Afturelding - 01.01.1953, Blaðsíða 10
AFTURELDING
Sælir eru þeir, sem í Drottm deyja.
Afturelding hefur borizt ósk um það, að hún greini frá
þeim Hvítasunnumönnum, sem dóu á síðastliðnu ári. Þetta
viljum við gera, og getum þeirra nú í sömu röð og þeir
voru burtkallaðir.
Sigurður V. Benjamínsson, VopnafirSi. Fæddur á
Esjubergi á Kjalarnesi 30. janúar 1874, dáinn 19. febr.
1952. Hann var tvígiftur. Með fyrri konu sinni átti hann
einn son. Seinni kona hans lifir enn. Hún heitir Ólöf
Ólafsdóttir. Hafa þau búið allan sinn búskap í Vopna-
firði. Þau eiga fjögur börn, sem öll eru á lífi. Bæði
hjónin tóku skírn í Vopnafirði sumarið 1950 og gengu
inn í Hvítasunnusöfnuðinn. Sigurður var mætur maður.
Jónína Guðrún Þorsteinsdóttir, Reykjavík. Fædd 11.
des. 1884 að Skógum í Arnarfirði. Dáin 31. marz 1952.
Foreldrar hennar fluttu síðar að Þingeyri í Dýrafirði og
bjuggu þar lengi. Árið 1915 flutti Jónína til Reykjavík-
ur og átti þar heima eftir það. Hún giftist aldrei. Jónína
gekk inn í Fíladelfíusöfnuðinn í Reykjavík 1948. Hún
var vellátin kona, gjafmild og kærleiksrík við alla, sem
bágt áttu.
Sigurlaug Sigurðardóttir, Siglufirði. Fædd 21. des.
1861 að Hólum í Austur-Fljótum, dáin 4. apríl 1952.
Sigurlaug var gift Ásgrími Sigurðssyni, en missti hann
fyrir mörgum árum. Þau bjuggu mestan sinn aldur í
Fljótum. Eignuðust þau 13. börn. Af þeim eru 6 á lifi.
Hún gekk inn í Fíladelfíusöfnuðinn á Akureyri árið 1936.
Sigurlaug var greind kona og trúverðug í bezta máta.
Margrét Guðnadóttir, Reykjavík. Fædd 30. nóv. 1932
í Reykjavík, dáin 13. maí 1952. Foreldrar hennar voru
Guðni Jónsson magister og fyrri konu hans, Jónína Páls-
dóttir. Margrét var alin upp hjá Ólafi klæðskerameistara
Ásgeirssyni og Sigríði konu hans. Hún gekk í Fíladelfíu-
söfnuðinn í Reykjavík 1950. Margrét var glæsileg stúlka
og undir eins hin ágætasta. Ef henni hefði enzt aldur og
heilsa, hefði mátt búazt við því, að hún hefði orðið mikið
fyrir starf Guðs í framtíðinni.
Sigurður H. Pétursson, Reykjavík. Fæddur 22. júlí
1919 að Mel í Skagafirði, dáinn 11. júní 1952. Foreldrar
hans voru Pétur Sigurðsson frá Mel og Kristjana Sigfús-
dóttir frá Brekku í Svarfaðardal. Sigurður missti föður
sinn, þegar hann var 12 ára. Eftir það ólst hann upp með
móður sinni. Sigurður gekk inn í Fíladelfíusöfnuðinn í
10
Reykjavík 1938. Hann var áhugasamur kristinn maður,
en hafði við mikla vanheilsu að stríða, nær því óslitið
frá því að hann var 16 ára, og þar til hann lézt, 33 ára
gamall. Sigurður var greindur maður og söngvinn, eins
og hann átti kyn til, og drengur góður.
Áslaug Eyjólísdóttir, Vestmannaeyjum. Fædd 26. sept.
1880 að Bæ í Lóni í Austur-Skaftafellssvslu, dáin 24.
júlí 1952. Árið 1913 giftist Áslaug Guðmundi Eyjólfs-
syni frá Miðskála undir EyjafjöIIum. Ári síðar fluttust
þau til Vestmannaeyja. Mann sinn missti Áslaug í sjó-
inn 1924. Stóð hún þá eftir með 5 börn, öll fyrir innan
9 ára aldur. Með frábærum dugnaði og öruggri Guðs trú
kom hún öllum börnum sínum upp. — Þegar Hvíta-
sunnuhreyfingin kom til Vestmannaeyja, var Áslaug ein
af þeim fyrstu, sem tók á móti boðskap hennar, og var
meðlimur Betelsafnaðarins frá stofnun hans. Áslaug var
myndar kona hin mesta, drenglunduð og kærleiksrík. Sá
var dómur allra, er hana þekktu.
Ólafur Þorleifsson, Hafnarfirði. Fæddur 24. júní 1899
að Lykkju í Garði, dáinn 21. sept. 1952. Hann var gift-
ur Sigríði Ólaísdóttur, en missti liana 1931. Þau hjónin
eignuðust 4 syni, en misstu tvo þeirra unga. Ólafur flutt-
ist til Hafnarfjarðar 1919 og bjó þar til dauðadags. Á
næst liðnum vetri gekk Ólafur inn í Fíladelfíusöfnuðinn
í Ileykjavík. Olafur var maður hógvær og grandvar í
orði og verki.
Petra Ólafsdöttir, Vopnafirði. Fædd 9. sept. 1883 að
Feigðarhorni við Djúpavog, dáin 30. okt. 1952. For-
eldrar hennar voru Ólafur Jónsson og Jóhanne L. Kon-
radine Wywadt. Móðir hennar var dönsk. Faðir henn-
ar vann við verzlunarstörf, fyrst á Berufirði, síðan á
Vopnafirði. Smiður var hann einnig, bæði á tré og járn.
Sjö ára gömul flutti Petra með foreldrum sínum til
Vopnafjarðar. Þar var hún síðan til dauðadags. Petra
giftist aldrei. Hún gekk inn í Hvítasunnusöfnuðinn sum-
arið 1950. Petra var vel látin og grandvör kona.
Blessuð sé minnig allra þessara trúsystkina!
„Og ég heyrði rödd af himni, sem sagði: Rita þú:
Sælir eru dánir, þeir sem í Drottni deyja upp frá þessu.
Já, segir Andinn, þeir skulu fá hvíld frá erfiði sínu, því
að verk þeirra fylgja þeim.“