Afturelding - 01.06.1966, Blaðsíða 32

Afturelding - 01.06.1966, Blaðsíða 32
svo mikið af því sem skrifað væri, að það væri talað um endurkomu Jesú Krists. Langan tíma á eftir leið okkur eitthvað svo óskiljanlega vel. Var eins og allt væri miklu bjart- ara og léttara yfir okkur andlega, en hægt og hægt þvarr þessi sælutilfinning. Á þessu tímabili hug- kvæmdist okkur ekki að lesa í Biblíunni, en stund- um báðum við saman á kvöldin. En óðar en langt leið, var þetta allt horfið okkur og okkar andlega myrkur varð meira en nokkru sinni fyrr, og þann- ig leið árið. Lesandann getur ef til vill furðað á því, livers vegna við skyldum ekki snúa okkur til einhverrar kirkju eða safnaðar á þessu tímabili. Þetta gerð- um við einmitt, en við hittum fyrir aðeins þurran formkristindóm, sem vantar það, sem Jesús talar um og á við í Jóhannesar guðspj. 4,38: „Sá, sem trúir á mig, frá hans innra lífi, munu streyma lækir lifandi vatns.“ Eftir að ég hafði ekið konu minni heim frá Suður-Svíþjóð, eins og áður er sagt, þurfti ég að fara í burtu um nokkurn tíma í verzlunarerindum. Var þá konan mín ein eftir heima með börnin. Það var svo á föstudegi, hina fyrstu viku, sem hún var ein heima, það var í byrjun nóvember 1956, að vin- kona hennar kom, sem er gift þekktum píanóleik- ara í Stokkhólmi, í heimsókn til liennar. Píanó- leikarinn og kona hans voru bæði Metodistar og vinkona konu minnar var heittrúuð, raunverulega endurfædd kona. Hún tók nú konu mína með sér á samkomu til Hvítasunnumanna, sem átlu lítið samkomidiús skammt þar frá. Kvöld þetta hafði afgerandi þýðingu fyrir konu mína. Það urðu hvörf í lífi hennar. Nú fann hún það loksins, sem hún hafði alltaf verið að leila að — opinberun hins lifanda Guðs, sumpart gegn- um brennandi vitnisburði og sumpart gegnum brennandi áhrif frá Heilögum Anda, sem hvíldi yf- ir þessum söfnuði. Þá hafði það ekki sízt áhrif á hana, sá velvilji, og kærleikur, sem streymdi á móti henni. Þegar ég kom heim á laugardagskvöld- ið, var engu h'kara en hún væri eldur og logi af áhuga fyrir þessu, sem hún kvaðst hafa reynt. Ég fór með henni á samkomu á sunnudaginn, bæði á árdegis- og kvöldsamkomu. Og sannar- lega höfðu samkomurnar djúp áhrif á mig. Þessa viku alla var ég heima og vann hvern dag á skrif- stofu minni. Ég hafði því tækifæri til að sækja fleiri samkomur. Þegar vikan var hálfnuð fékk ég að reyna endurfæðinguna, sem Jesús talar um í fagnaðarerindi sínu. Nú rann upp algerlega nýtt líf fyrir mig og fjölskyldu mína. [ söfnuðinum fengum við hjónin leiðbeiningu og fræðslu í Orði Guðs, enda lásum við sjálf Biblíuna með kostgæfni. Eftir einstæða innlifun og reynslu með Guði báðum við um skírn í vatni og svo vorum við tekin inn í söfnuðinn og við fundum það, að þessa ákvörðun höfðum við tekið af fullum vilja og öllu hjarta. Fljótlega var kona mín beðin að syngja við guðs- þjónustur safnaðarins. Hún var fús til þess. Við eitt tækifæri vildi hún æfa sig sérstaklega vel und- ir samkomuna og gekk til söngstjóra þess, sem oftast hafði æft hana undir meiri háttar söngleika (óperu). Þar sem hún var nú búin að taka þá ákvörðun, að syngja aðeins andlega og trúarlega söngva, hugsaði hún sér að vitna fyrir sínum gamla söngstjóra, um Ieið og hún segði honum frá endur- fæðingu sinni. En það kom í Ijós, að þetta varð ekki eins létt fyrir hana og hún hugsaði. Henni fannst það mistakast með öllu og hún varð undr- andi yfir kjarkleysi sínu, þegar að því kom, að hún skyldi vitna fyrir þessum þekkta manni. í gegnum þetta atvik skildum við bæði, að til þess að lifa hinu nýja lífi, sem við höfðum öðlazt, þyrftum við að eignast kraft Heilags Anda. Nótt eina, eftir að við höfðum komið heim eftir sunnudagssamkomu, fórum við að hiðja um skírn Heilags Anda, sem Guð hefur fyrirheitið þeiin í sínu heilaga orði, sem honum vilja hlýða, og við höfðum fengið fræðslu um í söfnuðinum. Konan mín gat ekki haldið eins lengi út í bæn- inni, svo að hún sofnaði á undan mér. Þegar hún var sofnuð, fór ég að lesa í Biblíunni. Einkum las ég annan kaflann í Postulasögunni, er segir frá því hvernig hinir fyrstu lærisveinar skírðust Heilög- um Anda og töluðu öðrum tungum. Svo fór ég að lofa Guð og þakka honum. Óðar en varði fór ég sjálfur að tala alveg ókunnum tungum. Um leið fylltist ég ólýsanlegri gleði og vakti konu mína, til að segja henni, hvað hefði hent. Þegar hún var vöknuð hélt ég áfram að lofa Guð á hinum nýju tungum. Hún hlustaði nokkra stund, en sagði svo allt í einu: „Þetta er nákvæmlega sama tungumál, 32

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.