Afturelding - 01.04.1953, Blaðsíða 5

Afturelding - 01.04.1953, Blaðsíða 5
AFTURELDING á, fyrr en í júní. Árfarvegurinn var, sem í öllum öðrum eyðimerkurflóðum, mjög breiður. í kvöldskini tunglsins, sá ég austurbakkann, sem í móðu. Ég áleit að síðustu krafta líkamans gæti ég notað til að ganga yfir árfarveginn. Fjarlægðin fannst mér vera óendanleg. I fjórða og fimmta bverju skrefi varð ég að stoppa og hvíla mig. Oft lagðist ég niður, yfirkominn af þörf og þrá til hvíldar og svefns. í meira en þrjá sólarhringa hafði ég ekki drukkið dropa af vatni, og ekki neytt nokkurar fæðu. Nestið liöfðum við skilið eftir við búðir okkar. I eyðimörkinni höfðum við Kasim gengið um nætur, en hvílt okkur á daginn. Þessvegna var svefninn mér hættuleg snara. Ef ég hefði sofnað, þá hefði ég aldrei vaknað framar til lífs, þess vegna barðist ég nú við svefnþörfina. Að rísa uj>p og styðja sig við staf- inn, tók mikið á mína litlu krafta. Ég varð stundum að skríða. Síðar reyndi ég að ganga ujjpréttur. Hvað eftir annað horfði ég á áttavitanji til að gæta þess að stefnau væri í austur. Mér varð þá ekki svo lítil raun að sjá, hversu skref mín beindust alltaf lil suð-austurs. Aftur reyndi ég að þvinga mig lil að halda stefnunni í austur, en ósjálfrátt var hún orðin suð-austur. Það var sem ó- sýnileg hönd stjórnaði mér. Sú hönd var og sterkari eu ákvörðun mín. Vilji minn var orðinn svo veikur og líl- ill. Mér stóð þá á sama um áttavitann og fylgdi eflii' stefnunni, er ósýnilega höndin hafði valið mér. Nú hafði ég komizt yfir hálfan árfarveginn. Skógarheltið himi meginn greindist betur. Ég varð að unna dauðþreyttum líkanm mínum hálf- tíma hvíldar. En það sem ég hugsaði þá, stendur ennþá skýrt fyrir hugskolssjónum mínum, þó svo 54 ár séu að baki. Minningin um vonlitla baráttu í einvígi við eyði- mörkina, hefur fylgt mér á ævibrautinni og kennt mér nauðsyn þolinmæði og staðfastrar ákvörðunar í málum, þar sem allir möguleikar sýndust útilokaðir. — Nú var ég hér einn og yfirgefinn, félagar mínir að haki. Ætlun mín var að leita vatns og snúa svo við, þeim til hjálpar, ef mögulegt væri. Allt í kring um mig var hljótt sem í gröfinni. Ég var aleinn með Guði. Ég var fullviss um, ef árfarvegurinn væri eins þurr, sem hingað til þá væru lífskraftar mínir þrotnir eftir einn eða tvo tíma. Allan tímann hélt ég jafnvægi og sálarró. Finni ég ekki vatn á leiðinni héðan og að austurbakkanum, þá legg ég mig til hvíldar og rís ekki upp aftur. Þetta var auð- velt, en þó var innra með mér ótti við dauðann. Raun- verulega hugsaði ég mér ekki að deyja. „Taktu eftir“, sagði rödd. „Sofnaðu ekki, haltu út, baráttunni er ekki lokið ennþá. Þú verður að taka á síð- ustu kröftum þínum, áður en þú hugsar þér að sofna. Nú fann ég að augnablikið var hrátt komið, að síðustu líkamskraftar mínir væru þrotnir. Þreytan og sljóleik- inn vildu ná völdum og skilja mig eftir þarna í árfar- veginum. En þetta varð ekki. Síðustu kröftunum safnaði ég og gerði sem ég gat til að halda áfram. Tæki ég haltrandi skrefið lengra til hægri eða vinstri, heindi alltaf hin ósýnilega hönd mér í áttina suð-austur. Orugg fullvissa gjörði mér þetta augljóst, að ég var ekki einn. Við vorum tveir, mér var óhætt að treysta þeim sem með mér var. Áttunda dægrið hafði nú byrjað, án þess að ég hafði smakkað vatn. Þá er öll þrá eftir vatni gjörsamlega horfin, þorsti er ekki til. Tungan, gómurinn, varirnar og allar slímhimnur eru gjörsamlega orðnar þurrar, ná- kvæmlega eins og húð líkamans, tilfinningin er og þorr- in. Þetta allt hefur hætt störfum. I stað þorsta hefur sljóleiki og máttleysi til dauða tekið sér rúm í líkam- anum. Maður bíður eftir því að tjaldið falli. Stundin nálgaðist. Þau voru fá sandkornin orðin í tímaglasi mínu. Það var miðnótt milli 5. og 6. maí. Ég streittist tuttugu skref, þá nam ég skyndilega staðar, eins og elding hefði stöðvað mig. Þessi djúpa dauðaþögn, er ríkli, rofnaði nú af hvínandi vængjaþyt og vatns- skvamjji, eins og þegar villiönd hefur sig til flugs frá vatninu. Mér jókst þróttur og hraðinn varð meiri. Nú stóð ég við gjá, sem var fnll af hreinu, svölu vatni. Þarna hafði þessi gjá myndazt við hvirfilstraum árinn- ar, er hún flæddi þarna yfir árið áður. Augnablikin eru ólýsanleg. Ég finn nálægð Drottins betur en nokkru sinni fyrr. HrœrSur JxikkaSi ég Gufii almáttugum áSur cn ég dralck af vatninu. Þetta var ekki mjög óvænt fyrir mig, því lokaþátturinn hlaut að enda með undraverki. Ef ég hefði haldið stefnunni, sem ég ákvarðaði sjálfur, þá hefði ég náð austurbakkannm. Þar hefði ég voidaus og hjálparvana lagzt til hinnar hinztu hvíldar, því þar var ekki dropi af vatni. I mílnafjarlægðuin var ekki staður til, þar sem vatns- dropi fannst. Að ég náði fram til þess eina staðar, þar sem vatn hafði varðveitzt frá vetrinum og allt vorið, sýndi mér glögglega vilja Guðs, til björgunar lífi mínu. Ég hef á rannsóknarferðum mínum ferðazt þúsundir kílómetra, ýmist gangandi, riðið hesti eða úlfalda, stund- um í gúmmíbátum eða húðkeyjium. Tvær verur hafa aldrei skilið við mig, þær hafa fylgt mér sitt til hvorrar handar. Oðru megin var dauðinn, sem reyndi að leiða mig um hættulegar brautir. Hinu meginn var verndar- engill Guðs, sem stöðuglega hvíslaði í eyra mitt: „vertu ekki hræddur, ég er með þér.“ Lausl. þýtt og stytt. Einar J. Gíslason. 21

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.