Afturelding - 01.01.1953, Blaðsíða 14

Afturelding - 01.01.1953, Blaðsíða 14
AFTURELDING Svona smáhópar fara alltaf til ýmissa staða til að breiða út Guðs- ríki. Þessi er staddur í Sandperði. Frá vinstri: Anna Guðjóns- dóttir, Svana Siffurgrímsdóttir, Inga Þórarinsdóttir og Signe Kricson. Efri röð: Siffurður Jónsson, Þorsteinn Einarsson, Si^ur- mundur Einarsson or: Eric Ericson. VIÐ ARASKIPTIN. Við lítum til baka og þökkum Guði fyrir miskunn hans og náð á hinu horfna ári! Við lítum fram á við og biðjum Guð að vera með okkur á hinu nýbyrjaða. Þetta er það eina, sem við getum gert og um leið það sjálfsagðasta. Á árinu sem leið, var starfi okkar Hvítasunnumanna hagað svipað og undanfarin ár. Þó var meiri áherzla lögð á útbreiðslustarfið á síðastliðnu sumri en nokkru sinni áður. Mátti svo heita, að 5 trúsystkini hefðu úti- vist allt sumarið eftir sumarmótið á Akureyri og þar Lil dró að hausti, og veður tóku að versna. — Arangur var óvanalega góður, enda aðstæður góðar, þar eð þau höfðu bíl til afnota allan tímann. Auk þess fóru ýmsir aðrir í útbreiðsluför, lengri eða skemmri ferðir, eftir atvikum. í því sambandi má ekki gleyma þjónustu Guðríðar S. Þóroddsdóttur, sem lagði allt sumarið, svo að heita, í það að útbreiða Guðsríki, bæði gegnum persónulegan vitnisburð og útbreiðslu kristilegra bóka. Á ferðum sínum var Guðríður „ein á bát“ af mönnum. En af árangrinum að dæma hefur Drottinn hennar áreiðanlega verið í bátnum með henni. Á árinu hafa 45 manns gengið inn í söfnuðina. Er það nokkru meira en á árinu 1951. Við skulum biðja þess, að árangurinn af starfi okkar verði enn meiri á því ári, sem nú er að byrja, en hinu, sem liðið er. Nokkur trúsystkini innan Hvítasunnuhreyfingarinnar voru kölluð heim til Drottins á fyrra ári. Þeirra er get- ið á öðrum stað í blaðinu, og í þeirri röð, sem þau voru kölluð á brott. Eins og þeim var það öllum hulið við byrjun fyrra árs, að þau mundu verða braulkölluð, þannig vitum við ekki. sem lifum nú, hvenær kallið kemur til hvers okkar. sem nú höfum gengið inn yfir þessi áramót. ..Vor sól og dagur, Herra hár sé heilög ásján þín í ár. Ó, Drottinn heyr vort hjartans mál. í hendi þér er líf og sál.“ STARFIÐ í DAG. Síðan um áramót hefur Fíladelfíusöfnuðurinn í Reykja- vík reynt að leggja eins mikla áherzlu á útbreiðslustarf- ið og frekast hefur verið mögulegt. Margar ferðir hafa verið farnar, bæði austur fyrir fjall og eins suður með sjó. Suður með sjó má segja að hafi verið opnar dyr fyrir starfið um lengri tíma. Þar eru að koma fram trúverð- ugir vinir og er það örvandi mjög fyrir starfið. Eins og þrjá undanfarna vetur var haldin vakningar- vika í Stykkishólmi um miðjan janúar. Fimm manns fór frá Reykjavík. Þeir voru þessir: Ásmundur Eiríksson, Sigurmundur Einarsson, Dagbjart- ur Guðjónsson, Ágústa Gísladóttir, Margrét Jónsdóttir. Yfir öllum samkomunum í Stykkishólmi var mikill vakn- ingarandi og verulegur árangur kom í ljós eftir vikuna. I báðum leiðum var komið við á Akranesi og hafðar samkomur þar. Á Akranesi eru nokkrir að vakna upp. Frá vinum þar hefur ósk komið fram um það, að Fíla- delfíusöfnuðurinn hæfi meira starf þar á þessu ári en verið hefur. Starf á sjúkrahúsum er alltaf fastur þáttur í starfi safnaðarins, enda mörgum ötulum liðsmönnum á að skipa. Þann 26. jan. kom bróðir Erik Martinss. frá útlönd- um. Kona hans og tvær dælur, voru komnar litlu áður. Martinsson hefur ferðazt mikið á fyrra ári. Fór meðal annars til Grænlands, með leyfi danskra yfirvalda. Um aðstöðu fyrir trúboð þar í landi, hefur hann skrifað mik- ið í mörg Norðurlandablöð, margar hvetjandi greinar. Martinsson og kona hans eru nú á förum til ísafjarðar og munu starfa í Salem um óákveðna framtíð. Arnulf Kyvík og fjölskylda fóf .til Ameríku á.síðast-

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.