Afturelding - 01.04.1953, Blaðsíða 2

Afturelding - 01.04.1953, Blaðsíða 2
AFTURELDING hefur staðið máttvana fyrir hinum sömu þremur vanda- málum á umliðnum öldum og er eins máttvana fyrir þeim í dag. I. í fyrsta lagi hefur syndin ekki breytzt. Reynt hefur verið að taka upp nýtt nafn og setja nýtt merki á eitur- flöskuna. Menn hafa reynt með ákveðnum kerfum að hreinsa til í hina gamla, synduga eðli mannsins. En syndin hefur ekki breytzt. Við höfum reynt að gefa vanciamálum okkar í dag ný nöfn, til að friða samvizku okkar. En syndin er alltaf hin sama. Maðurinn svndgar. og afleiðing syndarinnar eru sjúkdómar, vonbrigði, ör- vænting, vonleysi óg helvíti. Biblían segir: „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð“. „Laun syndarinnar er dauði.“ — „Sú sál sem syndgar, skal deyja.“ Að eðlinu til ert þú syndari, og þú framgengur í synd. Þú munt aldrei öðlast frið í sálu þína, frið í sam- vizkuna og frið í hugarfarið. fyrr en syndinni hefur ver- ið útrýmt úr lífi þínu. II. Ekki hefur sorgin heldur umbreytzt. Fyrir þús- undum ára stóðu Adam og Eva og horfðu með sundur- kriimdum hjörtum á látinn líkama Abels sona'r síns, eft- ir að Kain hafði myrt hann. Þetta var hið raunverulega upphaf að þeirri nístandi hryggð, sem fyllir manns- hjörtun. Sorg er alheimsins mál í dag, og sérhver okk- ar þekkir að einhverju leyti til sorgar og þjáningar. En Biblían segir, að þegar ])ú hefur mætt Jesú, sem Frels- ara þínum, getur þú varpað allri áhyggju uþp á hann. Jesús sagði: „Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og þun"a eru hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld!“ III. Og dauðinn er hinn sami. Enda þótt við höfum leit- azt við að umbrevta honum með því að fegra ýmislegt og gefa því önnur nöfn, þá er dauðinn samt raunveruleiki, — grimmur og hræðilegur. Hann hefur ekki uinbreytzt. Þú verður að deyja. Erlu reiðubúinn að deyja? Hefur þú búið þig undir að mæta Guði? — Þú hefur búið þig undir allt nema dauðann. En Biblían segir. „Vertu við- búinn að mæta Guði þínum.“ — Þessi þrjú vandamál skapa sögu kynslóðanna. Mannkvnssagan byggist á þessum bremur vandamálum: Fortíðin, full af synd. nú- tíðin brungin af sorg, og frá framtíðinni starir dauðinn á okkur. Frá sjónarmiði almennings lítur þetta út sem vonlevsi, enda hafa þeir reynt að upphugsa hundruð af heimspekikerfum og ótölulegum trúarbrögðum — en án árangurs. Við eigum sálfræðinga og heimspekinga, en þetta hefur ekki getað leyst vandamálin. — En leyf mér að leiða regnboga vonarinnar inn í hjarta þitt! Kristur getur leyst öll þrjú höfuðvandamál lífs þíns. Það geta þúsundir og aftur þúsundir manna borið vitni um! I Biblíunni getur þú fundið þessi orð: „Jesús Krist- ur er í gær og í dag hinn sami og um aldir.“ I gær — það er fortíðin — sá tími, sem hann gekk um hér á jörðunni. í dag — það er núið — yfirslandandi augnablik. Um aldir — það er framtíðin — til þess dags, þegar hann mun koma aftur til jarðarinnar, til að ríkja. — í GÆR — þegar hann var hér á jörðinni — friðþægði Hann fyrir synd þína, forlíð þína, þitt umliðna líf. Jesús Kristur dó til þess að frelsa þig frá syndum þínum. Hann dó líkamlega og andlega í þinn stað. Einmitt þess vegna getur blóð Jesú Krists hreinsað þig af allri synd. í DAG er Kristur í himninum, þar sem hann biður fyrir sérhverjum, sem á Iiann trúir. Hann er einmitt nú á þessu augnabliki reiðubúinn til að leysa öll þín vanda- xnál, fjarlægja byrðar ]>ínar og þerra öll þín tár. Hann þráir að gefa þér frið, gleði og ánægju í þeim mæli, sem þú aldrei hefur fyrr þekkt. — Á MORGUN hefur Hann lofað himnesku heimili öll- um þeim, sem trúa á hann. Hvað á ég að gera til þess að fá syndir mínar fyrir- gefnar, byrðar mínar fjarlægðar og vandamálin leyst? Hvað á ég að gera til þess að fjarlægja óttann við dauð- ann úr hjarla mínu, og til að öðlast fulvissu um, að ég komi til himinsins, þegar ég fer héðan? Þú verður að snúa þér. Þú verður að viðurkenna synd þína og snúa þér frá henni. Endurfæðing þýðir í sannleika það, að snúa sér frá syndihni. Þú getur ekki verið kristinn, nema þú af fúsum og frjálsum vilja yfirgefir hina syndugu forlíð þína. Þú verður að trúa á Jesúm Krist! Trú þýðir, að gefa sig á vald, að leggja sig í varðveitandi hönd Guðs. Þú verður að gefazt Kristi Jesú og leyfa honum að vera Drottinn þinn og Meistari. Þú verður að fela honum vegu þína, og allt þitt líf. — Hefur þú snúið þér? Trúir þú á Jesúm Krist, sem Frelsara þinn? Þá segir Heilög ritning, aS þú sért endurfœddur. Að vera endur- fæddur þýðir, að Guð gerir þig þátttakandi í hinu guð- dómlega lífi. Þú ert barn Guðs og ný sköpun. — Hið gamla varð að engu, sjá allt er orðið nýtt! — ABt þetta getur orðið raunveruleiki fyrir þig — f þínu lífi nú á þessari stundu. Gef þig Kristi Jesú nú. Drag það ekki. Gæt tímanna. Tíminn er liðinn svo langt, að við lifum þegar á lánuðum tíma, og sá dagur er harla nærri, sem náð Guðs tekur enda. Þegar Pétur prédikaði á hvítasunnudaginn, sagði hann það fyrir, að næsta skipti, sem Guð gripi inn, mundi það verða með dómi. Ef þú sniðgengur hjálpræði hans, þýðir það hið sama og að þú varpir því frá þér. Að draga það, er hið sama og að vísa því frá sér. Trú þú á Jesúm Krist nú.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.