Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.01.1986, Blaðsíða 5

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.01.1986, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 5 Jóna Ósk Guðjónsdóttir, fulltrúi, Öldutúni 6, er fædd 26. júlí 1948 á Skagaströnd, en fulttist með foreldrum sínum, Guðjóni Ingólfssyni og Aðalheiði Frímannsdótt- ur, til Hafnarfiarðar árið 1952. Að loknu landsprófi frá Flensborgarskóla og stú- dentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1968 varð fimm ára hlé á námi þar til þráðurinn var tekinn upp að nýju við háskólann í Lundi í Svíþjóð haustið 1974 og lok- ið þaðan fil.kand. -prófi árið 1979 með mannfræði sem aðalgrein. A námsárunum stundaði Jóna Ósk margvísleg tilfall- andi störf, s.s. fiskvinnu, aðallega þó síldarsöltun, garðyrkju og skrifstofu- vinnu. Með námi erlendis og í leyfum vann hún einnig sem sjúkraliði. A árunum eftir studentspróf þar til haldið var til dvalar í Svíþjóð var hins vegar unnið sem bókari og fulltrúi á Skrif- stofu ríkisspítalanna í rúm fjögur ár. Eftir heimkomuna frá Svíþjóð hefur Jóna Ósk starfað á skrifstofu Þjóð- minjasafns Islands, nú sem fulltrúi. Jóna Ósk hefur verið vara- bæjarfulltrúi yfirstandandi kjörtímabil og setið í fræðsl- uráði og afinælisnefnd vegna 75 ára afmælis Hafn- arfjarðar. Hún á auk þess sæti í flokksstjórn Alþýðuflokks- ins og var kjörin formaður Sambands Alþýðuflokks- kvenna haustið 1985. Þórunn Jóhannsdóttir, er fædd 15. ágúst, 1927 á Eyrar- bakka. Foreldrar hennar voru Jónína Hannesdóttir og Jóhann Loftsson, bóndi. Hún stundaði nám við hér- aðsskólann að Núpi í Dýra- firði og lauk þaðan prófi 1946. Á skólaárum vann Þórunn við fiskvinnslu á Eyrarbakka á sumrin, en að skólagöngu lokinni starfaði hún hjá Landssíma íslands, fyrst á Selfossi, en síðan í Reykja- vík. Þórunn fluttist til Hafnar- fjarðar 1950 og hóf búskap með manni sínum Jónasi Hallgrímssyni húsgagna- smið. Þau hjón eignuðust 4 börn og stundaði Þórunn húsmóðurstörf, þar til börn- in voru uppkomin. Á þessum árum hóf hún þátttöku í ýms- um félagsstörfum; hefur m. a. setið í stjórnum Kvenfé- lags Iðnaðarmanna í Hafnar- firði, Kvenfélags Alþýðu- flokks Hafnarfjarðar og var formaður Bandalags Kvenna í Hafnarfirði á árunum 1979 til 1981. Árið 1975 hóf Þór- unn aftur störf utan heimilis, fyrst á hjúkrunardeild Vífil- staðaspítala, því næst hjá Ríkisútgáfu Námsbóka, en síðastliðin 8 ár hefur Þórunn unnið ritarastörf hjá Sjúkra- samlagi Hafnarfjarðar. Jón- as, maður Þórunnar, lést vorið 1984. Ingvar Viktorsson kennari, Kelduhvammi 4, er fæddur 9. apríl 1942 að Vífilsstöðum, sonur hjónanna Guðrúnar Ingvarsdóttur og Viktors Þorvaldssonar. Ingvar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri 1963 og fór þá í Háskóla Islands, en hóf fljótlega kennslu við Flensborgarskól- ann og hefur nú kennt í 20 ár og að auki í Víðistaðaskóla hin síðari ár. Á skólaárunum stundaði Ingvar sjómennsku á sumr- um og einnig í mörg sumur með kennslunni. Undanfarin sumur hefur Ingvar gegnt starfi forstöðumanns Vinnu- skóla Hafnarfjarðar. Ingvar hefur unnið mikið að félagsmálum. Var formað- ur FUJ í Hafnarfirði í nokkur ár og varaformaður SUJ í fjögur ár. Ingvar hefur í mörg ár starfað fyrir FH og var t.d. formaður handknattleiks- deildar FH í tólf ár og einnig verið formaður knattspymu- deildar. Hann situr nú í stjórn Handknattleikssam- bands Islands. Ingvar hefur setið í stjórn- um kennarafélaga bæði í Flensborg og Víðistaðaskóla og í nefndum á vegum Al- þýðuflokksins. Eiginkona Ingvars er Bima Blomsterberg og eiga þau tvo syni, Bjama og Frey. Ingvar á þrjú börn frá fyrra hjóna- bandi, Pál, Viktor og Heið- rúnu. Tryggvi Harðarson, er fædd- ur 30. júní 1954 á Akureyri. Foreldrar hans eru þau Ást- hildur Ólafsdóttir ritari og Hörður Zóphaníasson skóla- stjóri. Hann flutti til Hafnar- fjarðar 7 ára með foreldrum sínum. Tryggvi tók landspróf frá Flensborgarskóla vorið 1971 og varð stúdent frá sama skóla fjórum árum síðar. Að loknu stúdentsprófi hélt Tryggvi til Kína og stundaði kínverskunám og sagnfræði við Háskóla Pekingborgar árin 1975 — 1979. Síðar lauk hann 35 einingum í sagn- fræði við Hákskóla Islands. Á æsku- og unglinsárum stundaði Tryggvi alla al- menna vinnu til sjávar og sveita og eftir að námi lauk annaðist Tryggvi stunda- kennslu aðallega við Náms- flokka Reykjavíkur. Þá haðfi hann umsjón og annaðist íslenskukennslu flóttam- anna frá Víetnam sem komu hingað á vegum Rauða Kross íslands. Sumarið 1980 var Tryggvi flokksstjóri við Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Tvö sumur vann Tryggvi sem hvalverkamaður en fór síðan að vinna við jámabind- ingar, fyrst sem sumarvinnu, en sem aðalvinnu tvö síðast- liðin ár. Tryggvi hefur tekið þátt í ýmsum félagsstörfum. Tók þátt í íþrótta- og skátastarfi, var formaður Nemendafé- lags Flensborgarskóla 1972- 1973, var meðal stofnenda Starfsmannafélags Náms- flokka Reykjavíkur 1984 og fyrsti formaður þess. Gjald- keri ÍBH var Tryggvi 1980- 1982. Kona T ry ggva er Ásta Krist- jánsdóttir og eiga þau einn son, Hörð. Hvernig eru atkvæði talin? Hvenær er prófkjörið bindandi? Atkvæði í prófkjörinu reiknast þannig að til 1. sætist teljast þau atkvæði sem greidd eru frambjóðanda í það sæti, til 2. sætis reiknast atkvæði í 1. og 2. sæti samanlagt, til 3. sætis atkvæði í 1., 2. og 3. sæti o.s.frv. Prófkjörið er bindandi um skipan sætis á framboðslista, ef fram- bjóðandi hlýtur í viðkomandi sæti og sæti þar fyrir ofan 1/5 hluta atkvæða Alþýðuflokksins í síðustu bæjarstjórnarkosningum. í kosningunum 1982 hlaut Alþýðuflokkurinn 1336 atkvæði. Frambjóðandi þarf því að fá a.m.k. 267 atkvæði í sæti til þess að kosning sé bindandi í það sæti.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.