Afturelding - 01.06.1966, Blaðsíða 5

Afturelding - 01.06.1966, Blaðsíða 5
andi hönd, sem ég hvorki sá né vissi hver var, hlíft niér og varðveitt. Undursamlegur dagur. Þegar ég var kominn aftur til heilsu, var ég flutt- ur í herbúðir, þar sem heilbrigðu fólki hafði verið safnað saman. Hér varð mikil breyting á högum mínum. Við fengum mjólk, ólívur, mjöl og föt, einnig aðgang að sjúkrahúsi. Tveim árum síðar byggðu þeir skóla handa okkur. Maður nokkur frá Nýja Sjálandi var yfirkennari við skólann. Hann var kristniboði, sem starfað hafði í heimalandi mínu. Við urðum samferða til kirkjunnar á sunnu- dögum. Þar heyrði ég fyrst talað um Biblíuna og boðska]) hennar. Þar heyrði ég í fyrsta skipti á ævi minni talað um, að Guð hefði sent Son sinn Jesúm Krist í heiminn, til þess að mennirnir skyldu frelsast fyrir hann. Sumir ungu mannanna gerðu gys að þessu, er þeir heyrðu það, en ég fann þrá í hjarta mínu eftir að heyra meira um þetta. Síðan rann upp hinn undursamlegi dagur, er ég skildi hver það var, sem var frelsari minn og hjálp- ari. Eftir það skildi ég hvers eðlis sú óskiljanlega vernd og miskunn var, er yfir mér liafði hvílt allt mitt Iíf. Kristinn maður kom til mín á hverju kvöldi og fræddi mig um veg Drottins. Loks kom að því, að Englendingar sögðu ítölum stríð á hendur. Eftir stuttan tíma varð Iand mitt frjálst á nýjan leik. Við vorum þá sendir til Harrar í Austur-Etiópíu, og þegar þangað kom, sendi stjórn- in okkur í skóla. Allan þennan tíma, og allt siðan ég fæddist, veit ég að Drottinn hefur hjálpað mér í öllum kring- Umstæðum. Nú fékk ég gott tækifæri til þess að segja hinum piltunum frá þessu nýja lífi, sem ég hafði öðlazt. Ég notaði kvöldin til þess að vitna fyrir þeim, þegar við vorum ekki að störfum. Það virtist sem sumir af þeim tæku vitnisburð minn trúanlegan, en hvernig aðrir tóku því, gat ég ekki vitað. Árið 1943 opnaði keisarinn liinn fyrsta æðri skóla í landi okkar, nálægt höfuðstaðnum Addis Ábeba. Hann óskaði eftir 12 piltum frá okkar skóla, og varð ég einn af þeim tólf sem valdir voru. Nokkrir hinna kristnu vina minna frá skól- anum í Kenya komu með mér. Stuttu síðar kom nýr kennari frá Kanada. Hann var kristniboði og hann fræddi okkur meira um Guð og verk hans hér á jörðu. Maður þessi bar mikla umhyggju fyrir okkur. Harm tók okkur með sér í kirkju hvern sunnudag. Á sunnudagskvöldum höfðum við okkar eigin samkomur. Þá höfðum við biblíulestra og bænastundir. Það reyndum við líka að hafa önnur kvöld vikunnar. Á þennan hátt auðnaðist okkur að fá meiri og meiri fræðslu í Guðs orði. Aftui til heimilis míns. í öll þessi ár hafði ég ekki heyrt eitt orð frá föður mínum og bræðrum. Ekki átti ég heldur neina ferða- peninga til þess að komast heim, þó að mig lang- aði til þess. Og heimilið lá langt í burtu frá höfuð- borginni. Ég hafði hitt að máli nokkra menn frá heimabyggð minni, en þeir gátu ekki gefið mér neinar upplýsingar um föður minn. Hins vegar sögðu þeir mér óvæntar fréttir og harla ánægju- legar fyrir mig. Þeir sögðu mér að margir kristnir menn væru nú í heimalandi mínu, og þar væri búið að byggja margar kirkjur. Ég átti erfitt með að trúa þessu, en þegar það sýndi sig að við- mælendur mínir voru orðnir kristnir menn, þá gat ég ekki efazt um að þeir segðu satt. Þetta var allt furðulegt í augum mínum, því ég vissi ekki til þess að nokkur í landi mínu þekkti lifandi Guð. Dag nokkurn spurði kennari minn mig, hvort mig langaði ekki til þess að taka mér ferð á liend- ur og fara til bernsku heimkynna minna. — Hve gleði mín varð innilega djúp, er hann kunngerði mér, að ónefndur maður hefði gefið mér ásamt einum vina minna, farmiða og föt til fararinnar. Við pökkuðum farangri okkar niður, og gleymdum ekki að taka allmörg Nýja testamenti með okkur. Þegar ég fór að nálgast heimili mitt, tók hjart- að að berjast í brjósti mínu. Um það bil tíu ár voru liðin, síðan ég fór landflótta frá bernsku heim- ili mínu. Þegar ég hafð'i náð alla leið fram, var mér sagt að faðir minn væri dáinn fyrir tveim árum. Tveir bræður mínir bjuggu ennþá heima, en annar þeirra var sjúkur, og liafði hann legið rúmfastur í mörg ár. Bræður mínir voru fyrir löngu búnir að missa alla von um það, að ég væri lifandi. Þegar þeir sáu mig, héldu þeir, að ég væri risinn upp frá dauðum. Það var nú ekki svo langt frá því að svo væri. Ekki höfðu bræður mínir heyrt neitt um lifandi Guð og Son lians Jesúm 5

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.