Afturelding - 01.06.1966, Blaðsíða 42

Afturelding - 01.06.1966, Blaðsíða 42
skarpa greind og listrænt skyn til margra átta. Hæfileikar þessir munu þó hafa leynzt samferða- mönnum miklu meir, en þeir hefðu gert hjá flest- um öðrum, vegna þess hve hlédræg hún var og langt frá að ýta sér nokkurs staðar fram. En þeir sem voru henni kunnugastir vissu um fjöl- þætta hæfileika hennar í djúpi kyrrlátrar skaj)- hafnar. Um tvítugs aldur fór Sigurlaug til Noregs og var þar á saumastofu, en sauma hafði hún lært hjá móður sinni, er var viðbrugðið á því sviði. í Noregi komst hún í snertingu við trúarvakn- ingu, sem þá var mjög mikil þar í landi. Þar mætti hún Kristi sem frelsara sínum, en jiað hafði áhrif á allt h'f hennar eftir það. Sumum fannst Sigurlaug vera fáskiptin, næst- um fráhrindandi. Einhvern tíma tók ég mér stöðu við hlið þeirra, sem ályktuðu svo, og sagði það við liana. Hún leit á mig og sagði aðeins: „Og þú líka!“ Svo hvarf hún inn í djúpa þögn. Mér varð ljóst, að ég hafði hryggt hana, en það varð ekki aftur tekið. Eftir stundarkorn rauf hún þögnina: „Það var nokkru eftir að ég hafði gefizt Kristi og var komin heim til Islands. Ég gerði mér grein fyrir því, hvað ég hafði öðlazt, er ég hafði mætt Kristi og var orðin Guðs harn. Ég hugsaði, að ef til vill mundi ég þurfa að lifa alein með frelsara mínum, án samfélags við endurfætt fólk allt mitt líf. Mun ég geta staðizt? Mun ég geta varðveitt það sem mér hafði verið trúað fyrir? Þá var það eitt kvöld, að karlakórinn „Vísir“ á Siglufirði hafði æfingu í heimili okkar. Ég var í herbergi mínu. Tónar söngsins hljómuðu gegnum heimilið — og inn til mín. Sumt af þessum lögum hafði ég lært þegar ég var unglingur, og ég elskaði þau. Þetta snart mig undarlega og með viðkvæmni. Á þessari stundu fann ég það, sem ég hafði aldrei hugsað um áður, hvað þessir tveir jrólar — jarðneskt og eilíft Iíf — eru ákaflega nærri hvor öðrum. Já, miklu nær en Guðs fólk hugleiðir. Þetta kvöld fannst mér ég verða að velja á nýjan leik, velja á milli þess, sem var af jörðu og hins sem var að ofan. Og ég valdi þetta kvöld á nýjan leik,“ bætti hún við. Þetta kvöld varð Sigurlaug Björnsdóttir geslur jarðar, gestur sinnar eigin borgar, gestur ættingja sinna og vina. Þeir eru til, sem geta selt frumburð- arrétt sinn fyrir smámuni, jafnvel fyrir eina mál- tíð (Hebr. 12,15). En svo eru aðrir, sem ekki geta hugsað sér að selja hann fyrir neitt. Þeir eru reiðu- húnir að játa það livar sem er, og fyrir hverjum sem er, að þeir séu gestir og útlendingar á jörð- unni. Þeirrar tegundar var bæði gerð Sigurlaugar og kristindómur. Frænkur hennar tvær, sem voru hjá henni síð- ustu stundirnar létu mig skilja, að það hafi ekki leynt sér, að þar hafi akkeri sálarinnar verið traust og öruggt og hafi náð alla leið inn fyrir fortjaldið eins og Guðs orð kallar ]>að í sambandi við hina sigrandi trú (Hebr. 6,19). Þegar hún var látin, fundust á skrifborði hennar tuttugu og þrjár áritanir til fólks, víðs vegar um heim. Við þetta fólk hafði hún staðið í stöðugum bréfaskiptum. Virtist benni vera jafnlétt að skrifa á ensku og Norðurlandamálum. Hjá þessum stafla af áritunum var ávarj) til skyldmenna henn- ar, er renna mundu augum að þessu, er hún væri gengin af heimi þessum. Þar bað hún þess, að öll- um þessum vinum sínum yrði skrifað og þeim til- kynnt að hún væri farin af þessu landi og til ann- ars bjartara og betra. Fyrsta verk Péturs bróður hennar, er hann kom norður, eftir lát hennar, var að uppfylla þessa beiðni. Því ver glötuðust allar þessar áritanir, eft- ir að búið var að senda bréfin. Ánægjulegt hefði verið að áritanir þessar hefðu geymzt lengur, eins og hún gekk frá þeim, en aðeins tímann frá því að hún skrifaði þær niður og þangað til hún hvíldi liðið lík í heimili sínu. Ekki er ólíklegt, að þegar þessi bréf með dán- arfregn hennar koniu til viðtakenda, hafi margur tregað það, að hún væri ekki lengur á þessari jörð. Hvað með mörgu hermennina á stríðsárunum, sem hún bar umhyggju fyrir á ýmissan hátt og uj)j)- örvaði til þess að trúa á Guð og hafa stöðugt bréfa- samband við foreldra sína? Margar mæður þeirra skildu að minnsta kosti þessa þjónustu. Það sýndu bréf þeirra til Sigurlaugar, eftir að synirnir voru komnir heim eftir hildarleikinn mikla, og sögðu frá því hvílíka hjálp og þjónustu þessi kona á nyrztu mörkum veraldar hefði veitt þeim. Og hvað með kristniboðana í ýmissum löndum, er nutu þess árum saman að í barmi þessarar konu sló lijarta, sem elskaði framgang Guðs ríkis meira en allt annað? Framhald á bls. 46. 42

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.