
litsmynd hans var mikilfengleg á að líta, hár hans og skegg var
Ijósgult eða rauðhvítt til að sjá, en þó með elliblæ, og sem það
væri með nistum eða skinandi gimsteinum. Á höfði hans sýndist
mér vera kóróna. Hann var skrýddur síðri skikkju. Hún líktist
skrautlegum konungahúningi. Mér virtist hann sitja á stóli með
fögrum yfirlit. Brugðið sverð var i hans hægri hendi, blátt, rautt
og svart, en í hans vinstri hendi var spenntur bogi bleikur að lit.
Ör, sem lá fyrir bogastrengnum, var rauð, en strengurinn gulur.
Nakið barn sýndist mér í faðmi hans. Það var á knjánum með
uppréttar og útbreiddar hendur. Barnið virtist mér yndislegt, þótt
ég sæi óglöggt ásýnd þess, þvi það horfði frá mér. Það hafði sítt
og fagurt hár, sem liðaðist í lokkum niður um hálsinn, en hrökk
upp aftur að neðan. Barnið hélt annarri hendinni um örina, sem
lá á hoganum, en annarri um sverðsoddinn, og sá ég glöggt að
hlóð rann ofaneftir háðum handleggjum þess, eins og það hefði
særzt hæði af sverðinu og örinni, sem sú dýrðlega mynd hafði i
höndum sér. Þetta horfi ég á ekki lengri tíma en á meðan ég gat
lesið „faðir vor.“ Svo hvarf þessi sýn mér skyndilega.
Ekki hcyrði ég nein orð töluð, með mínum líkamlegu eyrum, en
hvað sálunni sýndist, greini ég ei að þessu sinni. Ég get og varla
frá því skýrt, eins og það var, en þó man ég hvernig það var
prédikað fyrir mínum hugskotseyrum. Þessa, mér opinberuðu
hluti bið ég Guð að hjálpa að mér aldrei úr minni líði ....
Sýn þessi fékk mikið á prest. Næstu nótt dreymdi hann ákaf-
Iega alvarlegan draum, sem var djúp útskýring á sjálfa sýnina.
Draumurinn kemur i Annál næsta blaðs.
AFTURELDING
kemur út annan hvern mánuð — að undanteknum júlí og ágúst —
og verður 84 síður á ári. Árg. kostar kr. 15,00 og greiðist 1. febr.
Verð í Vesturheimi 2 doll. og á Norðurlöndum kr. 10,00 .1 lausa-
sölu kr. 3,00 eint. Ritstjórar: Eríc Ericson og Ásm. Eiríksson. —
Sími 6856. - Útg. Fíladelfía. - Ritstj. og afgr.: Hverfisg. 44. Rvík.
SORQARPRENT - REYKJAVIK
Innkomið í minningarsjóð til Afríkutrúboðs 1952.
V. 20 kr., A.K. 20 kr., V. 40 kr., Fíladelfía Rvík 100 kr.,
S.V. 500 kr., V. 25 kr., U.E. 15 kr., frá ísafirði kr. 97,50,
K. D. 100 kr., frá litlum dreng 100 kr., J. Ó. 40 kr., V.
40 kr., V. 10 kr., R.L. 30 kr., frá ísafirði 50 kr., Stykkis-
hólmi 250 kr. (til Japans), Sunnudagaskólinn Rvík 228,-
64, J.E. 25 kr., R.L. 30 kr., Ó.Á. og fl. 100 kr., J.H. Eyj-
um 20 kr., Ásm. 15 kr., G. Rj. Ilf. 50 kr., J. Hf. 20 kr.,
S. Hf. 10 kr., U. H. 25 kr., A. B. 10 kr„ M. H. 50 kr„
Á. G. 10 kr„ R. og A. 30 kr„ A. og Þ. 100 kr„ K. og
G. 25 kr„ A. og R. 50 kr„ G. M. 25 kr„ J. 215 kr„ V. 25
kr. og 20 kr„ 2 minningarspjöld 50 kr„ Fíladelfía Rvík
50 kr„ frá Isafirði 10 kr.
Við viljum vekja athygli fólks á þvi, að Fíladelfíu-
söfnuðurinn í Reykjavík hefur ávallt fyrirliggjandi minn-
ingarspjöld, er menn geta sent vinum og kunningjum
sínum við dauðsföll aðítandenda og annarra, sem þeir
á þenna hátt vilja minnast, andvirði slíkra minningar-
gjafa gengur til trúboðs í Afríku, eða annara landa, ef
menn óska þess. Þetta ættu menn að muna og styrkja
þannig útbreiðslu Guðs ríkis bæði innanlands og er-
Iendis.
MVND AF KIBKJU TBtBOÐSSTÖÐVARINNAB í SWAZEI.AND,
sem að nokkru lcyti licíur vcrið byggð fyrir peninga úr þessum
Minningarsjóði. f brófi frú Gundu Sóllieim Liland sej?ir frá bless-
uu f starfi Guðs á meðal fólksins þar.
FlLADELFÍ A
Reykjavík. Hverfisgötu 44.
Reglubundnar samkomur eru haldnar þessa daga:
Sunnudaga kl. 8,30.
Sunnudagaskóli kl. 2.
Fimmtudaga kl. 8,30.
Biblíuleslrar alla
Þriðjudaga kl. 8,30.
Allir velkomnir!
____________________________________________
16