Afturelding - 01.06.1966, Blaðsíða 3

Afturelding - 01.06.1966, Blaðsíða 3
Hvernig ég bjargaðist úr landi dauðans Á ég að segja þér sögu mína? Ungur etiópskur maSur segir hér frá átakanlegri lífsreynslu sinni. Hann varð a5 flýja land sitt upp á líf og dauða. Óvinimir létu rigna yfir hann dauðasprengjum og eiturgasi. Samferðafólk hans féll unnvörpum dautt niður við hlið hans, á flóttanum, einnig áburðardýrin. Hann fékk blóð- sótt og var að dauða kominn. En honum óskiljanleg hulin vernd hjálpaði honum alltaf og vakti yfir honum. 1 dag veit hann, hvaða máttur það var. Nú gefum við unga manninum orðið. Ég er ungur maður frá Etiópíu. Nafn mitt? Hefur það nokkra þýðingu? Ég er fæddur fyrir 30 árum. Móðir mín dó, er ég var lítið barn. Faðir minn, svo og allir ættingjar mínir, voru heiðingjar. Idér- aðshöfðinginn, þar sem við áttum heima, tilheyrði Koptisku-kirkjunni. Maður þessi fékk föður minn t*l þess að samþykkja það, að ég yrði „skírður“ sem barn til koptisku kirkjunnar. Samkvæmt sið- venjum hennar, bélt hann i hægri þumalfingur *ninn, meðan á athöfninni stóð. Á þennan hátt varð liann „guðfaðir“ minn. Ég álykta svo, að ástæðan fyrir því, að höfðinginn vildi að ég skírðist, væri su, að liann vildi cinfaldlega fá mig að þjóni, er eg stækkaði. Að minnsta kosti hef ég aldrei heyrt neitt orð um Guð eða Son lians frá þessum „guð- föður“ mínum . Á þessum tíma gerðist það, eða þegar ég var orðinn stálpaður unglingur, að Italir brutust inn í föðurland okkar og tóku herravald yfir því. Með hjálp flugvéla, eiturgass og annarra ægivopna tók þetta ekki langan tíma fyrir þá. „Guðfaðir“ minn, ásamt mörgum fleiri varð að flýja land. Þeir kusu þctta lieldur en að gefa sig undir ítali, sjálfa óvini þjóðarimiar. Ég flýði með „guðföður“ mínum. — Þegar við komum að eyðimörkinni, sem liggur á milli vatnanna, Slephen og Rudolf, liófst stríðið fyrir alvöru. Meðan guðfaðir minn barðist, hélt ég í tauminn á asna hans. ítölsku flugvélarnar jusu 3

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.