Afturelding - 01.04.1953, Blaðsíða 6

Afturelding - 01.04.1953, Blaðsíða 6
AFTURELDING Gnð liciux* talað! Að undanförnu hafa allmargir spurt, hvort vatnsflóð- in í Englandi og Hollandi væri flóðbylgja sú, sem Anton Jóhannsen spáði um og Afturelding skrifaði um fyrir ári síðan. Því má svara bæði játandi og neitandi. Vísast eru þessi flóð, sem komu í febrúar síðastl. ekki sú flóðbylgja, sem Anton varaði sérstaklega við, vegna þess að hún átti að stafa af eldsumbrotum eða jarð- skjálfta. En Anton sagði líka frá miklum fárviðrum, er koma mundu og yllu stórtjóni, bæði á sjó og landi. Flóð, er af slíkum fárviðrum stöfuðu mundu brjóta varnar- garða í ýmsum löndum. Af því tilefni hvatti Anton bein- línis til þess að varnargarðar yrðu hækkaðir til muna á vissum svæðum. Hefði betur farið í Englandi og Hol- landi nú, ef svo hefði verið gert. Fárviðri það, sem gekk yfir fyrst í febr. síðastliðnum og olli þessum hryllilegu flóðum, hlýtur að vekja athygli manna enn einu sinni á spádómum Antons Jóhansens. Hann segist ekki þora að segja það með vissu, hvort mesta fárviðrið, sem hann sá í sýninni og olli stórtjórni, kom rétt á undan flóðbylgjunni miklu, eða á eftir henni. Margt er líkt með því fárviðri, sem Anton lýsir greini- legast og þessu sem gekk yfir í vetur með þeim hrylíilegu afleiðingum, er því fylgdi. Þó gæti maður haldið að það verði miklu meira, en þetta og eigi upptök sín lengra burtu en þetta veður átti. Svo virðist, sem Guð hafi talað svo alvarlega gegnum flóðin í vetur, að menn ættu ekki að hafa það í flimtingi, sem Anton Jóhansen sagði að koma mundi, sem dómur Guðs yfir syndugt mannkyn. Þær frásagnir, sem hlöðin hafa birt frá flóðasvæðunum eru svo alvarlegar, að þær ættu að vera meira en nægar til að þurrka glottið og háðsyrðin burt af vörum manna, er sumir hrugðu fyrir sig, þegar um þetta var skrifað í fyrra. Annars má geta þess, að þegar Afturelding skrifaði um sýnis A. J. í fyrra, voru það margir menn, sem al- mennt eru ekki viðurkenndir trúmenn, er veittu þessum spádómum mikla athygli og litu á þá án allra lileypi- dóma. Sumir þessara manna voru úr menntamanrastétt. Átti ég persónulegt samtal við nokkra þeirra um þessi mál, og gátu þeir þess, að spádómar Antons væru svo merkilegir, að það væri ekki hægt að fleygja þeim frá 22 sér eins og einhverju ómerkilegu plaggi. Efalaust voru þó hinir fleiri, sem gerðu ekkert með þá. Sumir leituð- ust jafnvel við að gera spádómana hlægilega og þagga alvöruna niður. Jafnvel í röðum trúaðra manna fundust slíkir menn, þó að ótrúlegt sé. En hvað skeður? Áður en ár er liðið frá því að fyrsta greinin kom í Aflureld- ingu um þetta, hafði flóð gengið svo alvarlega á land upp, að afleiðingar þess lagði t.d. brezkum verkfræðing- um meiri vanda á herðar, en dæmi voru til í sögunni. Utvarp frá London lýsti því þannig, að verkfræðingar þar í landi stæðu alveg ráðþrota gagnvart þessu. Þó var tjónið miklu minna þar heldur en í Hollandi. I Hollandi fórust 45 jn'isund húsdýr og 100 þúsund manns var flutt frá heimilum sínum, sem fóru undir vatn. og nær 2000 manns missti lífið í þessum flóðum. Við sem trúum orði Guðs og vitum, hvað skrifað er í 0])inberunarbókinni, um plágur og hörmungai hinna síðustu tíma, ættum fremur að húa okkur sjálf undir það og vara aðra við, heldur en að auka á andvaraleysið með ])ví að gera ekkert úr þeim viðvörunum, sem Guð hefur sent mönnum í gegnum þjóna sína. Dæmin sýna það líka frá Ritningunni, að þeir hafa tekið þunga á- hyrgð á sig, sem hafa ætlað að kæfa niður viðvöiunar- orð Drottins til fólksins á hættutímum. Hvernig var á dögum Jeremía, Amosar og Míka spámanna? Fengu þeir menn ekki þyngsta dóminn, oftsinnis, sem reyndu að koma því inn hjá fólkinu, að ekkert væri að óttast, og töluðu á móti spádómum þeirra manna, sem Guð hafði sannarlega sent? Sumir af J)essum mönnum, sem töluðu þá í gegn viðvörunum Guðs, voru „spámenn“ og prest- ar. En embætti Jæirra dró ekki úr þeim dómi, sem þeir kölluðu yfir sig með því að draga úr alvörunni. Nokkrum mánuðum seinna, en Afturelding byrjaði að skrifa um sýnir Antons, fóru fleiri kristileg blöð á Norðurlöndum að skrifa um sama efni, og hefur svo verið öðru hvoru allt fram á þennan dag. Á síðaJtliðnu sumri kvöddu þekktir kennimenn sér hljóðs á fjölmenn- um mótum kristinna manna og vöklu athygli fólks á spádómum þessa dána Guðs manns. Sjálfsagt hafa líka margir lagt sér þær viðvaranir á hjarta, enda er talið að Guðs fólk hafi beðið miklu meira síðan í sambandi

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.