Afturelding - 01.06.1966, Blaðsíða 12

Afturelding - 01.06.1966, Blaðsíða 12
ævintýrum. Og svo var hann einmitt liingað kom- inn, til þess að eyðileggja þessa fögru myndastyttu — af Jesú. Hann var orðinn lærisveinn Satans! Hann liristi höfuðið og Iokkur af Ijósu liári lians féll niður á ennið. Hann sá myndina eins og í þoku. En hvað var það sem stóð skrifaö þarna neðst á styttunni? Sér til mikillar undrunar las hann: „Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á liann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Doug varð hugsi. Allt í einu fannst honum liann vera orðinn 7 ára gamall drengur og vera í sunnudagaskólanum. Það var í það einasta skipti, sem hann mundi eftir, að hann hefði komið í sunnudagaskóla eða í Guðs hús. Sunnudagaskólakennarinn, sem talaði við liann þetta skipti, hafði einmitt kennt honum þetta vers. Munurinn var aðeins sá, að kennarinn hafði kennt honum að setja sitt eigið nafn inn í versið, og þá hljóðaði versið svo: „Svo elskaöi Guð Doug Rol- land, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að ef Doug Rolland tryði á hann, mundi hann ekki glatast, heldur liafa eilíft líf!“ Einkennilegt að hann skyldi muna eftir því núna, eftir öll þessi ár! „En ég er ekki kominn Iiingað til þess að vera að hugsa um slíkt og þvílíkt,“ sagði hann hálfhátt við sjálfan sig. En um leið fannst honum, sem hljómur raddar sinnar vera eitthvað svo undarleg- ur í kyrrð næturinnar. Hann rétti út hendina til þess að byrja skemmdarverkið, en áður en liöndin snerti styttuna, féll hún máttlaus niður á ný. „Til þess að ef Doug Rolland tryði á hann, mundi hann ekki glatast.“ Orðin komu aftur og aftur í liuga lians. Hann leit aftur á myndina. Hví- lík augu! Hvílíkur kærleikur og meðaumkun í aug- um hans! Og hvílíkan kærleik hafði ekki Guð auð- sýnt, með því aö senda Jesúm, til þess að deyja fyrir liann! Hvernig mundi líf hans verða, ef hann tryði á Jesúm! Og hvernig væri liægt að gera nokk- uð annað. Nú hrökk Doug við í hugsunum sínum. Þetta hlaut að vera geðveiki! Þetta er alls ekki sonur Guðs, heldur aðeins mynd sem einhver hef- ur búið til, samt meistaralega vel gerð. Já, en hann gat hafa litið svona út fyrir það. Augu lians hafa getað horft á Doug Rolland á sama 12 hátt. Hvers vegna vildi nokkur skemma mynd af frelsaranum, sem hafði elskað svona mikið? Doug varð alveg undrandi á sjálfum sér, er hann fann að það komu tár í augu hans. Allt h'f mitt hef ég verið í stöðugri leit eftir ein- hverju, sem gæti gefið mér frið í hjarta mitt. Hann leit upp í dimmbláa himinhvelfinguna. „Guð, Guð, getur Jesús gefið mér frið?“ Hann hafði varla sleppt orðunum af vörum sér, er máttug fullvissa Heilags Anda fyllti hjarta hans. Doug fleygði sér niður á jörðina, frammi fyrir augliti Guðs. Og þar, aleinn í myrkrinu, með sund- urkramið hjarta, mætti Jesús Kristur lionum og hreinsaði hann af allri synd. Þegar hann, eftir litla stund, stóð á fætur, sá hann stóran sendiferðabíl staðnæmast á veginum, rétt við kirkjugarðinn. Tveir menn stóðu hjá híln- um, og spurðu höstuglega: „Hvað ertu að gera hér?“ Doug liristi höfuðið. Ég veit ekki .... ég er ekki alveg viss .... ef til vill .... hefur Guð sent inig hingað.“ Annar maðurinn var á leiðinni til hans frá bíln- um. Hann hélt á verkfærakassa. Hann staðnæmd- ist fyrir framan Krists-myndina. „Það er víst eitt- livað í ólagi með hana,“ sagði hann. „Ljósin slokkna og kvikna á víxl í myndinni. Er það ekki.“ Doug starði á liann. „Nei, er það? Hvers vegna?“ „Umsjónarmaður kirkjugarðsins áleit að það væri skammhlaup, sem ylli Jiessu. Þess vegna kall- aði hann á okkur fyrir nokkrum klukkustundum síðan, en við höfum ekki getað komið fyrr en nú,“ hélt maðurinn áfram. Nú höfðu báðir mennirnir gengið á bak við stytt- una. Þá kom allt í einu ljósleiftur fram í henni. Hann heyrði, að mennirnir voru í djúpum og al- varlegum samræðum. Það lilaut að vera eitthvað alveg sérstakt, sem þeir voru að tala um. „Ungi maður!“ kölluðu þeir. Þegar hann var kominn til þeirra, bentu þeir honum á nokkra bera rafmagnsvíra, sem lágu alveg inn við málminn í styttunni og leiddu straum út í alla styttuna. Hún var því orðin eins og risastór sprengja. „Mikið varst þú heppinn, drengur minn, að koma ekki við styttuna,“ sögðu þeir. „Ef þú hefðir gert það, þá hefði allur straumurinn farið í gegnum þig, og þú hefðir dáið á samri stundu!“

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.