Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.01.1986, Blaðsíða 9

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.01.1986, Blaðsíða 9
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 9 Mig hefur alltaf langað til að vera heima Blaðamaður náði tali af Maríu Ásgeirsdóttur, sem er einn af frambjóðendum í prófkjöri Alþýðuflokksins í Hafnarfirði 1. og 2. febr. n.k. María hefur alltaf starfað utan heimilis, þar til fyrir einu ári að hún eignaðist sitt þriðja bam og er nú heimavinnandi hús- móðir. Við spyrjum hana fyrst hvemig þetta gangi. ,,Það er nú þannig, að mig búar eru orðnir langþreyttir á hefur alltaf langað til að vera lieima og sinna börnunum mín- um, en framan af fannst mér nauðsynlegt að vinna úti. Auð- vitað var það bæði íjárhagslegt mat og einnig það, að í mínu l'agi, lyfjafræðinni, er ekki gott að hætta alveg á vinnumarkaðn- um í lengri tíma. Þegar þriðja barnið fæddist fannst mér alveg sjálfsagt að ég væri heima að sinna heimili og börnum. Það hefur komið mér á óvart, hve margir eru undrandi á þessari afstöðu minni, og þá ekki síst konur. Eg játa, að auðvitað er þetta erfiðara Ijárhagslega, en hve mikið fær maður ekki í stað- inn, að geta fylgst með börnun- um sínum. Eitt finnst mér að bæjar- og sveitarfélög og ríkið, geti gert fyrir þær konur, sem vilja hætta að vinna úti og sinna ein- göngu uppeldishlutverkinu, það er að létta þeim skattbyrð- ina. Utsvar og skattar greiðast jú eftirá, þannig að konur sem hætta snögglega að vinna úti greiða skatta árið sem þær eru tekjulausar. Það má ekki verða munaður að geta alið upp sín eigin börn. Við spörum á móti í formi ónýttra dagheimils- plássa, en þau eru jú dýr.“ Finnst þér ef til vill, að jafnréttisbaráttan hafi gengið of Iangt? ,,Nei, það er ekki mín skoðun. Konur eiga að hafa sömu laun fyrir sömu vinnu og karlar. En þær konur, sem kjósa að sinna uppeldishlutverkinu þann tíma, sem það tekur, eiga ekki að þurfa að gjalda þess á neinn hátt.“ María, eru einhver bæjar- málefni, sem vekja áhuga þinn öðrum fremur? „Því er n ú svo farið, að á- hugamál manna beinast á ýms- ar brautir og svo er einnig l’arið með mig. Áhugamál mín eru bókmenntir og tónlist. Ég hef verið svo heppin að geta fylgst grannt með þeim málaflokki innan bæjarins, sem tengist þessu hvoru tveggja, því ég hef setið í stjórn ljókasafnsins sl. 4 ár, en sem kunnugt er, er þar einnig starfrækt tónlistardeild. Ennfremur hef ég mikinn áhuga á heilbrigðismálum. Þau eru bæði tengd mínu fagi og svo eru þau engum óviðkomandi." Snúum okkur fyrst að bóka- safninu, hvemig hefur verið að starfa í stjóm þess? ,,Það hefur verið ágætt á margan hátt. Það er alltaí'gam- an að vinna að einhverjum framíörum, en það er erfitt, þeg- ar allar fjárveitingar eru skornar niður. Fjárveitingar til bóka- kaupa hal'a alltaf verið of litlar. Þannig hefur ckki verið hægt að kaupa nægjanlegt magn þeirra bóka, sem vinsælastar eru, og ég veit að margir bæjar- því. Þá hefur veriðætlunin árum saman að koma upp góðu safni handbóka, en fjárskortur hefur hamlað því. Það var ánægjulcg- ur og langþráður áfangi, þegar lessalurinn var opnaður. Hann hefur verið vel nýttur, sérstak- lega haf'a langskólanemar nýtt sér hann til próllestrar og er það vel. Nú er bvrjað að endurnýja neðri hæðina, en því miðar hægt, því á ljárveitingu er aðeins gert ráð fyrir að lítið sé gert í einu. Þessar smáskammta- framkvæmdir verða svo dýrari fyrir bragðið, en þegar vinna má verkið og kaupa þá innan- stokksmuni, sem til þarf, í einni heild. Stundum dettur mér í hug, hvort ekki væri nær að ljúka hverju verkefni fyrir sig á skömmum tíma, en vera ekki með margt í takinu og allt gert í smáskömmtum.“ Eg hef heyrt á það minnst að bókasafnið sé komið með myndbandaleigu? „Það var ákveðið árið 1983 að stofna myndbandaleigu innan Friðriksdeildar, sem er tónlist- ardeildin. Bæjarstjórn fannst þetta prýðishugmynd, en það skilaði sér ekki á næstn fjárveit- ingu, því hún rétt dugði fyrir tækjum til að hægt væri aðskoða inyndljönd eftir leigu, svo þau urðu að bíða næsta árs.“ Verður þetta venjuleg myndbandaleiga? „Ég býst við að þú meinir hvort þarna verði sama efni og á öðrum myndbandaleigum. Svo er ekki. Ætlunin er að vera með efni tengt tónlist, svo scm óper- ur, balletta, konserta og fleira í þeim dúr. Ennfremnr það cfiii, sem á einhvern hátt tengist Hafnaríirði, íslenskar myndirog verðlaunamyndir. Við höfum líka áhuga á að vera með efni tengt vinabæjum okkar og er það í athugun.“ Hvernig er með bók- menntakynningar? ,JÚ, það hafa verið haldnar tvær bókmenntakynningar, en meiningin er að gera þetta að föstum lið og fá lasta Ijárveit- ingu fyrir honum, því allt kostar peninga." En þú minnist á heilbrigð- ismálin, hvað viltu segja um þau? „Það sem mér finnst orðið ær- ið aðkallandi í svo stóru bæjarfé- lagi og Hafnarfirði, er að hér rísi fullkomin heilsugæslustöð. Mér finnst það vera lítilsvirðing við bæjarbúa, hve þessi mál hafa setið á hakanum. Hvað hefúr gerst hér undanfarin ár í þessum málum? Læknarnir hafa flutt U|J]J um eina hæð á sparisjóðs- húsinu og l'cngið aðeins rýmri aðstöðu fyrir sig og sjúklinga sína. Nú er hægt að koma mcð smáskurði og fá saumað og tekna sauma. Síðast en ekki síst, með barnshafnadi konum. Þar þurfa að vera röntgentæki, þannig að ekki þyrfti að senda sjúklinga út og suður í minni háttar röntgenmvndatökur. Þar þyrfti að vera augnlæknir, tannlæknir og svo mætti lengi telja. Þarna þyrfti sem sagt að vera um samþjappaða þjón- ustu að ræða á einum stað. Eg hef heyrt að átt hafi að bjóða byggingu heilsugæslu- stöðvarinnar út sl. ár, en það var ekki gert og á meðan er ekki hægt að ljúka við Sólvangsálm- una, því þar er opið á milli. Hér er ekki eingöngu við bæjaryfir- \öld að sakast, því ríkið á að greiða 85% af kostnaðiuum. Þannig þurfum við að sækja undir fjármálastjórn Sjálfstæð- isllokksins í báðum till'ellum og þá er ekki von á góðu. Hefði ekki verið þetta bræðralag á milli meirihlutamanna hér í Hafnar- firði og fjármálaráðherra, hefði þá meirihlutinn gerst ákveðnari og þrýst á ríkisvaldið til að fá útboðsleyfi? Mér virðist því að undirlægjuháttur við ríkis- stjórnina ráði því að heilbrigðis- mál okkar Hafnfirðinga sitji á hakanum.“ Hvað um önnur mál, hvað er þér efst í huga þar? Mér er efst í huga, hvernig staðið var að sölu Bæjarútgerð- arinnar og hvernig meirihlutinn hagaði sér þar eins og allir muna. Málefni Tónlistarskól- ans eru alltaf ofarlega í mínum huga og ég sé ekki fram á, að úr húsnæðismálum rætist á næst- unni.“ Hvernig leggst þetta próf- kjör í þig? Vel. Við vonum bara að sem llestir komi til að kjósa og hafi þannig áhril' á hverjir veljist á listann." Gott bókasafn hefur mikið uppeldislegt gíldi. það hefur verið steypt plata fyrir nýja heilsugæslustöð á Sólvangi! Sér eru hver stórvirkin. Hús- næði það sem ungbarnaeftirlitið hefur til umráða er t.d. engan veginn boðlegt, hvorki starfs- fólki, né þeim sem þangað sækja, sökum þrengsla. Hús- næðið á þriðju hæðinni er þegar orðið of lítið og ef engin bót er fvrirsjáanleg á næstunni, kemur að því að hluti læknanna leitar annað eftir húsnæði. Hefði þá ekki verið bctra að taka tilboð- inu frá Hraliiistu lyrir um 4 ár- um, um að hluti læknanna fengi aðstöðu þar í nýju álm- unni. Það sem vantar tilfinnan- lega hér er heilsugæslustöð, þar scm læknar hcfðu alla þá að- stöðu sem til þarl til að sinna því, sem ætlast er til af heilsu- gæslulæknum, t.d. að fylgjast * Askorun til greidenda skipagjalda til Hafnarsjóðs Hafnarfjarðar Hér með er skorað á þá, sem eigi hafa greitt gjaldfallin skipa- gjöld ársins 1985 til Hafnarsjóðs Hafnarfjarðar, að gera l'ull skil nú þegar. Óskað verður nauðungaruppboðs á skipuin þeirra er eigi hafa lokið greiðslu gjaldanna l'yrir 20. febrúar 1986, samkv. heim- ild í lögum nr. 49/1951 um sölulögveða án undangengins lögtaks, sbr. 24. gr. rgl. nr. 116, 4. mars 1975. Hafnarfirði, 15. jan. 1986. Innheimta Hafnarfjarðarhafnar. m laiffiriiiiiiEigs Strandgotu 28 simi: 50759 Kaupfélagið Garðabæ Gardallol 16 Gardabæ Simi 42424 Matmra = Fatnaöur — Leikfoncj - Gjafavara Búsáhöíd ALUAFILEIÐINNI mmimL VERSUJNARMIÐSTÖÐ HAFNARFIRDI

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.