Afturelding - 01.06.1966, Blaðsíða 9

Afturelding - 01.06.1966, Blaðsíða 9
Englar myrkursins Sameiginlegt vandamái allra þjóda, ekki minnst Vesturlandaþjó'Sa, er liinn ört vaxandi fjöldi ungs fólks, er hneigisl meir og meir aS skemmdarstarf- semi og hreinu guSleysi. Þessi skemmdarstarf- semi fiœSir yjir lönd og borgir án þess aS menn geli ciginlega nokkra rönd viS reist. Flestum hugs- andi mönnum kemur saman um, aS þaS eina lyf sem tiL sé viS þessu œgilega lcrabbameini, séu sterk kristileg heimilisáhrif og sunnudagaslcólastarf. Eftirjarandi grein, sem þýdd er úr ensku, talar svo skýru máli í þessu efni, aS vert er fyrir alla aS leggja sér þclta mikla vandamál á hjarta. í dimmu kjallaralierbergi voru nokkrir ungir menn samankomnir. í miðju loftinu logaði á olíu- lampa, sem með sínu daufa ljósi megnaði varla að lýsa upp andlit ungu mannanna. Þessi andlit, sem endurspegluðu meira liatur, tilfinningaleysi og andlegt myrkur, en líf. Þeir kölluðu sig „Engla myrkursins“. Þeir vissu, að til voru fleiri hópar, sem höfðu svipuð nöfn og tilgang. I Oklahoma til dæmis var leynilegt félag, sem liét „Samband illra anda“. 1 Arizona var annar hópur af ungu fólki, sem kom saman til Jtess að tilbiðja Satan, J>ar sem allir lofuðu J)ví að gera hann að leiðloga sínum. Þótt félagssamtökin hefðu ekki alveg sömu nöfn, var tilgangurinn hinn sami. Hann var sá, að eyði- leggja og brjóta niður allt sem minnti á Guð og Son hans Jesúm Krist. Vantrú, liæðni og uppreisn- arandi, virtist einkum setja einkenni sín á hjörtu og hugsanir J)essa unga fólks, er lýsti yfir })ví, að l>að liefði sjálfviljuglega gefið sig Satan á vald, til J>ess að J)jóna honum. Þarna í hálfrökkrinu sat meðal Jteirra, sem reyndari voru í J)essum hryllilega félagsskap, ung- ur maður, sem hét Doug Rolland. Hann hafði tek- )ð sér sæti, heldur framarlega, og beið nú með eftirvæntingu eftir J>ví sem koma skyldi. Hendur hans héngu kæruleysislega niður á milli hnjánna. Hann var auðsjáanlega mjög óstyrkur, þótt liann væri að reyna að láta líta svo út, sem liann væri rólegur og hefð'i fullt vald á taugum sínuin. Það fór kuldahrollur um hann allan, en sem betur fór, vissi það enginn. Þetta var nóttin, sem hann átti að hefja starf sitt í félagsskapnum, og hann mátti ekki bila. Hann strauk hendinni yfir ljósa hárið sitt, og fingur hans skulfu. En J)egar fyrirliði flokksins, Greg að nafni, stóð upp, stóð Doug eins og ósjálf- rátt upp líka. Hann fann sama kuldahrollinn fara um líkama sinn, eins og áður. Nú rétti Greg upp báðar hendurnar og bað Satan að gera J)á hæfa lil J)ess að framkvæma það, sem J>eir ætluðu að gera á þessari hræðilegu nóttu. Augu Gregs lýstu af einkennileguin eldi og áhrif myrkravaldsins voru raunveruleg. Á því augnabliki fannst Doug, að hann hefði helzt viljað flýja. En hann herti upp hugann á ný. Hann hafði fengið sína vígslu og þessi nýja reynsla lians lofaði honum spenn- andi ævintýrum. Og var það ekki einmitt það, sem ungt fólk sóttist eftir. Og þegar öllu var á botn- inn hvolft, hafði liann engu að tapa og ekkert að missa. Eaðir hans var drykkjumaður og móðir hans sjúklingur, svo að hann átti raunverulega ekkert heimili. Hver spurði eftir honurn? Hver skipti sér af því, hvað hann tæki sér fyrir hendur? Hann var líka kominn á J)ann aldur, að eitthvað varð hann að gera. í J)essum hópi var samheldni og sterk félagshyggja og það fannst honum liafa mik- ið að segja. Augu Gregs loguðu ennþá af þessum einkenni- lega eldi. „Þú verður fyrst að starfa með Ralplx Dicksson," sagði hann við Doug. „Þegar þú ert búinn að vera með lionum í hálfa klukkustund, getur þú unnið sjálfstætt. En Jni skalt mæta hér í nótt klukkan 1, og gefa skýrslu.“ Greg smeygði sér í leðurjakkann. „En láttu ekki 9

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.