Afturelding - 01.04.1953, Blaðsíða 10
AFTURELDING
forstöðumanninum frá því, ekki heldur söfnuðinum.
Veizt þú um einhvern, sem gengur með galla, þá reyndu
að fá hann til að gera þann órétt upp, og þú gerir vel.
Það lá mikil líkn og mildi í því, að Jesús hvatti ekki
til neinnar syndajátningar hjá bersyndugu konunni.
Hann lét hana standa þarna með sína synd. En Hann
tók kjarna málsins til meðferðar. Hann gekk á móti á-
kærendum hennar. Þessir sem komu til að ákæra hana,
voru alveg öryggir í því að þeir væru réttu megin. Þeir
voru vissir um að hún hafði brotið Móselögin, sem
sögðu, að hún ætti að grýtast.
Þeir komu inn með hana, sem dómarar, en urðu að
ganga út, sem syndarar. Hún kom inn sem syndari, en
fékk að ganga út sem frelsuð kona.
Lof sé Guði! Þegar mennirnir koma fram fyrir Jes-
úm, þá breytist öll mannleg afstaða.
Æðstu prestarnir og farisearnir, sem höfðu komið með
konuna, höfðu gert um það áætlun, hvernig þeir ættu að
veiða Jesúm. Það eru ýmsir menn til sem fjalla um
syndir annarra vegna stjórnmálalegra afskipta af trú-
málum. Þetta var ástæðan hjá þeim, þeir leituðust við að
fella Jesúm. Þeir vildu sanna á Hann mótstöðu við
Móselögin, og þessvegna héldu þeir, að þeir hefðu nú
möguleika til að sanna það. Nú skulum við fella Hann.
Þeir voru ekki að hugsa svo mjög mikið um syndugu
konuna. Þeim var alveg beinlínis sama um afdrif henn-
ar. Nei, það sem þeir hugsuðu um, það var þeirra
stjórnmálalega ráðabrugg, að ráða Hann af dögum.
En Jesús er hinn mikli Meistari. Og það er sama í,
eða með hvaða erindi við komum fram fvrir Hann, þá
getum við verið alveg viss um, að þar verðum við synd-
arar. Frammi fyrir Honum verðum við öll syndarar.
Þýtl úr Korsets Seir.
Framhald í nœsta bla'Si. — R. GuSm.
Sumavmótið.
Sennilega verður næsta sumarmót haldið á Isafirði.
Fáist trygging fyrir hentugu og nægilega stóru húsrúmi,
er nokkurnveginn vist að mótið verði þar. Nánar í næsta
blaði, bæði með tíma og fleira.
LEIÐRÉTTING.
í minningarorðum um Sigurð Pétursson í síðasta tölu-
blaði Aftureldingar, segir að Pétur faðir hans hafi verið
frá Mel. Hann bjó um skeið á Mel, en var ættaður frá
Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð.
Þetta leiðréttist hér með.
26
Draumvit/un.
I sænsku mánaðarhefti, „Vár tro“, birtist merkileg draumvitrun,
í janúarhefti þ. á.
TrúaSa konu, Jóhönnu Lagerkvist, dreymdi þennan draum árið
1913.
Geislandi vagn nam staðar utan við húsdyr hennar. Hún spurði,
óttaslegin: „Hvað er þetta?“
— Það er vagn Konungsins, var svarað, og við erum sendir til
þess að sækja þig.
— Mig?
— Já, einmitt þig.
— En ég á fimm ung börn, sem þarfnast forsjár minnar. Get
ég ekki fengið að vera lengur hjá þeim?
Áður en hún fékk nokkurt svar, hljóp hún til útihúsa, og fór
inn í eitt þeirra, til að reyna að leynast þar.
AS vörmu spori kom einn sendimannanna á eftir henni. Hann
hélt á stórri bók í hendinni, sem hann opnaði og las upp úr:
„Það var í dag, sem við áttum að sækja frú Lagerkvist.“
Enn einu-sinni endurtók hún bæn sína um það, að vera und-
anþegin, vegna sjálfrar sín og sinna.
Maðurinn svaraði 'þá: „Ja, þú getur þá fengið að bíða. Við
komum bara seinna."
Nú gekk maðurinn á braut, en konan stóð eftir og leit upp til
skýjanna. Þá sá hún allt í einu ártalið 1953 birtast með logaletri.
Eftir það vaknaði hún.
Eftir þetta, og þegar árin liðu lengra fram, sá hún tveim
sinnum þetta sama ártal opinberast sér í skýjunum. Síðasta skipt-
ið, sem hún sá það, var fyrir fáum árum. En þá sá hún ekki að-
eins ártalið spegla sig, heldur sá hún mann nokkurn sitja á tölu-
stafnum 3. Hún sá að þetta var hermaður, en hann var ekki
klæddur sænskum hermannabúningi. Hún kvaðst hafa orðið ó-
ánægð yfir því, að maðurinn sat á tölustafnum og reyndi að fá
hann burtu af honum. En svo lengi, sem hún þagði, sat maðurinn
rólegur. Þá ávarpaði hún hann og um leið stóð maðurinn upp og
mælti til hennar á framandi máli. Nú talaði hún höstuglega til
hans og reyndi að fá hann niður af stafnum. En í sömu andrá,
kom stærri og kröftugri hermaður þessum hermanni til hjálpar.
Um leið skelfdist hún ákaflega. Á sama augabragði fékk hún
innri fullvissu um það, að áður en þessi atburður gerðist, mundi
hún verða tekin inn í einhverja mjúka, ttnaðslega og ólýsanlega
dýrð.
Þetta er þá draumvitrunin eða draumvitranirnar, því að þær
voru í raun og veru fleiri en ein. Þess er getið í sömu gr?in, að
þessi sannkristna kona hafi dáið rétt fyrir síðastliðin áramót. Þá
gekk hún inn til hinnar „mjúku, unaðslegu og ólýsanlegu dýrðar",
sem henni var gefin fullvissa um, að hún yrði gcngin inn til, áð-
ur en árið 1953 rynni upp, hvað sem það ber í skauti sínu.
Gullkorn dagsins.
Beizkur sannleikur er betri en sœt Lygi.
Máltœki frá Afríku.
Sœll er sá, sem stríSir gegn sjálfum sér. Vansœll
verSur sá, sem stríSir gegn öSrum.
Kínverskt máltœki.