Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.01.1986, Blaðsíða 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.01.1986, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 3 Við eigum öll verk að vinna Sigrún Jonný Siguðrardóttir, sem vinir og kunningjar kann- ast best við undir nafninu Jonný, er meðal þeirra 9 sem þátt taka í prófkjöri Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. Alþýðublað Hafnarfjarðar hitti hana að máli og lagði fyrir hana nokkrar spurningar. Fer viðtalið hér á eftir. Bætt lífskjör koma ekki af sjálfur sér Alþýðublað Hafnarfjarðar átti eftirfarandi viðtal við Þór- unni Jóhannsdottur en hún er meðal þeirra níu einstaklinga sem þátt taka í prófkjöri Alþýðuflokksins í Hafnarfirði næst- komandi laugardag og sunnudag. Hvað réði mestu um það, að þú gafst kost á þér í prófkjör- ið hjá Alþýðuflokknum? Áhugi á ýmsu því sem þarfog á að gerast þar í uæstu framtíð. Mér er ekki sama um þróun og gang ýmissa bæjarmála og framtíð Hafnarfjarðar skiptir mig miklu. Eg er lædd og upp- alin í Háfnarfiðri, hér á ég heima og ég vil að allir Hafníirðingar geti verið ánægðir og stoltir al' bænum sínum. En til þess að það geti orðið þarf að mörgu að hyggja og margt að laga. Til þess verks þurfa scm flestir að ganga með opnum huga og til þess er enginn einn eða tveir sér- staklega útvaldir. f*ar eigum við öll að koma við sögu sem hér eigum heima, hvert mcð sínum hætti eftir því sem áhugi og að- stæður leyfa. Nú hel’t ég boðið Alþýðullokknum að nota starfs- krafta mína í bæjarstjórnarmál- efnum og ég veit ekki hvaða llokkur á skiliö að fólk gangi til liðs við hann, ef það er ekki Al- þýðullokkurinn. Eg vil að minnsta kosti veita honum það litla lið sem ég má. Þú talar um að Alþýðuflokk- urinn eigi það skilið að fólk komi til liðs við hann., Hvað er þér þá efst í huga? Alþýðullokkurinn hefur fram- ar öllum öðrum llokkum unnið að því að treysta öryggi hins umkomulausa í íslensku þjóð- félagi. Þess á hann að njóta og þessvegna eiga menn að leggja honum lið. Oll barátta hans og starfsemi hefur miðað að því að efla öryggi og treysta lífsafkomu þeirra sem höllum fæti standa í lífsbaráttunni, svo scm öryrkjar og aldraðir. Og það þarf ckkert að fara langt aftur í tímann til þess að nefna dæmi um það. Baráttan fyrir alkomuöryggi þessa fólks er í fullum gangi frá degi til dags og nægir að minna á Jóhönnu Sigurðardóttur í því efni, látlausa baráttu hennar á alþingi allt frá þeim degi sem hún tók þar sæti. Margir eiga henni mikið að þakka, því að hin mikla, einbeitta og markvissa barátta hennar hefur skilað ár- angri. En það er ekki bara á alþingi sem þessi barátta fer fram. Bæj- arvfirvöld geta líka ýmislegt gert í þessum málum og þar er mikið verk að vinna. Hvað viltu nefna í því sam- bandi? Það er svo margt, að ég veit ekki vel á hverju skal byrja. Það má t.d. nefna strætisvagnaþjón- ustuna hér í Hafnarfirði sem er fyrir neðan allar hellur. Á það jafnt við um þjónustuna sjálfa og hversu dýr þessi ófullnægj- andi strætisvagnaþjónusta sem okkur er boðið upp á er. Ég minni á hina ágætu vöru- markaði sem við höfum hér í bænum. En hvað er gert til þess að auðvelda öryrkjum og öldr- uðu fólki að nota sér þá? Þetta fólk býr mjög margt við þröngan Ijárhag og þarf að velta fyrir sé hverri krónu til þess að láta enda ná saman. Það á ekki bíla til að skreppa á í markaðina, til þess að gera þar hagkvæm innkaup. Það verður að vera upp á aðra komið til að l'ara með sig og sækja, ef versla á í vörumörkuð- unum. Þessu þarfað breyta. Það þurfa að vera góðar stræt- isvagnaferðir til allra vörumark- aðanna í bænum. Það er sjálf- sögð þjónusta bæði við þetta fólk og aðra þá bæjarbúa sem ekki eiga bíla. En það er ekki nóg. Aldraðir og örvrkjar ættu að fá afsláttarkort í strætisvagnana. Hafnarfjörður getur ekki verið þekktur fyrir að gera vcr við aldrað fólk og örvrkja en önnur bæjarfélög. Og l'yrst við erum farin að tala um strætisvagnaþjónustuna, þá tel ég að þar þurli að Ijölga ferð- um, fleiri en einn vagn að sinna þjónustunni innan bæjar og því fylgir vafalaust það að taka verður upp skipdmiðakerft al- menningi til hagræðis. En hvað hefurðu að segja um börnin og unglingana? Við eigum því láni að fagna að eiga myndarlegt æskufólk. En \ ið þurfum að búa vel að því og annast það vel, því að í unga fólkinu, börnum og unglingum er Ijöregg framtíðarinnar fólgið. Ég held að krakkarnir hafi verið betur settir hér í Hafnar- liðri, þegar ég og mín kynslóð var að alast upp. Þá hölðum við alltaf nóg að gera, fullorðna fólk- ið gaf sér tíma til að taka þátt í ýmsum lélagsstörfum mcð okk- ur, við vorum í miklu betri tengslum við atvinnulífið en krakkarnir eru í dag. Þetta gaf lífi okkar gildi og tilgang og kjöl- festu. Og heimilin voru þess megnug að gefa börnunum rót- festu í daglegu líli, enda þótt þá væri víða ríkjandi látækt og basl. Nú er öldin önnur. Báðir for- eldrar verða að vinna myrkr- anna á milli til þess að alla lífs- viðurværis, afarnir og ömmurn- ar hafa vikið út af heimilunum, alltof mörg börn eiga hvergi höfði sínu að halla meðan pabbi og mamma eru úti að vinna fyrir lífsbjörginni. Það er synd að sjá hvernig sum börti eiga sér engan samastað utan götunnar eða í íbúðum þar sem ekkert fullorðið fólk er heima. I Hafnarlirði þarl að koma upp athvarfi og aðstöðu fyrir börn og unglinga, þar sem þeir geta komið saman til skrafs og ráðagerða, þar sem þeir geta komið til einhvers fullorðins til að s]tjalla ofurlítið um lífið og tilveruna. Það þyrfti líka að vera aðstaða til ýmissa tómstundastarfa. Þetta ættu ekki að vera neinar hallir, heldur heimili látlaus og aðlaðandi sem byðu upp á vin- setnd og hlýju. Það er hart, þeg- ar unglingarnir verða að llýja í önnur bæjarfélög eins og t.d. Reykjavík vegna aðstöðuleysis og tómlætis hér í bænum. Það er ekki samboðið Hafnarlirði að hlaupa frá skyldum sínum á þessu sviði, reyna að varpa afsér ábyrgðinni og koma henni yfir á önnur bæjarfélög. Þú talar um breytt þjóðfélag, að ömmurnar og afamir séu ekki í sömu tengslum við börnin og áður? Já, mér finnst það vera þann- ig. Það fer alltal breikkandi bilið milli kynslóðanna. Og það er ekki gott, hvorki fyrir börnin né aldraða fólkið. H\ersu oft kem- ur það ekki fram þegar við lesum ævisögu, og minningabrot, hversu mikið gildi það hefur haft fyrir viðkomandi að alast upp undir handarjaðrinum á honum ala og við sagnasjóðinn hennar ömmu. Við megum ekki glata þessum verðmætum. Það ætti að fá aldrað lólk, sem er glaðsinna, sögufrótt, og hefur unun af að umgangast börn, þrátt fyrir ærsl þeirra og læti, til þess að koma á leikskóla og barnaheimli til að miðla börn- unum þar af þekkjngu sinni og lífsreynslu. Slík samvinna og santski|)ti væri til góðs fyrir báða alila og margur afeldri kynslóð- inni yrði ekki eins einangraður í samfélaginu og áður. Hvað er þér efst í huga Þór- unn, þegar þú leiðir hugann að bæjarmálunum? Eftir að hafa búið í Haliiar- lirði ylir þrjátíu ár og fylgst með þróun bæjarins, hef ég ýmsar hugmvndir um hvað helst megi til lramfara verða fyrir bæjar- búa. Evrst vil ég minnast á um- hverlismálin. Bærinn okkar er byggður á logrum stað l'rá nátt- úrunnar hendi, þar sem er Ijörð- urinn, hraunið og ásarnir. Þess- ar sérstæðu náttúruaðstæður þarf að vernda um leið og eðlileg uppbygging á scr stað. Þörl' cr l’yrir ný og betri úti- vistarsvæði bæði innan núver- andi byggðar og í næsta ná- grenni. Umhverli Víðistaða, Hvaleyrarvatns og Urriðakots er allt kjörið til þess að skipu- leggja til dvalar og útivistar l'yrir unga og aldraða, áður en byggð tevgir sig lengra frá miðbæjar- kjarnanum. Mjög góð skipulagstillaga er til að Víðistaðalægðinni og um- hverli hennar. Þeirri skiplagstil- lögu þarfað koma í framkvæmd scm fyrst, svo að Hafnfirðingar geti sem best notið svæðisins. Oskuhaugarnir í nánd við Hvaleyrarvatn setja ljótan svip á það svæði og er mikil nauðsyn á að leysa þau mál á annan hátt og betur. Hvað hefurðu að segja um börnin og málefni þeirra? Aðstæður í þjóðlélaginu hal'a breyst mjög á undanförnum ár- um með vaxandi ljölda heimila þar sem bæði hjónin vinna úti. Þessi þróun hefur leitt til erlið- leika í dagvistunarmálum og ó- öryggis fyrir mörg börn. Þá er nauðsynlegt að stuðla að samfelldum skóladegi og að börn fái máltíðir í skólanum. Einnig þarf að bæta kjör kenn- ara til þess að kcnnarar geti bet- ur annast vaxandi hlutverk í uppeldi barna. I dag eru of margir skólar stórir og mann- margir. Eg tel mjög óheppilegt að safna saman mörgum ungum einstaklingum á einn og sama stað. Æskilegra væri að hafa barnaskólana minni en fram- haldsskólana stærri og veglegri. Og auðvitað þarf að búa vel að skólunum til þess að þeir geti sem bcst leyst af hendi það hlut- verk sem þeim er ætlað. En hvað um málefni aldr- aðra? Framtíðarspár sýna að ung- um Islendingum inuni fækka en eldra fólki tjölga á næstu áratug- um. I Ijósi þeirra staðreynda þurl'um við að gera framtíðar- áætlanir og hlúa vel að hverjum aldurshópi. Æskilegt væri að fólk komið ylir miðjan aldur ætti kost á minna húsnæði, jal'nt í nýjum hverfum sem gömlum. Þetta þarf að hal'a í huga þegar íbúðarhverfi eru skipulögð. Þá þarf að gera ráð fyrir að stórauka þurli heimilishjálp og heimahjúkrun í framtíðinni, en það mundi gefa sem llestum kost á að búa áfram í eigin húsnæði. ()g svo \ il ég aðeins minna á heilbrigðismálin. Heilsugæslan er á mjög óheppilegum stað á Ijórðu hæð í húsi Sparisjóðsins. Þessi staðsetning hentar illa barnafólki, gömlu lólki og sjúkl- ingum. Þess vegna er mjög æski- legt og nauðsynlegt að hraða sem mest bvggingu heilsuvernd- arstöðvarinnar á Sólvangi. Atvinnumálin, hvað segir þú um þau? Þau eru mál málanna og und- irstaða alls annars sem gera þarl'. Yið Hafnlirðingar eigum að stefna að þ\ í að vera sjálfum okkur nógir á sem llestum svið- um, í atvinnulílinu, á félags- málasviðinu, í viðskiptalííinu og í öllum þjónustugreinum. Nlik- ils vert er að bæjarylirvöld örvi og stvðji atvinnustarfserfii hér í bænum með öllum tiltækum ráðum. Nóg at\ inua skapar ör- yggi og vellíðan. Mér linnst rétt að \ ið Hafn- lirðingar kappkostum að verða sent minnst háðir öðrum bæjar- félögum, búum sem mest að okkar og séum sjálfum okkur nógir á sem allra llestum svið- um. Og hvað svo að lokum Þór- unn? Bætt lífskjör koma ekki af sjáll'u sér. Fvrir þeim verður að hugsa og fyrir þeim verður að vinna. \’ið verðum að \era bjartsýn og hal'a trú á hælileik- um okkar, til þess að stuðla að framlorum og aukinni fram- leiðslu. sjálfum okkur til ánægju en komandi kynslóðum til góðs. Strætisvagnaþjónustu í bænum þarf að stórbæta. Umhverfi Hafnarfjarðar er víða kjörið til útivistar.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.